Kanínubóndinn víkur fyrir nýju gróðurhúsi Baldur Guðmundsson skrifar 9. desember 2017 06:00 Margir leggja leið sína að Skálará í Elliðaárdal til að berja kanínur og fugla augum. Til stendur að nýta lóðina undir annað. vísir/stefán „Ég ætla bara að láta hrekja mig í burtu,“ segir Jón Þorgeir Ragnarsson, íbúi á Skálará við Vatnsveituveg í Elliðaárdal. Reykjavíkurborg veitti fyrir helgi vilyrði til fyrirtækisins Spor í sandinn fyrir lóð undir stórt gróðurhús í Elliðaárdalnum. Um er að ræða 12.500 fermetra lóð en á henni stendur til að byggja 12 til 13 metra há mannvirki. Lóðin sem um ræðir, eins og hún birtist í gögnum umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar, nær yfir Skálará. Ef áformin verða að veruleika virðist ljóst að Jón Þorgeir þarf að víkja, en hann hefur um árabil fóðrað kanínur, endur og gæsir við húsið. Jón hafði skömmu áður en Fréttablaðið ræddi við hann haft veður af þessari ákvörðun. „Þeir ætla að byggja gróðurhús þar sem gróðurinn er,“ segir hann hneykslaður. Hann segir að framkvæmdirnar muni hrekja í burtu allt fuglalíf á svæðinu og muni eyða mýrinni, sem sé undirstaða fuglalífs á svæðinu. Jón segir að Reykjavíkurborg eigi lóðina sem húsið stendur á, eins og húsið sjálft. Hann leigir húsið af borginni. Í samtali við Fréttablaðið segir Jón Þorgeir að honum hafi ekki verið tilkynnt um ákvörðunina, þó að hann hafi búið þarna í 30 ár. „Ég sagði við bróður minn, þegar hann sagði mér þetta í morgun, að ég nennti ekki að pæla í þessu. En svo er ég ekki búinn að hugsa um neitt annað síðan,“ segir hann. Jón Þorgeir segir að margir leggi leið sína á svæðið til að fylgjast með dýrunum eða gefa þeim að éta. Langflestir séu yndislegt fólk sem komi þarna með börnin sín. Hann hafi þó oft orðið vitni að hrottaskap í garð dýranna. Hann segist gefa dýrunum um það bil eitt tonn af mat á viku en tekur fram að skepnurnar séu ekki háðar honum á neinn hátt. Þeim vegni vel þegar hann fer í frí. Þær eigi sig sjálfar og hann hafi ekki flutt þangað eina einustu kanínu. „Dýrin bjarga sér sjálf. Þau eiga sig sjálf,“ segir hann. Aðspurður segist hann telja að kanínurnar séu um eitt hundrað talsins. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Sjá meira
„Ég ætla bara að láta hrekja mig í burtu,“ segir Jón Þorgeir Ragnarsson, íbúi á Skálará við Vatnsveituveg í Elliðaárdal. Reykjavíkurborg veitti fyrir helgi vilyrði til fyrirtækisins Spor í sandinn fyrir lóð undir stórt gróðurhús í Elliðaárdalnum. Um er að ræða 12.500 fermetra lóð en á henni stendur til að byggja 12 til 13 metra há mannvirki. Lóðin sem um ræðir, eins og hún birtist í gögnum umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar, nær yfir Skálará. Ef áformin verða að veruleika virðist ljóst að Jón Þorgeir þarf að víkja, en hann hefur um árabil fóðrað kanínur, endur og gæsir við húsið. Jón hafði skömmu áður en Fréttablaðið ræddi við hann haft veður af þessari ákvörðun. „Þeir ætla að byggja gróðurhús þar sem gróðurinn er,“ segir hann hneykslaður. Hann segir að framkvæmdirnar muni hrekja í burtu allt fuglalíf á svæðinu og muni eyða mýrinni, sem sé undirstaða fuglalífs á svæðinu. Jón segir að Reykjavíkurborg eigi lóðina sem húsið stendur á, eins og húsið sjálft. Hann leigir húsið af borginni. Í samtali við Fréttablaðið segir Jón Þorgeir að honum hafi ekki verið tilkynnt um ákvörðunina, þó að hann hafi búið þarna í 30 ár. „Ég sagði við bróður minn, þegar hann sagði mér þetta í morgun, að ég nennti ekki að pæla í þessu. En svo er ég ekki búinn að hugsa um neitt annað síðan,“ segir hann. Jón Þorgeir segir að margir leggi leið sína á svæðið til að fylgjast með dýrunum eða gefa þeim að éta. Langflestir séu yndislegt fólk sem komi þarna með börnin sín. Hann hafi þó oft orðið vitni að hrottaskap í garð dýranna. Hann segist gefa dýrunum um það bil eitt tonn af mat á viku en tekur fram að skepnurnar séu ekki háðar honum á neinn hátt. Þeim vegni vel þegar hann fer í frí. Þær eigi sig sjálfar og hann hafi ekki flutt þangað eina einustu kanínu. „Dýrin bjarga sér sjálf. Þau eiga sig sjálf,“ segir hann. Aðspurður segist hann telja að kanínurnar séu um eitt hundrað talsins.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent