Kanínubóndinn víkur fyrir nýju gróðurhúsi Baldur Guðmundsson skrifar 9. desember 2017 06:00 Margir leggja leið sína að Skálará í Elliðaárdal til að berja kanínur og fugla augum. Til stendur að nýta lóðina undir annað. vísir/stefán „Ég ætla bara að láta hrekja mig í burtu,“ segir Jón Þorgeir Ragnarsson, íbúi á Skálará við Vatnsveituveg í Elliðaárdal. Reykjavíkurborg veitti fyrir helgi vilyrði til fyrirtækisins Spor í sandinn fyrir lóð undir stórt gróðurhús í Elliðaárdalnum. Um er að ræða 12.500 fermetra lóð en á henni stendur til að byggja 12 til 13 metra há mannvirki. Lóðin sem um ræðir, eins og hún birtist í gögnum umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar, nær yfir Skálará. Ef áformin verða að veruleika virðist ljóst að Jón Þorgeir þarf að víkja, en hann hefur um árabil fóðrað kanínur, endur og gæsir við húsið. Jón hafði skömmu áður en Fréttablaðið ræddi við hann haft veður af þessari ákvörðun. „Þeir ætla að byggja gróðurhús þar sem gróðurinn er,“ segir hann hneykslaður. Hann segir að framkvæmdirnar muni hrekja í burtu allt fuglalíf á svæðinu og muni eyða mýrinni, sem sé undirstaða fuglalífs á svæðinu. Jón segir að Reykjavíkurborg eigi lóðina sem húsið stendur á, eins og húsið sjálft. Hann leigir húsið af borginni. Í samtali við Fréttablaðið segir Jón Þorgeir að honum hafi ekki verið tilkynnt um ákvörðunina, þó að hann hafi búið þarna í 30 ár. „Ég sagði við bróður minn, þegar hann sagði mér þetta í morgun, að ég nennti ekki að pæla í þessu. En svo er ég ekki búinn að hugsa um neitt annað síðan,“ segir hann. Jón Þorgeir segir að margir leggi leið sína á svæðið til að fylgjast með dýrunum eða gefa þeim að éta. Langflestir séu yndislegt fólk sem komi þarna með börnin sín. Hann hafi þó oft orðið vitni að hrottaskap í garð dýranna. Hann segist gefa dýrunum um það bil eitt tonn af mat á viku en tekur fram að skepnurnar séu ekki háðar honum á neinn hátt. Þeim vegni vel þegar hann fer í frí. Þær eigi sig sjálfar og hann hafi ekki flutt þangað eina einustu kanínu. „Dýrin bjarga sér sjálf. Þau eiga sig sjálf,“ segir hann. Aðspurður segist hann telja að kanínurnar séu um eitt hundrað talsins. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gíg Innlent Fleiri fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Sjá meira
„Ég ætla bara að láta hrekja mig í burtu,“ segir Jón Þorgeir Ragnarsson, íbúi á Skálará við Vatnsveituveg í Elliðaárdal. Reykjavíkurborg veitti fyrir helgi vilyrði til fyrirtækisins Spor í sandinn fyrir lóð undir stórt gróðurhús í Elliðaárdalnum. Um er að ræða 12.500 fermetra lóð en á henni stendur til að byggja 12 til 13 metra há mannvirki. Lóðin sem um ræðir, eins og hún birtist í gögnum umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar, nær yfir Skálará. Ef áformin verða að veruleika virðist ljóst að Jón Þorgeir þarf að víkja, en hann hefur um árabil fóðrað kanínur, endur og gæsir við húsið. Jón hafði skömmu áður en Fréttablaðið ræddi við hann haft veður af þessari ákvörðun. „Þeir ætla að byggja gróðurhús þar sem gróðurinn er,“ segir hann hneykslaður. Hann segir að framkvæmdirnar muni hrekja í burtu allt fuglalíf á svæðinu og muni eyða mýrinni, sem sé undirstaða fuglalífs á svæðinu. Jón segir að Reykjavíkurborg eigi lóðina sem húsið stendur á, eins og húsið sjálft. Hann leigir húsið af borginni. Í samtali við Fréttablaðið segir Jón Þorgeir að honum hafi ekki verið tilkynnt um ákvörðunina, þó að hann hafi búið þarna í 30 ár. „Ég sagði við bróður minn, þegar hann sagði mér þetta í morgun, að ég nennti ekki að pæla í þessu. En svo er ég ekki búinn að hugsa um neitt annað síðan,“ segir hann. Jón Þorgeir segir að margir leggi leið sína á svæðið til að fylgjast með dýrunum eða gefa þeim að éta. Langflestir séu yndislegt fólk sem komi þarna með börnin sín. Hann hafi þó oft orðið vitni að hrottaskap í garð dýranna. Hann segist gefa dýrunum um það bil eitt tonn af mat á viku en tekur fram að skepnurnar séu ekki háðar honum á neinn hátt. Þeim vegni vel þegar hann fer í frí. Þær eigi sig sjálfar og hann hafi ekki flutt þangað eina einustu kanínu. „Dýrin bjarga sér sjálf. Þau eiga sig sjálf,“ segir hann. Aðspurður segist hann telja að kanínurnar séu um eitt hundrað talsins.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gíg Innlent Fleiri fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Sjá meira