Kanínubóndinn víkur fyrir nýju gróðurhúsi Baldur Guðmundsson skrifar 9. desember 2017 06:00 Margir leggja leið sína að Skálará í Elliðaárdal til að berja kanínur og fugla augum. Til stendur að nýta lóðina undir annað. vísir/stefán „Ég ætla bara að láta hrekja mig í burtu,“ segir Jón Þorgeir Ragnarsson, íbúi á Skálará við Vatnsveituveg í Elliðaárdal. Reykjavíkurborg veitti fyrir helgi vilyrði til fyrirtækisins Spor í sandinn fyrir lóð undir stórt gróðurhús í Elliðaárdalnum. Um er að ræða 12.500 fermetra lóð en á henni stendur til að byggja 12 til 13 metra há mannvirki. Lóðin sem um ræðir, eins og hún birtist í gögnum umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar, nær yfir Skálará. Ef áformin verða að veruleika virðist ljóst að Jón Þorgeir þarf að víkja, en hann hefur um árabil fóðrað kanínur, endur og gæsir við húsið. Jón hafði skömmu áður en Fréttablaðið ræddi við hann haft veður af þessari ákvörðun. „Þeir ætla að byggja gróðurhús þar sem gróðurinn er,“ segir hann hneykslaður. Hann segir að framkvæmdirnar muni hrekja í burtu allt fuglalíf á svæðinu og muni eyða mýrinni, sem sé undirstaða fuglalífs á svæðinu. Jón segir að Reykjavíkurborg eigi lóðina sem húsið stendur á, eins og húsið sjálft. Hann leigir húsið af borginni. Í samtali við Fréttablaðið segir Jón Þorgeir að honum hafi ekki verið tilkynnt um ákvörðunina, þó að hann hafi búið þarna í 30 ár. „Ég sagði við bróður minn, þegar hann sagði mér þetta í morgun, að ég nennti ekki að pæla í þessu. En svo er ég ekki búinn að hugsa um neitt annað síðan,“ segir hann. Jón Þorgeir segir að margir leggi leið sína á svæðið til að fylgjast með dýrunum eða gefa þeim að éta. Langflestir séu yndislegt fólk sem komi þarna með börnin sín. Hann hafi þó oft orðið vitni að hrottaskap í garð dýranna. Hann segist gefa dýrunum um það bil eitt tonn af mat á viku en tekur fram að skepnurnar séu ekki háðar honum á neinn hátt. Þeim vegni vel þegar hann fer í frí. Þær eigi sig sjálfar og hann hafi ekki flutt þangað eina einustu kanínu. „Dýrin bjarga sér sjálf. Þau eiga sig sjálf,“ segir hann. Aðspurður segist hann telja að kanínurnar séu um eitt hundrað talsins. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
„Ég ætla bara að láta hrekja mig í burtu,“ segir Jón Þorgeir Ragnarsson, íbúi á Skálará við Vatnsveituveg í Elliðaárdal. Reykjavíkurborg veitti fyrir helgi vilyrði til fyrirtækisins Spor í sandinn fyrir lóð undir stórt gróðurhús í Elliðaárdalnum. Um er að ræða 12.500 fermetra lóð en á henni stendur til að byggja 12 til 13 metra há mannvirki. Lóðin sem um ræðir, eins og hún birtist í gögnum umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar, nær yfir Skálará. Ef áformin verða að veruleika virðist ljóst að Jón Þorgeir þarf að víkja, en hann hefur um árabil fóðrað kanínur, endur og gæsir við húsið. Jón hafði skömmu áður en Fréttablaðið ræddi við hann haft veður af þessari ákvörðun. „Þeir ætla að byggja gróðurhús þar sem gróðurinn er,“ segir hann hneykslaður. Hann segir að framkvæmdirnar muni hrekja í burtu allt fuglalíf á svæðinu og muni eyða mýrinni, sem sé undirstaða fuglalífs á svæðinu. Jón segir að Reykjavíkurborg eigi lóðina sem húsið stendur á, eins og húsið sjálft. Hann leigir húsið af borginni. Í samtali við Fréttablaðið segir Jón Þorgeir að honum hafi ekki verið tilkynnt um ákvörðunina, þó að hann hafi búið þarna í 30 ár. „Ég sagði við bróður minn, þegar hann sagði mér þetta í morgun, að ég nennti ekki að pæla í þessu. En svo er ég ekki búinn að hugsa um neitt annað síðan,“ segir hann. Jón Þorgeir segir að margir leggi leið sína á svæðið til að fylgjast með dýrunum eða gefa þeim að éta. Langflestir séu yndislegt fólk sem komi þarna með börnin sín. Hann hafi þó oft orðið vitni að hrottaskap í garð dýranna. Hann segist gefa dýrunum um það bil eitt tonn af mat á viku en tekur fram að skepnurnar séu ekki háðar honum á neinn hátt. Þeim vegni vel þegar hann fer í frí. Þær eigi sig sjálfar og hann hafi ekki flutt þangað eina einustu kanínu. „Dýrin bjarga sér sjálf. Þau eiga sig sjálf,“ segir hann. Aðspurður segist hann telja að kanínurnar séu um eitt hundrað talsins.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira