Neita að gefa eftir varnarliðssvæðið til að styrkja Keflavíkursókn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. nóvember 2017 06:00 Brottför bandaríska hersins af Miðnesheiði haustið 2006 opnaði nýjar lendur fyrir Íslendinga. vísir/vilhelm „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Keflavíkursókn reynir að ná undir sig hluta af Ytri-Njarðvíkursókn,“ segir sóknarnefnd Ytri-Njarðvíkursóknar í bréfi til Fréttablaðsins vegna fréttar í blaðinu fyrir sex dögum um tillögu biskups á kirkjuþingi um að Hlíðahverfi á gamla varnarsvæðinu heyri undir Keflavíkursókn. Sóknarnefndin segir að tillaga Agnesar M. Sigurðardóttur biskups hafi verið dregin til baka vegna bréfs sem samið hafi verið af lögfræðingi Ytri-Njarðvíkursóknar og sent fulltrúum á kirkjuþinginu. Þar segir að sóknin hafi aldrei fengið að koma að málsmeðferðinni þrátt fyrir að því væri haldið fram í tillögunni, meðal annars vegna þess að bréf hafi verið send á ranga staði.Séra Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.vísir/anton brinkLögmaðurinn segir málið ekki vera fullrannsakað. „Ekki hefur farið fram athugun á sögulegri þróun sóknarmarka en Keflavíkursókn hefur áður reynt að ná hluta Ytri-Njarðvíkursóknar. Sögulega tilheyrir landið Njarðvíkurprestakalli,“ segir í bréfi lögmannsins. Sem fyrr segir á málið sér forsögu. Um miðjan desember 2009 sendi þáverandi biskup, Karl Sigurbjörnsson, sóknarnefnd Ytri-Njarðvíkursóknar bréf vegna þess. Sóknarnefndin svaraði bréfinu 1. febrúar 2010 og mótmælti þar rökum biskups lið fyrir lið. „Í lokaorðum margnefnds bréfs þar sem meðal annars segir: „skal fúslega játað að fjárhagsstaða Keflavíkurkirkju er afar þung,“ má ef til vill helst finna aðalhvötina fyrir smíði bréfsins. Það vantar frekari fjármuni og þá er heilladrýgst að fara í markaðsátak og ráðast á aðrar sóknir,“ skrifaði sóknarnefndin biskupi á þeim tíma. Áfram segir í bréfinu að Keflavíkursókn segi forsendu fyrir breytingu á sóknarskipaninni vera bága fjárhagsstöðu sóknarinnar. „Rök þessi eru nánasta móðgandi gagnvart Ytri-Njarðvíkursókn sem og þeim íbúum sem búa að Ásbrú. Það að ætla þeim að greiða gamlar skuldir Keflavíkursóknar er algjörlega óásættanlegt. Vissulega er vandi Keflavíkursóknar mikill en það á ekki að leysa hann með því að ráðast á aðrar sóknir og breyta sóknarskipan. Sjóðir kirkjunnar verða að leysa vandamál Keflavíkursóknar,“ sagði í bréfi sóknarnefndar Ytri-Njarðvíkurkirkju til biskups í febrúar 2010. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Biskupsritari gagnrýnir framkomu séra Geirs Waage: „Ofbeldi er hugtak sem nær utan um slíka framgöngu“ Í aðsendri grein í Morgunblaðinu gagnrýnir Þorvaldur Víðisson biskupsritari framkomu séra Geirs Waage í Reykholti á Kirkjuþingi harðlega. 18. nóvember 2017 10:17 Séra Geir spáir fleiri kærum með nýjum reglum um prestskosningar Hart var deilt á kirkjuþingi um breytingar á reglum um kjör presta. Tillaga var um að ekki mætti kjósa presta nema allir kjörnefndarmenn væru mættir á fund. Biskup og fleiri sögðu það algerlega óraunhæft og tillagan var samþykkt breytt. 16. nóvember 2017 06:00 Innlima ellefu hundruð manna Hlíðahverfi í Keflavíkursókn Lögð er áhersla á að þessi innlimun Hlíðahverfis í Keflavíkursókn taki gildi 30. nóvember. 15. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Keflavíkursókn reynir að ná undir sig hluta af Ytri-Njarðvíkursókn,“ segir sóknarnefnd Ytri-Njarðvíkursóknar í bréfi til Fréttablaðsins vegna fréttar í blaðinu fyrir sex dögum um tillögu biskups á kirkjuþingi um að Hlíðahverfi á gamla varnarsvæðinu heyri undir Keflavíkursókn. Sóknarnefndin segir að tillaga Agnesar M. Sigurðardóttur biskups hafi verið dregin til baka vegna bréfs sem samið hafi verið af lögfræðingi Ytri-Njarðvíkursóknar og sent fulltrúum á kirkjuþinginu. Þar segir að sóknin hafi aldrei fengið að koma að málsmeðferðinni þrátt fyrir að því væri haldið fram í tillögunni, meðal annars vegna þess að bréf hafi verið send á ranga staði.Séra Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.vísir/anton brinkLögmaðurinn segir málið ekki vera fullrannsakað. „Ekki hefur farið fram athugun á sögulegri þróun sóknarmarka en Keflavíkursókn hefur áður reynt að ná hluta Ytri-Njarðvíkursóknar. Sögulega tilheyrir landið Njarðvíkurprestakalli,“ segir í bréfi lögmannsins. Sem fyrr segir á málið sér forsögu. Um miðjan desember 2009 sendi þáverandi biskup, Karl Sigurbjörnsson, sóknarnefnd Ytri-Njarðvíkursóknar bréf vegna þess. Sóknarnefndin svaraði bréfinu 1. febrúar 2010 og mótmælti þar rökum biskups lið fyrir lið. „Í lokaorðum margnefnds bréfs þar sem meðal annars segir: „skal fúslega játað að fjárhagsstaða Keflavíkurkirkju er afar þung,“ má ef til vill helst finna aðalhvötina fyrir smíði bréfsins. Það vantar frekari fjármuni og þá er heilladrýgst að fara í markaðsátak og ráðast á aðrar sóknir,“ skrifaði sóknarnefndin biskupi á þeim tíma. Áfram segir í bréfinu að Keflavíkursókn segi forsendu fyrir breytingu á sóknarskipaninni vera bága fjárhagsstöðu sóknarinnar. „Rök þessi eru nánasta móðgandi gagnvart Ytri-Njarðvíkursókn sem og þeim íbúum sem búa að Ásbrú. Það að ætla þeim að greiða gamlar skuldir Keflavíkursóknar er algjörlega óásættanlegt. Vissulega er vandi Keflavíkursóknar mikill en það á ekki að leysa hann með því að ráðast á aðrar sóknir og breyta sóknarskipan. Sjóðir kirkjunnar verða að leysa vandamál Keflavíkursóknar,“ sagði í bréfi sóknarnefndar Ytri-Njarðvíkurkirkju til biskups í febrúar 2010.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Biskupsritari gagnrýnir framkomu séra Geirs Waage: „Ofbeldi er hugtak sem nær utan um slíka framgöngu“ Í aðsendri grein í Morgunblaðinu gagnrýnir Þorvaldur Víðisson biskupsritari framkomu séra Geirs Waage í Reykholti á Kirkjuþingi harðlega. 18. nóvember 2017 10:17 Séra Geir spáir fleiri kærum með nýjum reglum um prestskosningar Hart var deilt á kirkjuþingi um breytingar á reglum um kjör presta. Tillaga var um að ekki mætti kjósa presta nema allir kjörnefndarmenn væru mættir á fund. Biskup og fleiri sögðu það algerlega óraunhæft og tillagan var samþykkt breytt. 16. nóvember 2017 06:00 Innlima ellefu hundruð manna Hlíðahverfi í Keflavíkursókn Lögð er áhersla á að þessi innlimun Hlíðahverfis í Keflavíkursókn taki gildi 30. nóvember. 15. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Biskupsritari gagnrýnir framkomu séra Geirs Waage: „Ofbeldi er hugtak sem nær utan um slíka framgöngu“ Í aðsendri grein í Morgunblaðinu gagnrýnir Þorvaldur Víðisson biskupsritari framkomu séra Geirs Waage í Reykholti á Kirkjuþingi harðlega. 18. nóvember 2017 10:17
Séra Geir spáir fleiri kærum með nýjum reglum um prestskosningar Hart var deilt á kirkjuþingi um breytingar á reglum um kjör presta. Tillaga var um að ekki mætti kjósa presta nema allir kjörnefndarmenn væru mættir á fund. Biskup og fleiri sögðu það algerlega óraunhæft og tillagan var samþykkt breytt. 16. nóvember 2017 06:00
Innlima ellefu hundruð manna Hlíðahverfi í Keflavíkursókn Lögð er áhersla á að þessi innlimun Hlíðahverfis í Keflavíkursókn taki gildi 30. nóvember. 15. nóvember 2017 06:00