Benitez gagnrýnir forseta Real: Allt þurfti að vera fullkomið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. febrúar 2016 16:00 Benitez og forsetinn Florentino Perez. Vísir/Getty Rafa Benitez, sem fyrr í vetur var rekinn frá Real Madrid eftir aðeins nokkra mánuði í starfi sem knattspyrnustjóri, gagnrýndi forsetann Florentino Perez þegar hann var gestur í myndveri BT Sport í Englandi í gærkvöldi. Benitez er fæddur og uppalinn í Madríd og spilaði sem ungur knattspyrnumaður hjá félaginu og hóf svo fyrst störf sem þjálfari þar aðeins 26 ára. Hann var svo aftur ráðinn til félagsins síðastliðið sumar en fljótlega kom í ljós að þolinmæði forsetans var lítil. „Það verður allt að vera fullkomið. Um leið og einhver vandamál koma upp eða forsetinn telur að það séu einhver vandamál, þá ertu í vanda.“ „Ég taldi að það væri allt til staðar til að við gætum staðið okkur vel. En þeir urðu nokkuð taugaóstyrkir, stuðningsmennirnir urðu nokkuð taugaóstyrkir og forsetinn líka og þá var ákveðið að skipta um stjóra.“ Benitez sagði að Perez væri með stöðuga nærveru í kringum liðið. „Hann er alltaf í kringum liðið, að tala við leikmenn og að tala við blaðamenn á hverjum degi. Það er ekki auðvelt fyrir knattspyrnustjóra að upplifa það, sérstaklega eftir að hafa verið á Englandi.“Vísir/GettyHann segir að Real Madrid skorti stöðugleika og að það sé helsta ástæðan fyrir því að félagið hafi aðeins einu sinni orðið Spánarmeistari á síðustu sjö árum - en Barcelona fimm sinnum. „Maður verður að berjast við Barcelona og Barcelona er með ákveðinn leikstíl og hugmyndafræði. En það er skipt um stjóra hjá Real Madrid á hverju ári og þá þarf alltaf að byrja upp á nýtt.“ „Barcelona hefur verið í úrslitum bikarsins í sex skipti á síðustu átta árum. Liðið á tvöfaldt fleiri titla en Real Madrid á þeim árum sem forsetinn hefur verið við völd. Barcelona býr yfir stöðugleika og það er lykillinn að því að vinna deildina.“ Benitez sagði enn fremur að honum hafi þótt svekkjandi að hafa verið rekinn eftir að hafa starfað hjá Real Madrid í 20 ár á sínum tíma, bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann hrósaði þó Perez fyrir að hafa sinnt viðskiptarekstri félagsins vel en að sífelldar breytingar hans á stjórnun knattspyrnliðsins sé vandamál sem þurfi að laga sem fyrst. Fótbolti Tengdar fréttir Það er herferð í gangi gegn mér Rafa Benitez, þjálfari Real Madrid, hefur ákveðið að stökkva á fjölmiðla og kenna þeim um neikvæðnina í kringum Real Madrid þessa dagana. 30. desember 2015 08:45 Martraðarárið 2015 hjá Real Madrid Þetta er alls ekki búið að vera gott ár fyrir spænska stórliðið og í rauninni hefur þetta verið sannkallað matraðarár. 4. desember 2015 14:00 Segja að Benítez verði rekinn í dag og Zidane taki við Dagar Rafaels Benítez á Bernabéu virðast vera taldir. 4. janúar 2016 15:15 Florentino Pérez staðfesti brottrekstur Benitez | Zidane tekur við Real Florentino Pérez, forseti Real Madrid, hitti blaðamenn á Bernabeu í kvöld og tilkynnti það formlega að Rafael Benitez, þjálfari liðsins, hafi verið rekinn og að Zinedine Zidane taki við liðinu. 4. janúar 2016 19:09 Ronaldo: Samband mitt við Benitez er gott Cristiano Ronaldo bætti enn einu metinu í safnið í gær er Real Madrid vann 8-0 sigur á Malmö. 9. desember 2015 12:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Sjá meira
Rafa Benitez, sem fyrr í vetur var rekinn frá Real Madrid eftir aðeins nokkra mánuði í starfi sem knattspyrnustjóri, gagnrýndi forsetann Florentino Perez þegar hann var gestur í myndveri BT Sport í Englandi í gærkvöldi. Benitez er fæddur og uppalinn í Madríd og spilaði sem ungur knattspyrnumaður hjá félaginu og hóf svo fyrst störf sem þjálfari þar aðeins 26 ára. Hann var svo aftur ráðinn til félagsins síðastliðið sumar en fljótlega kom í ljós að þolinmæði forsetans var lítil. „Það verður allt að vera fullkomið. Um leið og einhver vandamál koma upp eða forsetinn telur að það séu einhver vandamál, þá ertu í vanda.“ „Ég taldi að það væri allt til staðar til að við gætum staðið okkur vel. En þeir urðu nokkuð taugaóstyrkir, stuðningsmennirnir urðu nokkuð taugaóstyrkir og forsetinn líka og þá var ákveðið að skipta um stjóra.“ Benitez sagði að Perez væri með stöðuga nærveru í kringum liðið. „Hann er alltaf í kringum liðið, að tala við leikmenn og að tala við blaðamenn á hverjum degi. Það er ekki auðvelt fyrir knattspyrnustjóra að upplifa það, sérstaklega eftir að hafa verið á Englandi.“Vísir/GettyHann segir að Real Madrid skorti stöðugleika og að það sé helsta ástæðan fyrir því að félagið hafi aðeins einu sinni orðið Spánarmeistari á síðustu sjö árum - en Barcelona fimm sinnum. „Maður verður að berjast við Barcelona og Barcelona er með ákveðinn leikstíl og hugmyndafræði. En það er skipt um stjóra hjá Real Madrid á hverju ári og þá þarf alltaf að byrja upp á nýtt.“ „Barcelona hefur verið í úrslitum bikarsins í sex skipti á síðustu átta árum. Liðið á tvöfaldt fleiri titla en Real Madrid á þeim árum sem forsetinn hefur verið við völd. Barcelona býr yfir stöðugleika og það er lykillinn að því að vinna deildina.“ Benitez sagði enn fremur að honum hafi þótt svekkjandi að hafa verið rekinn eftir að hafa starfað hjá Real Madrid í 20 ár á sínum tíma, bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann hrósaði þó Perez fyrir að hafa sinnt viðskiptarekstri félagsins vel en að sífelldar breytingar hans á stjórnun knattspyrnliðsins sé vandamál sem þurfi að laga sem fyrst.
Fótbolti Tengdar fréttir Það er herferð í gangi gegn mér Rafa Benitez, þjálfari Real Madrid, hefur ákveðið að stökkva á fjölmiðla og kenna þeim um neikvæðnina í kringum Real Madrid þessa dagana. 30. desember 2015 08:45 Martraðarárið 2015 hjá Real Madrid Þetta er alls ekki búið að vera gott ár fyrir spænska stórliðið og í rauninni hefur þetta verið sannkallað matraðarár. 4. desember 2015 14:00 Segja að Benítez verði rekinn í dag og Zidane taki við Dagar Rafaels Benítez á Bernabéu virðast vera taldir. 4. janúar 2016 15:15 Florentino Pérez staðfesti brottrekstur Benitez | Zidane tekur við Real Florentino Pérez, forseti Real Madrid, hitti blaðamenn á Bernabeu í kvöld og tilkynnti það formlega að Rafael Benitez, þjálfari liðsins, hafi verið rekinn og að Zinedine Zidane taki við liðinu. 4. janúar 2016 19:09 Ronaldo: Samband mitt við Benitez er gott Cristiano Ronaldo bætti enn einu metinu í safnið í gær er Real Madrid vann 8-0 sigur á Malmö. 9. desember 2015 12:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Sjá meira
Það er herferð í gangi gegn mér Rafa Benitez, þjálfari Real Madrid, hefur ákveðið að stökkva á fjölmiðla og kenna þeim um neikvæðnina í kringum Real Madrid þessa dagana. 30. desember 2015 08:45
Martraðarárið 2015 hjá Real Madrid Þetta er alls ekki búið að vera gott ár fyrir spænska stórliðið og í rauninni hefur þetta verið sannkallað matraðarár. 4. desember 2015 14:00
Segja að Benítez verði rekinn í dag og Zidane taki við Dagar Rafaels Benítez á Bernabéu virðast vera taldir. 4. janúar 2016 15:15
Florentino Pérez staðfesti brottrekstur Benitez | Zidane tekur við Real Florentino Pérez, forseti Real Madrid, hitti blaðamenn á Bernabeu í kvöld og tilkynnti það formlega að Rafael Benitez, þjálfari liðsins, hafi verið rekinn og að Zinedine Zidane taki við liðinu. 4. janúar 2016 19:09
Ronaldo: Samband mitt við Benitez er gott Cristiano Ronaldo bætti enn einu metinu í safnið í gær er Real Madrid vann 8-0 sigur á Malmö. 9. desember 2015 12:15
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu