Fótbolti

Ef Rooney spyr mig þá get ég alveg skipst á treyjum við hann

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Theodór Elmar Bjarnason á fundinum í morgun.
Theodór Elmar Bjarnason á fundinum í morgun. Vísir/Vilhelm
Breska pressan spurði Theodór Elmar Bjarnason hvort hann ætlaði að skiptast á treyjum við Wayne Rooney, leikmann Manchester United, eftir leikinn í Nice á mánudaginn. Blaðamaður hafði unnið heimavinnuna sína og komist að því að Emmi væri stuðningsmaður United.

„Ég var það þegar ég ólst upp,“ sagði Emmi og var spurður hvort hann ætlaði sér að skiptast á treyjum við Rooney.

„Ef Rooney spyr mig þá get ég alveg skipst á treyjum við hann,“ sagði Emmi og uppskar hlátur. Emmi minntist á gæði Rooney og enska liðsins, okkar menn þyrftu að hafa fyrir því ef sigur ætti að nást gegn Englendingum.

 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.