Taylor Swift lét Kanye West heyra það á Grammy-verðlaununum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. febrúar 2016 08:01 Taylor Swift með Grammy-verðlaunin þrjú sem hún hlaut í gær. vísir/getty Taylor Swift varð í gær fyrsta konan til að vinna Grammy-verðlaunin fyrir bestu plötu ársins tvisvar en fimmta sólóplata hennar, 1989, var valin sú besta á verðlaunahátíðinni í gær. Í þakkarræðu sinni talaði Swift til ungra kvenna og lét rapparann Kanye West heyra það. Söngkonan nefndi reyndar engin nöfn en fáum duldist að Swift var að svara rapparanum, sem í nýju lagi sínu, Famous, segist hafa gert Taylor Swift fræga: “I made that bitch famous.” Swift benti á að hún væri fyrsta konan til að vinna verðlaunin fyrir bestu plötuna tvisvar og sagði svo: „Mig langar að segja við allar ungu konurnar þarna úti: á vegi ykkar munu verða fullt af fólki sem er tilbúið til að gera lítið úr árangri ykkar eða eigna sér það sem þið hafið gert eða frægð ykkar. En ef þið einbeitið ykkur bara að því sem þið eruð að gera og látið ekki þetta fólk stöðva ykkar þá munuð þið einn daginn ná þangað sem þið stefnið. Þið munuð líta í kringum ykkar og sjá að þið voruð þið sjálfar og fólkið sem elskar ykkur sem kom ykkur þangað og það verður besta tilfinning í heimi.“Swift var vel fagnað en hún vann einnig verðlaun sem besta söngkona ársins og fyrir besta tónlistarmyndbandið við lagið Bad Blood sem hún gerði með rapparanum Kendrick Lamar. Þeir Mark Ronson og Bruno Mars hlutu verðlaun fyrir smáskífu ársins fyrir lagið Uptown Funk og lag Ed Sheeran, Thinking Out Loud var valið lag ársins. Þá var söngkonan Meghan Trainor valinn besti nýi listamaðurinn. Það má síðan segja að Kendrick Lamar hafi átt rappflokkinn en hann vann meðal Grammy fyrir bestu rappplötuna og besta rapplagið. Grammy Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Taylor Swift varð í gær fyrsta konan til að vinna Grammy-verðlaunin fyrir bestu plötu ársins tvisvar en fimmta sólóplata hennar, 1989, var valin sú besta á verðlaunahátíðinni í gær. Í þakkarræðu sinni talaði Swift til ungra kvenna og lét rapparann Kanye West heyra það. Söngkonan nefndi reyndar engin nöfn en fáum duldist að Swift var að svara rapparanum, sem í nýju lagi sínu, Famous, segist hafa gert Taylor Swift fræga: “I made that bitch famous.” Swift benti á að hún væri fyrsta konan til að vinna verðlaunin fyrir bestu plötuna tvisvar og sagði svo: „Mig langar að segja við allar ungu konurnar þarna úti: á vegi ykkar munu verða fullt af fólki sem er tilbúið til að gera lítið úr árangri ykkar eða eigna sér það sem þið hafið gert eða frægð ykkar. En ef þið einbeitið ykkur bara að því sem þið eruð að gera og látið ekki þetta fólk stöðva ykkar þá munuð þið einn daginn ná þangað sem þið stefnið. Þið munuð líta í kringum ykkar og sjá að þið voruð þið sjálfar og fólkið sem elskar ykkur sem kom ykkur þangað og það verður besta tilfinning í heimi.“Swift var vel fagnað en hún vann einnig verðlaun sem besta söngkona ársins og fyrir besta tónlistarmyndbandið við lagið Bad Blood sem hún gerði með rapparanum Kendrick Lamar. Þeir Mark Ronson og Bruno Mars hlutu verðlaun fyrir smáskífu ársins fyrir lagið Uptown Funk og lag Ed Sheeran, Thinking Out Loud var valið lag ársins. Þá var söngkonan Meghan Trainor valinn besti nýi listamaðurinn. Það má síðan segja að Kendrick Lamar hafi átt rappflokkinn en hann vann meðal Grammy fyrir bestu rappplötuna og besta rapplagið.
Grammy Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira