Fótbolti

„Spurður 20 sinnum á dag hvenær ég verð klár“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Thomas Eichin, íþróttastjóri þýska úrvalsdeildarfélagsins Werder Bremen, segir að framherjinn Aron Jóhannsson muni ekki spila meira á leiktíðinni.

Aron kom til Bremen frá AZ Alkmaar í Hollandi í sumar og skoraði tvö mörk í fyrstu sex leikjum sínum með félaginu.

Hann meiddist svo í október og gekkst undir aðgerð vegna taugaverkja í mjöðm. Síðan þá hefur endurhæfingin ekki gengið að óskum.

„Það var ekki hægt að sjá fyrir að þessi meiðsli myndu hafa þessar afleiðingar,“ sagði Eichin við þýska fjölmiðla. „Þetta hefur verið virkilega óheppilegt.“

Ætlunin er núna að halda áfram endurhæfingunni og einbeita sér að því að ná Aroni góðum fyrir undirbúningstímabilið í sumar.

Sjá einnig: Vonast til að geta stutt strákana úr stúkunni

„Þetta er vissulega pirrandi fyrir mig því batinn hefur ekki verið jafn skjótur og við vonuðumst til,“ sagði Aron í viðtali á heimasíðu Bremen.

„Þetta er ekki auðvelt en ég er að reyna mitt besta. Ég er jákvæður fyrir framtíðinni.“

Hann segist fá góðan stuðnings liðsfélaganna sinna, sem hann hittir hvern dag á æfingasvæðinu og í búningsklefanum.

„Allir styðja mig. Ég hitti strákana í klefanum og ég er spurður 20 sinnum á dag hvenær ég verði klár aftur.“

„En bestu vinir mínír í dag eru sennilega styrktarþjálfarinn og sjúkraþjálfararnir.“


Tengdar fréttir

Vonast til að geta stutt strákana úr stúkunni

Aron Jóhannsson að hann sé enn slæmur vegna nárameiðsla og að óvissan vegna þeirra sé afar erfið. Hann ræðir við Vísi um bandaríska landsliðið, MLS-deildina og möguleika Íslands á EM í sumar.

Aron fór undir hnífinn í dag

Aron Jóhannsson verður frá næstu vikurnar á meðan hann jafnar sig á aðgerð vegna meiðsla í mjöðm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×