Alvarlegt umferðarslys varð þegar lögreglumaður á mótorhjóli aðstoðaði sjúkrabíl í forgangsakstri
Birgir Olgeirsson skrifar
Slysið varð á Reykjanesbraut við Vallahverfi í Hafnarfirði.Vísir/Friðrik Þór
Lögreglumaður á mótorhjóli í forgangsakstri lenti í umferðarslysi á Reykjanesbrautinni við Vallarhverfið í Hafnarfirði nú í hádeginu. Var lögreglumaðurinn að aðstoða sjúkrabíl í forgangsakstri þegar bifhjólið og bíll rákust á. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu um málið.