Fjórtán ára leita aðstoðar við klámfíkn Snærós Sindradóttir skrifar 21. desember 2016 05:00 Mörg börn sjá klám í fyrsta sinn um átta ára aldur. NordicPhotos/Getty Dæmi eru um að fjórtán ára unglingar hafi þurft að leita sálfræðiaðstoðar við klámfíkn þegar notkun þeirra á efninu er farin að hafa veruleg áhrif á daglegt líf þeirra. Börnin mynda þol fyrir því sem þau sjá og sækja í sífellt grófara klámefni. Áður hefur ítrekað komið fram að hér á landi sjái börn fyrst klám í kringum ellefu ára aldurinn. Vísbendingar eru þó um að aldursmörkin séu jafnvel að lækka.Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingurvísir/pjetur„Fyrir tíu árum vorum við að tala um að ellefu ára væru krakkar fyrst að sjá klámfengið efni á netinu. Við erum farin að tala um svona sjö til átta ára núna,“ segir Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur, sem hefur sérhæft sig í netfíkn. Eyjólfur segir ekki mikið um að foreldrar leiti til sín með þær áhyggjur einar að börn þeirra sjái klámefni. Oftast sé leitað til hans þegar vandamálin hafa hlaðist upp, og notkun klámsins er orðið að fíkn. Hann hefur meðhöndlað drengi niður í fjórtán ára aldur við klámfíkn. „Við erum sjöundu stærstu notendur í heimi hjá Pornhub. Það er engin spurning að þar er stór hluti krakkar og unglingar að smella og horfa á ókeypis klámmyndbönd.“ Eyjólfur segir að börnin byrji sakleysislega en myndi fljótlega þol gagnvart efninu. „Á internetinu eru engin takmörk á því hversu gróft efnið getur orðið. Ég hef verið með stráka í meðferð sem hafa allt í einu áttað sig þegar þeir eru búnir að hlaða niður grófu barnaklámi eða dýraklámi.“ Klámfíknin getur svo haft alvarleg áhrif á áhuga barna til að kynnast öðrum seinna meir og stofna til sambanda. „Þegar svoleiðis byrjar þá eru þau með mjög brenglaðar og skringilegar væntingar um hvað kynlíf eigi að vera. Við sjáum alls konar pælingar um munnmök eða endaþarmsmök sem standast ekki raunskoðun en er í þeirra huga mjög eðlilegt því það rímar við það sem þau eru búin að skoða í langan tíma. Margir missa jafnvel áhugann eða finna ekki áhuga á eðlilegu kynlífi eða því að kynnast einhverjum. Það verður aldrei jafn spennandi.“ Því geti fylgt skömm að leita til sálfræðings með vandann. „En á meðan þau eru í þessum heimi þá fer lítið fyrir skömminni. Og eftir því sem þetta verður lengra og krakkarnir eru orðnir átján eða nítján ára þá eru þau orðin harðsvíraðri og orðið nokk sama. Þá eru þau komin á þann stað að vera hætt að leita eftir einhverju kynferðislegu eða samskiptum við hitt kynið og eru bara á internetinu. Þá er þetta orðið stórt vandamál, þau farin að einangra sig mikið og orðið mjög erfitt að vinna með þetta,“ segir Eyjólfur. Mun betur gangi að ná tökum á klámfíkninni hjá yngri krökkum. „Þeim má ekki líða eins og það sé verið að dæma þau hart. Ef þú nærð að fá þau til að hlusta á þig þá yfirleitt tekur ekki mikið á að fá þau til að breyta. Þau breyta kannski ekki mjög hratt eða alveg hundrað prósent en þau taka yfirleitt breytingum og það er mjög ánægjulegt.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Sjá meira
Dæmi eru um að fjórtán ára unglingar hafi þurft að leita sálfræðiaðstoðar við klámfíkn þegar notkun þeirra á efninu er farin að hafa veruleg áhrif á daglegt líf þeirra. Börnin mynda þol fyrir því sem þau sjá og sækja í sífellt grófara klámefni. Áður hefur ítrekað komið fram að hér á landi sjái börn fyrst klám í kringum ellefu ára aldurinn. Vísbendingar eru þó um að aldursmörkin séu jafnvel að lækka.Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingurvísir/pjetur„Fyrir tíu árum vorum við að tala um að ellefu ára væru krakkar fyrst að sjá klámfengið efni á netinu. Við erum farin að tala um svona sjö til átta ára núna,“ segir Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur, sem hefur sérhæft sig í netfíkn. Eyjólfur segir ekki mikið um að foreldrar leiti til sín með þær áhyggjur einar að börn þeirra sjái klámefni. Oftast sé leitað til hans þegar vandamálin hafa hlaðist upp, og notkun klámsins er orðið að fíkn. Hann hefur meðhöndlað drengi niður í fjórtán ára aldur við klámfíkn. „Við erum sjöundu stærstu notendur í heimi hjá Pornhub. Það er engin spurning að þar er stór hluti krakkar og unglingar að smella og horfa á ókeypis klámmyndbönd.“ Eyjólfur segir að börnin byrji sakleysislega en myndi fljótlega þol gagnvart efninu. „Á internetinu eru engin takmörk á því hversu gróft efnið getur orðið. Ég hef verið með stráka í meðferð sem hafa allt í einu áttað sig þegar þeir eru búnir að hlaða niður grófu barnaklámi eða dýraklámi.“ Klámfíknin getur svo haft alvarleg áhrif á áhuga barna til að kynnast öðrum seinna meir og stofna til sambanda. „Þegar svoleiðis byrjar þá eru þau með mjög brenglaðar og skringilegar væntingar um hvað kynlíf eigi að vera. Við sjáum alls konar pælingar um munnmök eða endaþarmsmök sem standast ekki raunskoðun en er í þeirra huga mjög eðlilegt því það rímar við það sem þau eru búin að skoða í langan tíma. Margir missa jafnvel áhugann eða finna ekki áhuga á eðlilegu kynlífi eða því að kynnast einhverjum. Það verður aldrei jafn spennandi.“ Því geti fylgt skömm að leita til sálfræðings með vandann. „En á meðan þau eru í þessum heimi þá fer lítið fyrir skömminni. Og eftir því sem þetta verður lengra og krakkarnir eru orðnir átján eða nítján ára þá eru þau orðin harðsvíraðri og orðið nokk sama. Þá eru þau komin á þann stað að vera hætt að leita eftir einhverju kynferðislegu eða samskiptum við hitt kynið og eru bara á internetinu. Þá er þetta orðið stórt vandamál, þau farin að einangra sig mikið og orðið mjög erfitt að vinna með þetta,“ segir Eyjólfur. Mun betur gangi að ná tökum á klámfíkninni hjá yngri krökkum. „Þeim má ekki líða eins og það sé verið að dæma þau hart. Ef þú nærð að fá þau til að hlusta á þig þá yfirleitt tekur ekki mikið á að fá þau til að breyta. Þau breyta kannski ekki mjög hratt eða alveg hundrað prósent en þau taka yfirleitt breytingum og það er mjög ánægjulegt.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Sjá meira