Nýja stjarnan með ofurstökkin Ingvi Þór Sæmundsson í Maribor skrifar 15. október 2016 07:00 Kolbrún Þöll Þorradóttir er bæði Íslands- og Norðurlandameistari í hópfimleikum og í dag gæti hún bætt Evrópumeistaratitlinum við á EM í hópfimleikum í Slóveníu. Vísir/Steinunn Anna Svansdóttir Kolbrún Þöll Þorradóttir, sem verður 17 ára í desember, skaust upp á stjörnuhimininn á EM á Íslandi fyrir tveimur árum. Hún var fyrirliði stúlknaliðsins sem endaði í 3. sæti og var svo valin í 12 manna úrvalslið mótsins, sú eina úr unglingaflokki. „Það var svolítið stór sigur fyrir mig því við vorum með nýtt og mjög ungt stúlknalið og stóðum okkur rosalega vel. Við lentum í 3. sæti og svo var hápunkturinn fyrir mig að vera valin í stjörnuliðið, það var mikill heiður,“ sagði Kolbrún Þöll í samtali við blaðamann Fréttablaðsins á hótelinu sem íslenska liðið dvelst á í slóvensku borginni Maribor þar sem EM fer nú fram.Fyrstu prufur í desember Kolbrún Þöll hefur verið nokkuð áberandi frá EM 2014; verið í lykilhlutverki í sterku liði Stjörnunnar sem er bæði Íslands- og Norðurlandameistari og auglýst vörur fyrir fyrirtæki á borð við Under Armour, Subway og NOW. Í sumar var hún svo valin í kvennalandsliðið, þrátt fyrir að vera enn í unglingaflokki. „Við fórum í prufur í desember. Ég fór fyrst í unglingaprufurnar og var svo færð yfir í fullorðinsflokk í niðurskurðinum. Síðasti niðurskurðurinn var núna í ágúst og þá vissi ég að ég yrði í þessum 14 manna hópi,“ sagði Kolbrún Þöll. Hún segir að það hafi verið mikill heiður að vera valin í kvennaliðið sem hefur verið flaggskip íslenskra fimleika undanfarin ár. „Þetta er ákveðinn heiður því ég gæti verið í yngra liðinu en var send upp.“Stefna á gullið Íslenska kvennaliðið hefur verið í fremstu röð í hópfimleikum síðasta áratuginn og á síðustu fimm Evrópumótum hefur Ísland unnið tvenn gullverðlaun og þrenn silfurverðlaun. Kolbrún Þöll segist hafa litið upp til stelpnanna í kvennaliðinu þegar hún var yngri. „Þegar ég var lítil horfði ég á þessar stelpur og var bara: Ó mæ god! Þær voru mínar stjörnur. Það er æðislegt að vera með þeim í liði, svona draumaliði á þessu móti og á þessum tíma,“ sagði Kolbrún en í kvennaliðinu í dag eru nokkrar sem tóku þátt í að vinna til gullverðlauna á EM 2010 og 2012. Ísland endaði í 2. sæti á heimavelli fyrir tveimur árum og stelpurnar ætla ekki að láta það koma fyrir aftur. Þær þyrstir í gullið og sendu skýr skilaboð með því vera efstar í undankeppninni á fimmtudaginn. „Við stefnum á það og fyrst við gátum þetta í gær [í fyrradag] með svona mörgum mistökum, þá held ég að þetta smelli á morgun [í dag]. Við erum að reyna að endurheimta titil sem okkur langar allar svo mikið í,“ sagði Kolbrún Þöll að lokum. Fimleikar Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira
Kolbrún Þöll Þorradóttir, sem verður 17 ára í desember, skaust upp á stjörnuhimininn á EM á Íslandi fyrir tveimur árum. Hún var fyrirliði stúlknaliðsins sem endaði í 3. sæti og var svo valin í 12 manna úrvalslið mótsins, sú eina úr unglingaflokki. „Það var svolítið stór sigur fyrir mig því við vorum með nýtt og mjög ungt stúlknalið og stóðum okkur rosalega vel. Við lentum í 3. sæti og svo var hápunkturinn fyrir mig að vera valin í stjörnuliðið, það var mikill heiður,“ sagði Kolbrún Þöll í samtali við blaðamann Fréttablaðsins á hótelinu sem íslenska liðið dvelst á í slóvensku borginni Maribor þar sem EM fer nú fram.Fyrstu prufur í desember Kolbrún Þöll hefur verið nokkuð áberandi frá EM 2014; verið í lykilhlutverki í sterku liði Stjörnunnar sem er bæði Íslands- og Norðurlandameistari og auglýst vörur fyrir fyrirtæki á borð við Under Armour, Subway og NOW. Í sumar var hún svo valin í kvennalandsliðið, þrátt fyrir að vera enn í unglingaflokki. „Við fórum í prufur í desember. Ég fór fyrst í unglingaprufurnar og var svo færð yfir í fullorðinsflokk í niðurskurðinum. Síðasti niðurskurðurinn var núna í ágúst og þá vissi ég að ég yrði í þessum 14 manna hópi,“ sagði Kolbrún Þöll. Hún segir að það hafi verið mikill heiður að vera valin í kvennaliðið sem hefur verið flaggskip íslenskra fimleika undanfarin ár. „Þetta er ákveðinn heiður því ég gæti verið í yngra liðinu en var send upp.“Stefna á gullið Íslenska kvennaliðið hefur verið í fremstu röð í hópfimleikum síðasta áratuginn og á síðustu fimm Evrópumótum hefur Ísland unnið tvenn gullverðlaun og þrenn silfurverðlaun. Kolbrún Þöll segist hafa litið upp til stelpnanna í kvennaliðinu þegar hún var yngri. „Þegar ég var lítil horfði ég á þessar stelpur og var bara: Ó mæ god! Þær voru mínar stjörnur. Það er æðislegt að vera með þeim í liði, svona draumaliði á þessu móti og á þessum tíma,“ sagði Kolbrún en í kvennaliðinu í dag eru nokkrar sem tóku þátt í að vinna til gullverðlauna á EM 2010 og 2012. Ísland endaði í 2. sæti á heimavelli fyrir tveimur árum og stelpurnar ætla ekki að láta það koma fyrir aftur. Þær þyrstir í gullið og sendu skýr skilaboð með því vera efstar í undankeppninni á fimmtudaginn. „Við stefnum á það og fyrst við gátum þetta í gær [í fyrradag] með svona mörgum mistökum, þá held ég að þetta smelli á morgun [í dag]. Við erum að reyna að endurheimta titil sem okkur langar allar svo mikið í,“ sagði Kolbrún Þöll að lokum.
Fimleikar Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira