Fótbolti

Totti gæti farið til Bandaríkjanna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Totti í leik með Roma.
Totti í leik með Roma. vísir/getty
Þó svo Francesco Totti verði fertugur næsta haust þá er hann ekkert á þeim buxunum að leggja skóna á hilluna.

Hann hefur leikið með Roma allan sinn feril en núverandi þjálfari liðsins, Luciano Spalletti, virðist ekki hafa áhuga á að nota hann meira.

Þar sem Totti er goðsögn hjá félaginu þá vill forseti félagsins, James Pallotta, endilega halda honum í starfi hjá félaginu.

„Ég vil að hann komi í stjórnina hjá okkur en hann vill frekar spila áfram,“ sagði Pallotta.

Ef Totti heldur sig við það að spila áfram er fastlega búist við því að hann fari til Bandaríkjanna. New York City FC er sagt hafa mikinn áhuga en Totti hefur meiri áhuga á sólinni í Kaliforníu.

Hann er sagður vilja fara til LA Galaxy þar sem fyrrum liðsfélagi hans, Ashley Cole, er kominn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×