Innlent

Tímatöku lokið í Tour of Reykjavik

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Amager Cycle Ring sigraði í 110 kílómetra liðakeppni.
Amager Cycle Ring sigraði í 110 kílómetra liðakeppni. MYND/Tour of Reykjavik Facebook
Þátttakendur í hjólreiðaviðburðinum Tour of Reykjavik hafa nú lokið keppni. Þetta var í fyrsta skipti sem viðburðurinn er haldinn en hjólaleiðirnar lágu um Reykjavík og nágrenni en götum var víða lokað vegna keppninnar.

Keppendur gátu valið um að hjóla 13, 40 eða 110 kílómetra en yngstu þátttakendurnir fengu að spreyta sig á tveggja kílómetra barnabraut í Laugardalnum.

Tímatöku lauk klukkan tvö í dag en verðlaunahafar eru eftirfarandi:

40 km konur

1. Inga María Ottósdóttir, Víkingur, 01:03:17.149

2. Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, Bjartur, 01:03:22.174

3. Eva Margrét Ævarsdóttir, Tindur, 01:03:24.954

40 km karlar

1. Guðmundur Sveinsson, HFR, 00:55:49.411

2. Stefán Orri Ragnarsson, HFR, 00:55:49.435

3. Magnús Fjalar Guðmundsson, HFR, 00:55:52.169

110 km konur

1. Erla Sigurlaug Sigurðardóttir, Tindur, 03:38:52.467

2. Ágústa Edda Björnsdóttir, Tindur, 03:38:52.639

3. María Ögn Guðmundsdóttir, HFR, 03:51:07.903

110 km karlar

1. Tobias Mörch, Danmörku, 02:49:10.902

2. Magnus Bak Klaris, Danmörku, 02:55:14.054

3. Ingvar Ómarsson, Tindur, 02:55:56.894

110 km – Liðakeppni kvenna

1. Team Tindur

2. Team HFR konur

110 km – Liðakeppni karla

1. Amager Cykle Ring

2. Team WOW

3. Örninn Trek




Tengdar fréttir

Hjólakeppni við allra hæfi

Tour of Reykjavík fer fram í fyrsta skipti á sunnudag. Hjólakeppnin er ætluð öllum aldurshópum enda boðið upp á mismunandi vegalengdir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×