Síle niðurlægði Mexíkó og Argentína flaug áfram | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júní 2016 11:07 Alexis Sánchez og Eduardo Vargas skoruðu fimm af sjö mörkum Síle í nótt. vísir/getty Seinni tveir leikirnir í 8-liða úrslitum Copa América, Suður-Ameríkukeppninnar, fóru fram í nótt. Ótrúleg úrslit urðu í leik Síle og Mexíkó í Santa Clara. Sílemenn, sem eru ríkjandi Suður-Ameríkumeistarar, voru miklu sterkari aðilinn í leiknum og hreinlega niðurlægðu Mexíkóa. Lokatölur 7-0, Síle í vil. Eduardo Vargas skoraði fernu í leiknum en hann er nú orðinn markahæstur í keppninni með sex mörk. Edson Puch skoraði tvö mörk og Alexis Sánchez eitt. Sílemenn leiddu 2-0 í hálfleik með mörkum frá Puch og Vargas og þeir gengu svo frá leiknum í byrjun seinni hálfleik. Sánchez skoraði á 49. mínútu, sitt þriðja mark í keppninni, og Vargas gerði svo sitt annað mark þremur mínútum síðar. Hann fullkomnaði svo þrennuna á 57. mínútu. Vargas skoraði sitt fjórða mark á 74. mínútu og Puch bætti sjöunda markinu við áður en yfir lauk. Lokatölur 7-0 og fyrsta tap Mexíkó eftir 22 leiki án taps í röð staðreynd. Sílemenn mæta Kólumbíu í undanúrslitum keppninnar en í hinni undanúrslitaviðureigninni eigast Bandaríkin og Argentína við.Messi og Higuaín sáu um Venesúela.vísir/gettyArgentínumenn tryggðu sér farseðilinn í undanúrslitin með öruggum 4-1 sigri á Venesúela í nótt. Lionel Messi var í byrjunarliði Argentínu í fyrsta sinn í keppninni og hann átti frábæran leik. Barcelona-maðurinn byrjaði á því að leggja upp mark fyrir Gonzalo Higuaín á 8. mínútu. Higuaín gerði svo sitt annað mark tuttugu mínútum síðar eftir fáránleg mistök í vörn Venesúela og staðan 2-0 í hálfleik. Þetta voru fyrstu mörk Higuaíns í keppninni í ár. Venesúelamenn fengu reyndar kjörið tækifæri til að minnka muninn undir lok fyrri hálfleiks þegar mexíkóski dómarinn Roberto García Orozco dæmdi vítaspyrnu á Sergio Romero, markvörð Argentínu. Romero bætti hins vegar upp fyrir mistökin með því að grípa auma vítaspyrnu Luis Seijas. Messi kom Argentínu í 3-0 eftir klukkutíma leik og hann lagði svo fjórða markið upp fyrir varamanninn Erik Lamela á 71. mínútu. Í millitíðinni minnkaði Salomón Rondón muninn. Lokatölur 4-1, Argentínumönnum í vil.Síle 7-0 Mexíkó Argentína 4-1 Venesúela Fótbolti Tengdar fréttir Markvörður Arsenal hetjan þegar Kólumbía fór í undanúrslit Kólumbía er komin í undanúrslit Copa América, Suður-Ameríkukeppninnar, í fyrsta sinn í 12 ár eftir sigur á Perú í vítaspyrnukeppni í nótt. 18. júní 2016 10:49 Bandaríkin í undanúrslit Bandaríkjamenn voru fyrstir að tryggja sér farseðilinn í undanúrslit Copa America eftir 2-1 sigur á Ekvador í geggjuðum leik. 17. júní 2016 09:30 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Fleiri fréttir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sjá meira
Seinni tveir leikirnir í 8-liða úrslitum Copa América, Suður-Ameríkukeppninnar, fóru fram í nótt. Ótrúleg úrslit urðu í leik Síle og Mexíkó í Santa Clara. Sílemenn, sem eru ríkjandi Suður-Ameríkumeistarar, voru miklu sterkari aðilinn í leiknum og hreinlega niðurlægðu Mexíkóa. Lokatölur 7-0, Síle í vil. Eduardo Vargas skoraði fernu í leiknum en hann er nú orðinn markahæstur í keppninni með sex mörk. Edson Puch skoraði tvö mörk og Alexis Sánchez eitt. Sílemenn leiddu 2-0 í hálfleik með mörkum frá Puch og Vargas og þeir gengu svo frá leiknum í byrjun seinni hálfleik. Sánchez skoraði á 49. mínútu, sitt þriðja mark í keppninni, og Vargas gerði svo sitt annað mark þremur mínútum síðar. Hann fullkomnaði svo þrennuna á 57. mínútu. Vargas skoraði sitt fjórða mark á 74. mínútu og Puch bætti sjöunda markinu við áður en yfir lauk. Lokatölur 7-0 og fyrsta tap Mexíkó eftir 22 leiki án taps í röð staðreynd. Sílemenn mæta Kólumbíu í undanúrslitum keppninnar en í hinni undanúrslitaviðureigninni eigast Bandaríkin og Argentína við.Messi og Higuaín sáu um Venesúela.vísir/gettyArgentínumenn tryggðu sér farseðilinn í undanúrslitin með öruggum 4-1 sigri á Venesúela í nótt. Lionel Messi var í byrjunarliði Argentínu í fyrsta sinn í keppninni og hann átti frábæran leik. Barcelona-maðurinn byrjaði á því að leggja upp mark fyrir Gonzalo Higuaín á 8. mínútu. Higuaín gerði svo sitt annað mark tuttugu mínútum síðar eftir fáránleg mistök í vörn Venesúela og staðan 2-0 í hálfleik. Þetta voru fyrstu mörk Higuaíns í keppninni í ár. Venesúelamenn fengu reyndar kjörið tækifæri til að minnka muninn undir lok fyrri hálfleiks þegar mexíkóski dómarinn Roberto García Orozco dæmdi vítaspyrnu á Sergio Romero, markvörð Argentínu. Romero bætti hins vegar upp fyrir mistökin með því að grípa auma vítaspyrnu Luis Seijas. Messi kom Argentínu í 3-0 eftir klukkutíma leik og hann lagði svo fjórða markið upp fyrir varamanninn Erik Lamela á 71. mínútu. Í millitíðinni minnkaði Salomón Rondón muninn. Lokatölur 4-1, Argentínumönnum í vil.Síle 7-0 Mexíkó Argentína 4-1 Venesúela
Fótbolti Tengdar fréttir Markvörður Arsenal hetjan þegar Kólumbía fór í undanúrslit Kólumbía er komin í undanúrslit Copa América, Suður-Ameríkukeppninnar, í fyrsta sinn í 12 ár eftir sigur á Perú í vítaspyrnukeppni í nótt. 18. júní 2016 10:49 Bandaríkin í undanúrslit Bandaríkjamenn voru fyrstir að tryggja sér farseðilinn í undanúrslit Copa America eftir 2-1 sigur á Ekvador í geggjuðum leik. 17. júní 2016 09:30 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Fleiri fréttir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sjá meira
Markvörður Arsenal hetjan þegar Kólumbía fór í undanúrslit Kólumbía er komin í undanúrslit Copa América, Suður-Ameríkukeppninnar, í fyrsta sinn í 12 ár eftir sigur á Perú í vítaspyrnukeppni í nótt. 18. júní 2016 10:49
Bandaríkin í undanúrslit Bandaríkjamenn voru fyrstir að tryggja sér farseðilinn í undanúrslit Copa America eftir 2-1 sigur á Ekvador í geggjuðum leik. 17. júní 2016 09:30