Fótbolti

Bandaríkin í undanúrslit

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bandaríkjamenn voru fyrstir að tryggja sér farseðilinn í undanúrslit Copa America eftir 2-1 sigur á Ekvador í geggjuðum leik.

Clint Dempsey kom Bandaríkjamönnum yfir á 22. mínútu og Gyasi Zardes bætti öðru marki við á 65. mínútu. Michael Arroyo skoraði mark Ekvadora á 74. mínútu.

Leikurinn var annars ótrúleg skemmtun. Bandaríkjamenn sterkari í fyrri hálfleik en Ekvadorar miklu betri í þeim seinni. Síðara mark Bandaríkjamanna kom þvert gegn gangi leiksins. Ekvadorar hreinlega óðu í færum en náðu aðeins að skora eitt.

Antonio Valencia, leikmaður Ekvador, og Bandaríkjamaðurinn Jermaine Jones voru reknir af velli snemma í síðari hálfleik og þjálfara Ekvadora var rekinn upp í stúku undir lok leiks. Hann fór þó ekki lengra en fyrir aftan skiltið.

Mörkin úr þessum frábæra leik má sjá hér að ofan.

Perú og Kólumbía mætast á miðnætti og á laugardagskvöld fara fram síðustu leikirnir í átta liða úrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×