Björk valin besti alþjóðlegi kvenlistamaðurinn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. febrúar 2016 21:45 Björk var ekki viðstödd hátíðina en þakkarræða hennar var spiluð á risaskjá á staðnum. Björk Guðmundsdóttir var rétt í þessu útnefnd besti alþjóðlegi kvenkyns sólólistamaðurinn á Brit verðlauanhátíðinni sem nú fer fram í London. „Mér þykir mjög leiðinlegt að hafa ekki getað verið með ykkur í kvöld en sem stendur er ég að taka upp,“ sagði Björk í myndskeiði sem var spilað eftir að tilkynnt var um að hún hefði unnið verðlaunin. „Ég er mjög ánægð að geta titlað mig besta kvenlistamanninn í heilt ár.“ Aðrar tilnefndar í flokknum voru Ariana Grande, Courtney Barnett, Lana Del Rey og Meghan Trainor. Þetta er í fimmta skipti sem Björk vinnur til Brit verðlauna og er hún nú í þriðja sæti, ásamt Prince, yfir þá erlendu listamenn sem flest verðlaun hafa hlotið á hátíðinni. Aðeins Michael Jackson, sex verðlaun, og U2, sjö verðlaun, hafa hlotið fleiri verðlaun. Hægt er að fylgjast með hátíðinni í beinni útsendingu á Vísi. Tónlist Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Björk Guðmundsdóttir var rétt í þessu útnefnd besti alþjóðlegi kvenkyns sólólistamaðurinn á Brit verðlauanhátíðinni sem nú fer fram í London. „Mér þykir mjög leiðinlegt að hafa ekki getað verið með ykkur í kvöld en sem stendur er ég að taka upp,“ sagði Björk í myndskeiði sem var spilað eftir að tilkynnt var um að hún hefði unnið verðlaunin. „Ég er mjög ánægð að geta titlað mig besta kvenlistamanninn í heilt ár.“ Aðrar tilnefndar í flokknum voru Ariana Grande, Courtney Barnett, Lana Del Rey og Meghan Trainor. Þetta er í fimmta skipti sem Björk vinnur til Brit verðlauna og er hún nú í þriðja sæti, ásamt Prince, yfir þá erlendu listamenn sem flest verðlaun hafa hlotið á hátíðinni. Aðeins Michael Jackson, sex verðlaun, og U2, sjö verðlaun, hafa hlotið fleiri verðlaun. Hægt er að fylgjast með hátíðinni í beinni útsendingu á Vísi.
Tónlist Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira