Gengur ekki með formann Samfylkingarinnar í maganum Heimir Már Pétursson skrifar 22. janúar 2016 19:47 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar vegna þess að hún gangi með formannsembættið í maganum. Nú, þegar ljóst sé að ekki verði tekinn upp annar gjaldmiðill en krónan í fyrirsjáanlegri framtíð, sé nauðsynlegt að losna við verðtrygginguna. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir Sigríði Ingibjörgu og Helga Hjörvar þingflokksformann frjálst að leggja frumvarpið fram en það sé ekki í samræmi við stefnu flokksins um að fólk hafi val á lánaleiðum á meðan ekki sé tekinn upp annar gjaldmiðill.Er það ekki skynsamlegt?„Jú, en þetta er bara ekki raunverulegt val. Því meðan að lánveitendur hafa kost á að veita annars vegar lán þar sem lántaki tekur alla áhættu af verðbólgunni og hins vegar lán þar sem áhættunni er deilt, er auðvitað hvati til að ýta fólki inn í verðtryggðu lánin,“ segir Sigríður Ingibjörg. Frumvarpið sé lagt fram af einlægni og ekki sem pólitískt klækjabragð gagnvart framsóknarmönnum sem boðað hafa afnám verðtryggingarinnar. „Ég trúi ekki öðru en að Framsóknarflokkurinn styðji þetta mál. Þetta var afdráttarlaust kosningaloforð. Ég hef meðal annars verið að bíða eftir því að þau leggðu fram frumvarp um þetta efni. Ég hef óskað eftir sérstakri umræðu um verðtrygginguna við forsætisráðherra í eitt ár sem hann hefur ekki orðið við. Og nú er hann farinn að varpa af sér pólitískri ábyrgð á málinu og farinn að tala um þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Sigríður Ingibjörg. Á landsfundi Samfylkingarinnar í mars í fyrra bauð Sigríður Ingibjörg sig óvænt fram gegn Árna Páli í embætti formanns flokksins og tapaði þeirri kosningu með aðeins einu atkvæði. Hún segir framlagningu frumvarpsins ekki hafa neitt með þá staðreynd að gera. „Þetta mál hefur verið mjög lengi í umræðu innan þingflokks Samfylkingarinnar og hefði í raun og veru verið komið fyrr fram ef ekki hefði verið fyrir andstöðu hans [Árna Páls]. Ég hefði talið að hann ætti að fagna því að við tökum þetta þetta stóra mál og fáum núna grundvallarumræðu um það. Það eru deildar meiningar um þetta í öllu samfélaginu,“ segir hún.Það liggur fyrir að það verður kosið um formann næsta haust. Ertu að hugsa þér til hreyfings aftur?„Ég geng ekki með formann Samfylkingarinnar í maganum,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Tengdar fréttir Vilja banna verðtryggingu á nýjum neytendalánum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Helgi Hjörvar, þingmenn Samfylkingarinnar, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem kveður á um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum, þar með talið húsnæðislánum. 21. janúar 2016 15:34 Árni Páll segir þingflokkinn ekki að baki verðtryggingarfrumvarpsins Formaður Samfylkingarinnar segir Helga Hjörvar og Sigríði Ingibjörgu sjálf verða að skýra tilganginn með frumvarpi þeirra um afnám verðtryggingar. 22. janúar 2016 13:28 Sigríður og Helgi gáfust upp á að bíða eftir Framsókn Frumvarpið hefur ekki verið rætt við aðra þingmenn. 22. janúar 2016 15:43 Telur ekki jákvætt að takmarka valfrelsi fólks á meðan krónan er enn gjaldmiðillinn Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir frumvarp þeirra Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur og Helga Hjörvar um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum ekki í samræmi við stefnu flokksins. 22. janúar 2016 11:11 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar vegna þess að hún gangi með formannsembættið í maganum. Nú, þegar ljóst sé að ekki verði tekinn upp annar gjaldmiðill en krónan í fyrirsjáanlegri framtíð, sé nauðsynlegt að losna við verðtrygginguna. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir Sigríði Ingibjörgu og Helga Hjörvar þingflokksformann frjálst að leggja frumvarpið fram en það sé ekki í samræmi við stefnu flokksins um að fólk hafi val á lánaleiðum á meðan ekki sé tekinn upp annar gjaldmiðill.Er það ekki skynsamlegt?„Jú, en þetta er bara ekki raunverulegt val. Því meðan að lánveitendur hafa kost á að veita annars vegar lán þar sem lántaki tekur alla áhættu af verðbólgunni og hins vegar lán þar sem áhættunni er deilt, er auðvitað hvati til að ýta fólki inn í verðtryggðu lánin,“ segir Sigríður Ingibjörg. Frumvarpið sé lagt fram af einlægni og ekki sem pólitískt klækjabragð gagnvart framsóknarmönnum sem boðað hafa afnám verðtryggingarinnar. „Ég trúi ekki öðru en að Framsóknarflokkurinn styðji þetta mál. Þetta var afdráttarlaust kosningaloforð. Ég hef meðal annars verið að bíða eftir því að þau leggðu fram frumvarp um þetta efni. Ég hef óskað eftir sérstakri umræðu um verðtrygginguna við forsætisráðherra í eitt ár sem hann hefur ekki orðið við. Og nú er hann farinn að varpa af sér pólitískri ábyrgð á málinu og farinn að tala um þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Sigríður Ingibjörg. Á landsfundi Samfylkingarinnar í mars í fyrra bauð Sigríður Ingibjörg sig óvænt fram gegn Árna Páli í embætti formanns flokksins og tapaði þeirri kosningu með aðeins einu atkvæði. Hún segir framlagningu frumvarpsins ekki hafa neitt með þá staðreynd að gera. „Þetta mál hefur verið mjög lengi í umræðu innan þingflokks Samfylkingarinnar og hefði í raun og veru verið komið fyrr fram ef ekki hefði verið fyrir andstöðu hans [Árna Páls]. Ég hefði talið að hann ætti að fagna því að við tökum þetta þetta stóra mál og fáum núna grundvallarumræðu um það. Það eru deildar meiningar um þetta í öllu samfélaginu,“ segir hún.Það liggur fyrir að það verður kosið um formann næsta haust. Ertu að hugsa þér til hreyfings aftur?„Ég geng ekki með formann Samfylkingarinnar í maganum,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir.
Tengdar fréttir Vilja banna verðtryggingu á nýjum neytendalánum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Helgi Hjörvar, þingmenn Samfylkingarinnar, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem kveður á um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum, þar með talið húsnæðislánum. 21. janúar 2016 15:34 Árni Páll segir þingflokkinn ekki að baki verðtryggingarfrumvarpsins Formaður Samfylkingarinnar segir Helga Hjörvar og Sigríði Ingibjörgu sjálf verða að skýra tilganginn með frumvarpi þeirra um afnám verðtryggingar. 22. janúar 2016 13:28 Sigríður og Helgi gáfust upp á að bíða eftir Framsókn Frumvarpið hefur ekki verið rætt við aðra þingmenn. 22. janúar 2016 15:43 Telur ekki jákvætt að takmarka valfrelsi fólks á meðan krónan er enn gjaldmiðillinn Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir frumvarp þeirra Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur og Helga Hjörvar um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum ekki í samræmi við stefnu flokksins. 22. janúar 2016 11:11 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Vilja banna verðtryggingu á nýjum neytendalánum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Helgi Hjörvar, þingmenn Samfylkingarinnar, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem kveður á um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum, þar með talið húsnæðislánum. 21. janúar 2016 15:34
Árni Páll segir þingflokkinn ekki að baki verðtryggingarfrumvarpsins Formaður Samfylkingarinnar segir Helga Hjörvar og Sigríði Ingibjörgu sjálf verða að skýra tilganginn með frumvarpi þeirra um afnám verðtryggingar. 22. janúar 2016 13:28
Sigríður og Helgi gáfust upp á að bíða eftir Framsókn Frumvarpið hefur ekki verið rætt við aðra þingmenn. 22. janúar 2016 15:43
Telur ekki jákvætt að takmarka valfrelsi fólks á meðan krónan er enn gjaldmiðillinn Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir frumvarp þeirra Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur og Helga Hjörvar um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum ekki í samræmi við stefnu flokksins. 22. janúar 2016 11:11