Undrast að ekki var farið eftir mati nefndar Sveinn Arnarsson skrifar 25. ágúst 2016 10:00 Nám í valdbeitingu og forgangsakstri verður enn hjá lögreglu þrátt fyrir breytingar. Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar, undrast að menntamálaráðherra hafi ekki farið eftir niðurstöðu þeirrar matsnefndar sem hann setti á laggirnar um nýtt lögreglunám á háskólastigi. Ólafur Örn var einn þeirra sem sátu í téðri matsnefnd. „Þessi ákvörðun ráðherra kom mér á óvart. Ég hefði haldið að ráðherra myndi fara eftir niðurstöðum matsnefndar. Matsnefndin var skipuð þann 20. júlí og við kláruðum okkar miklu vinnu þann 8. ágúst síðastliðinn,“ segir Ólafur Örn. „Matsnefndin gerði ekkert annað en að meta skólana eftir því verklagi sem ákveðið var í menntamálaráðuneytinu.“Ólafur Örn BragasonMatsnefndin komst að þeirri niðurstöðu að þrír skólar væru hæfir til að taka að sér lögreglunám á háskólastigi. Háskóli Íslands var talinn hæfastur. Matsnefndin skilaði þeim niðurstöðum inn til Ríkiskaupa og sú stofnun sendi svo menntamálaráðuneytinu niðurstöðurnar með þeim orðum að Ríkiskaup teldu það skynsamlegast að fara að niðurstöðum matsnefndarinnar. Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir þá miklu vinnu sem skólinn lagði í umsóknina hafa verið unna til einskis. „Mér þykir leitt að við höfum ekki fengið námið þar sem við vorum talin hæfust til þess. Við lögðum mikið í umsóknina og kölluðum fólk úr sumarfríum til að sinna þessu og því finnst okkur þessi mikla vinna unnin fyrir gýg,“ segir Jón Atli. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, telur að með því að flytja lögreglunámið til Akureyrar opnist möguleikar en hefði samt sem áður viljað sjá námið áfram í Reykjavík. „Það er mín skoðun að ég hefði viljað sjá námið fara inn í HÍ. Hins vegar er fjarnámið við HA þannig uppbyggt að við getum menntað lögreglumenn alls staðar á landinu sem er kostur fyrir lögregluna.“Jón Atli Benediktsson„Ég er hrædd um að lögreglusiðirnir hverfi með því að færa námið á háskólastig. Það að mæta alltaf í einkennisbúningi í skólann, virða búninginn og standa rétt. Þetta er allt hluti af mikilli hefð innan lögregluskólans og því tel ég dapurlegt að ekki muni fleiri kynnast gamla góða lögregluskólanum,“ segir Birna Blöndal Sveinsdóttir sem útskrifast úr lögregluskólanum á morgun, í síðustu útskrift í sögu skólans. Áður en Birna hóf nám í lögregluskólanum lærði hún lögfræði við HA og er útskrifuð með meistarapróf í lögfræði frá skólanum. „Ég hefði ekki farið í lögreglunámið ef það hefði verið tveggja ára háskólanám ofan á það sem ég hef þegar menntað mig í. Að mínu mati hefði mátt styrkja lögregluskólann og það hefði verið hægt að gera án þess að kosta miklu til,“ segir Birna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar, undrast að menntamálaráðherra hafi ekki farið eftir niðurstöðu þeirrar matsnefndar sem hann setti á laggirnar um nýtt lögreglunám á háskólastigi. Ólafur Örn var einn þeirra sem sátu í téðri matsnefnd. „Þessi ákvörðun ráðherra kom mér á óvart. Ég hefði haldið að ráðherra myndi fara eftir niðurstöðum matsnefndar. Matsnefndin var skipuð þann 20. júlí og við kláruðum okkar miklu vinnu þann 8. ágúst síðastliðinn,“ segir Ólafur Örn. „Matsnefndin gerði ekkert annað en að meta skólana eftir því verklagi sem ákveðið var í menntamálaráðuneytinu.“Ólafur Örn BragasonMatsnefndin komst að þeirri niðurstöðu að þrír skólar væru hæfir til að taka að sér lögreglunám á háskólastigi. Háskóli Íslands var talinn hæfastur. Matsnefndin skilaði þeim niðurstöðum inn til Ríkiskaupa og sú stofnun sendi svo menntamálaráðuneytinu niðurstöðurnar með þeim orðum að Ríkiskaup teldu það skynsamlegast að fara að niðurstöðum matsnefndarinnar. Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir þá miklu vinnu sem skólinn lagði í umsóknina hafa verið unna til einskis. „Mér þykir leitt að við höfum ekki fengið námið þar sem við vorum talin hæfust til þess. Við lögðum mikið í umsóknina og kölluðum fólk úr sumarfríum til að sinna þessu og því finnst okkur þessi mikla vinna unnin fyrir gýg,“ segir Jón Atli. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, telur að með því að flytja lögreglunámið til Akureyrar opnist möguleikar en hefði samt sem áður viljað sjá námið áfram í Reykjavík. „Það er mín skoðun að ég hefði viljað sjá námið fara inn í HÍ. Hins vegar er fjarnámið við HA þannig uppbyggt að við getum menntað lögreglumenn alls staðar á landinu sem er kostur fyrir lögregluna.“Jón Atli Benediktsson„Ég er hrædd um að lögreglusiðirnir hverfi með því að færa námið á háskólastig. Það að mæta alltaf í einkennisbúningi í skólann, virða búninginn og standa rétt. Þetta er allt hluti af mikilli hefð innan lögregluskólans og því tel ég dapurlegt að ekki muni fleiri kynnast gamla góða lögregluskólanum,“ segir Birna Blöndal Sveinsdóttir sem útskrifast úr lögregluskólanum á morgun, í síðustu útskrift í sögu skólans. Áður en Birna hóf nám í lögregluskólanum lærði hún lögfræði við HA og er útskrifuð með meistarapróf í lögfræði frá skólanum. „Ég hefði ekki farið í lögreglunámið ef það hefði verið tveggja ára háskólanám ofan á það sem ég hef þegar menntað mig í. Að mínu mati hefði mátt styrkja lögregluskólann og það hefði verið hægt að gera án þess að kosta miklu til,“ segir Birna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira