Var valin besta leikkona árgangsins á útskriftarathöfninni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. apríl 2016 00:42 Unnur átti ekki von á að hljóta viðurkenninguna. myndir/aðsendar „Ég bjóst alls ekki við þessu. Þetta var hundrað manna árgangur og ótrúlega margir flottir leikarar sem hafa fengið rosalega góða þjálfun,“ segir Unnur Eggertsdóttir í samtali við Vísi. Í dag útskrifaðist Unnur úr The American Academy of Dramatic Arts í New York en á útskriftarathöfninni hlaut hún viðurkenningu sem besta leikkona árgangsins. Ekki ómerkari leikurum en Spencer Tracy og Robert Redford hefur hlotnast þessi sami heiður. „Nú bý ég allavega yfir hinum fullkomna „icebreaker“ ef ég hitti Robert Redford.“ Unnur fær atvinnuleyfi í Bandaríkjunum til eins árs sem hún getur nýtt til að vinna í leiklistargeiranum. Það sem tekur við eru prufur en hún er til að mynda á leið í tvær slíkar í vikunni. „Það er mikið lagt upp úr því í skólanum hvernig þú átt að bera þig að í prufum og í raun heilt námskeið sem kennir þetta. Hvernig þú átt að bera þig og sýna þínar bestu hliðar. Hér í borginni eru stanslausar prufur sem ég mun sækja stíft.“ „Draumurinn er að geta hoppað á milli kvikmynda, sjónvarps og leikhúss,“ segir Unnur en bætir við að hennar grunnur liggi meira í leikhúsi. „Að leika á sviði er svo ofboðslega spennandi. Þú færð svo mikið frá áhorfendunum um leið og allt ferlið við að setja upp sýninguna er svo gefandi.“ „Það verður svolítið skrítin breyting. Námið hefur verið mjög strangt og skóladagurinn frá morgni til kvölds. Allt í einu er það ekki svo. Það er rosalega auðvelt að detta í leti þegar enginn er til að halda í hendina á manni lengur,“ segir Unnur. Hún bætir því við að mikilvægt sé að vera með sjálfsaga, sækja fleiri tíma, skrifa verk sjálfur og halda alltaf áfram að læra. Hingað til hefur Los Angeles haft þann stimpil á sér að vera mun meiri kvimynda- og sjónvarpsborg á meðan sviðslistin hefur að miklu leiti verið í New York. Unnur segir þetta vera smám saman að breytast. „Sem stendur vil ég vera áfram hérna en aðalatriðið er að taka þátt í einhverju sem veitir manni eitthvað sem leikari. Og ekki væri verra ef það borgar námslánin.“ Menning Tengdar fréttir Unnur Eggerts eltir æskudrauminn til New York Tónlistar- og dagskrárgerðarkonan fékk draum sinn uppfylltan þegar hún komst inn í virtan leiklistarskóla í New York á dögunum. 2. ágúst 2014 17:42 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum Sjá meira
„Ég bjóst alls ekki við þessu. Þetta var hundrað manna árgangur og ótrúlega margir flottir leikarar sem hafa fengið rosalega góða þjálfun,“ segir Unnur Eggertsdóttir í samtali við Vísi. Í dag útskrifaðist Unnur úr The American Academy of Dramatic Arts í New York en á útskriftarathöfninni hlaut hún viðurkenningu sem besta leikkona árgangsins. Ekki ómerkari leikurum en Spencer Tracy og Robert Redford hefur hlotnast þessi sami heiður. „Nú bý ég allavega yfir hinum fullkomna „icebreaker“ ef ég hitti Robert Redford.“ Unnur fær atvinnuleyfi í Bandaríkjunum til eins árs sem hún getur nýtt til að vinna í leiklistargeiranum. Það sem tekur við eru prufur en hún er til að mynda á leið í tvær slíkar í vikunni. „Það er mikið lagt upp úr því í skólanum hvernig þú átt að bera þig að í prufum og í raun heilt námskeið sem kennir þetta. Hvernig þú átt að bera þig og sýna þínar bestu hliðar. Hér í borginni eru stanslausar prufur sem ég mun sækja stíft.“ „Draumurinn er að geta hoppað á milli kvikmynda, sjónvarps og leikhúss,“ segir Unnur en bætir við að hennar grunnur liggi meira í leikhúsi. „Að leika á sviði er svo ofboðslega spennandi. Þú færð svo mikið frá áhorfendunum um leið og allt ferlið við að setja upp sýninguna er svo gefandi.“ „Það verður svolítið skrítin breyting. Námið hefur verið mjög strangt og skóladagurinn frá morgni til kvölds. Allt í einu er það ekki svo. Það er rosalega auðvelt að detta í leti þegar enginn er til að halda í hendina á manni lengur,“ segir Unnur. Hún bætir því við að mikilvægt sé að vera með sjálfsaga, sækja fleiri tíma, skrifa verk sjálfur og halda alltaf áfram að læra. Hingað til hefur Los Angeles haft þann stimpil á sér að vera mun meiri kvimynda- og sjónvarpsborg á meðan sviðslistin hefur að miklu leiti verið í New York. Unnur segir þetta vera smám saman að breytast. „Sem stendur vil ég vera áfram hérna en aðalatriðið er að taka þátt í einhverju sem veitir manni eitthvað sem leikari. Og ekki væri verra ef það borgar námslánin.“
Menning Tengdar fréttir Unnur Eggerts eltir æskudrauminn til New York Tónlistar- og dagskrárgerðarkonan fékk draum sinn uppfylltan þegar hún komst inn í virtan leiklistarskóla í New York á dögunum. 2. ágúst 2014 17:42 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum Sjá meira
Unnur Eggerts eltir æskudrauminn til New York Tónlistar- og dagskrárgerðarkonan fékk draum sinn uppfylltan þegar hún komst inn í virtan leiklistarskóla í New York á dögunum. 2. ágúst 2014 17:42