Þetta var fjarlægur draumur Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 19. október 2016 11:00 Hljómsveitina Rugl skipa þær, Ragnheiður María Benediktsdóttir og Guðlaug Fríða Helgadóttir Folkmann. Fréttablaðið/Eyþór. „Hljómsveitin varð til þegar við sátum saman á kaffihúsi í fyrravetur.Guðlaugu Fríðu langaði til þess að taka þátt söngkeppninni Rófunni í Hagaskóla, sem er undankeppni fyrir Samfés. Okkur gekk alveg frábærlega og lentum í öðru sæti“ segir Ragnheiður María Benediktsdóttir, en saman skipa þær vinkonurnar hljómsveitina Rugl, sem kemur til með að hita upp fyrir eitt stærsta atriði á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves, sem fram fer í nóvember. Fljótlega eftir undankeppni Samfés fengu stelpurnar mikla hvatningu til þess að taka þátt í Músíktilraunum. Þær fengu talsverða athygli fyrir atriði sitt sem hafnaði í úrslitum, og er óhætt að segja að boltinn hafi farið að rúlla eftir það. „Við ákváðum bara að slá til, þetta var reynsla og virkilega skemmtilegt að taka þátt. Þegar við vorum að ganga frá dótinu okkar eftir keppnina, kom Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Airwaves, og spurði okkur hvort við værum til í að koma fram á Airwaves,“ segja þær glaðar. Rugl kemur til með að spila talsvert mikið á Airwaves í ár bæði á dagskránni sjálfri og hinni svokölluðu off-venue dagskrá, sem fram fer samhliða hátíðinni „Við erum að fara að hita upp fyrir PJ Harvey, þetta er bara alveg geggjað,“ segir Ragnheiður. „Ég man eftir því að hafa verið stödd á tónleikum með hljómsveitinni Hjaltalín og hugsaði með mér, að þegar ég yrði stór ætlaði ég að spila á þessari hátíð. Mig grunaði ekki að það kæmi að því svona snemma, þetta var svo fjarlægur draumur,“ segir Guðlaug. En hvernig tónlist spilið þið? „Tónlistin sem við spilum er eiginlega svona hálfgert indípopp, það fer eftir árstíðum, okkur þykir frekar erfitt að útskýra nákvæmlega hvernig tónlist þetta er sem við spilum. Við syngjum báðar og spilum svo á hljómborð og gítar. Eins og staðan er núna hittumst við alla daga og æfum. Við erum mjög spenntar og teljum næstum því niður dagana,“ segja þær stöllur. Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
„Hljómsveitin varð til þegar við sátum saman á kaffihúsi í fyrravetur.Guðlaugu Fríðu langaði til þess að taka þátt söngkeppninni Rófunni í Hagaskóla, sem er undankeppni fyrir Samfés. Okkur gekk alveg frábærlega og lentum í öðru sæti“ segir Ragnheiður María Benediktsdóttir, en saman skipa þær vinkonurnar hljómsveitina Rugl, sem kemur til með að hita upp fyrir eitt stærsta atriði á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves, sem fram fer í nóvember. Fljótlega eftir undankeppni Samfés fengu stelpurnar mikla hvatningu til þess að taka þátt í Músíktilraunum. Þær fengu talsverða athygli fyrir atriði sitt sem hafnaði í úrslitum, og er óhætt að segja að boltinn hafi farið að rúlla eftir það. „Við ákváðum bara að slá til, þetta var reynsla og virkilega skemmtilegt að taka þátt. Þegar við vorum að ganga frá dótinu okkar eftir keppnina, kom Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Airwaves, og spurði okkur hvort við værum til í að koma fram á Airwaves,“ segja þær glaðar. Rugl kemur til með að spila talsvert mikið á Airwaves í ár bæði á dagskránni sjálfri og hinni svokölluðu off-venue dagskrá, sem fram fer samhliða hátíðinni „Við erum að fara að hita upp fyrir PJ Harvey, þetta er bara alveg geggjað,“ segir Ragnheiður. „Ég man eftir því að hafa verið stödd á tónleikum með hljómsveitinni Hjaltalín og hugsaði með mér, að þegar ég yrði stór ætlaði ég að spila á þessari hátíð. Mig grunaði ekki að það kæmi að því svona snemma, þetta var svo fjarlægur draumur,“ segir Guðlaug. En hvernig tónlist spilið þið? „Tónlistin sem við spilum er eiginlega svona hálfgert indípopp, það fer eftir árstíðum, okkur þykir frekar erfitt að útskýra nákvæmlega hvernig tónlist þetta er sem við spilum. Við syngjum báðar og spilum svo á hljómborð og gítar. Eins og staðan er núna hittumst við alla daga og æfum. Við erum mjög spenntar og teljum næstum því niður dagana,“ segja þær stöllur.
Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira