Lögregluaðgerð lokið í Garði: Hvellir heyrðust þegar verið var að fæla fugla frá skreiðarhjöllum Birgir Olgeirsson skrifar 15. mars 2016 09:52 Fuglafælan við skreiðarhjallinn. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurnesjum var með mikið viðbúnað á Garðvegi fyrr í dag vegna skothvella sem heyrðust frá fiskihjöllum. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni voru lögreglumenn að störfum á Garðvegi, skammt frá Garði, vegna mannlausrar bifreiðar sem var illa staðsett í vegarkanti. Lögreglumenn urðu þá varir við skothvelli sem virtust koma frá fiskihjöllum þar skammt frá. Lögreglan segir sérsveit ríkislögreglustjóra hafa verið stadda á æfingarsvæði lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli og var óskað eftir aðkomu hennar að málinu. Í ljós kom að um var að ræða hvellbyssur, sem settar höfðu verið upp við fiskihjalla í því skyni að fæla burtu vargfugl.Uppfært 11:35: Lögregla hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins: „Lögreglumenn voru í morgun að störfum á Garðvegi, skammt frá Garði, vegna mannlausrar bifreiðar sem var illa staðsett í vegarkanti. Lögreglumenn urðu þá varir við skothvelli sem virtust koma frá fiskihjöllum þar skammt frá.Sérsveit ríkislögreglustjóra var stödd á æfingarsvæði lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli og var óskað eftir aðkomu hennar. Í ljós kom að um var að ræða hvellbyssur, sem settar höfðu verið upp við fiskihjallana, í því skyni að fæla burtu vargfugl. Lokanir lögreglu á Garðvegi stóðu yfir í um eina klukkustund.“ Uppfært 11.05:Vísir sagði frá því að útgöngubanni hefði verið lýst yfir í leikskólanum og grunnskólanum í Garði. Samkvæmt upplýsingum frá leikskólanum var ákveðið að hleypa börnunum ekki út þegar fregnir bárust af málinu. Jóhann Geirdal, skólastjóri grunnskólans í Garði, segir að ákveðið hafi verið innan skólans að hleypa nemendum ekki út þegar fregnir bárust af málinu en útgöngubanni hafi aldrei verið lýst yfir.Uppfært 11.01:Eftir því sem Vísir kemst næst var verið að skjóta af gasbyssum við fiskihjalla í Garði. Eru þær notaðar til að hræða fugla frá skreið sem þar er verið að þurrka. Uppfært 10:54:Samkvæmt heimildum er lögregluaðgerðinni lokið og von á tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum innan skamms. Uppfært 10:49:Búið er að opna Garðskagaveg frá Helguvík að Garði. Útgöngubann er í leikskólanum og grunnskólanum Garði vegna þess að byssumaður er talinn ganga laus á svæðinu en hann á að hafa sést við golfskálann í Leiru við Hólmsvöll.Fréttastofa Ríkisútvarpsins segir skothvelli hafa heyrst nærri Garði. Fréttin verður uppfærð eftir því sem málinu framvindur. Bíll sérsveitar ríkislögreglustjóra við golfskálann í Leiru við Hólmsvöll. Vísir/VilhelmVísir/Vilhelm Tengdar fréttir Heyrðu hvellinn úr fuglafælunni sem olli útkalli sérsveitarinnar Lögreglan á Suðurnesjum var með mikinn viðbúnað á Garðvegi fyrr í dag vegna skothvella sem heyrðust frá skreiðarhjöllum. 15. mars 2016 17:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum var með mikið viðbúnað á Garðvegi fyrr í dag vegna skothvella sem heyrðust frá fiskihjöllum. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni voru lögreglumenn að störfum á Garðvegi, skammt frá Garði, vegna mannlausrar bifreiðar sem var illa staðsett í vegarkanti. Lögreglumenn urðu þá varir við skothvelli sem virtust koma frá fiskihjöllum þar skammt frá. Lögreglan segir sérsveit ríkislögreglustjóra hafa verið stadda á æfingarsvæði lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli og var óskað eftir aðkomu hennar að málinu. Í ljós kom að um var að ræða hvellbyssur, sem settar höfðu verið upp við fiskihjalla í því skyni að fæla burtu vargfugl.Uppfært 11:35: Lögregla hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins: „Lögreglumenn voru í morgun að störfum á Garðvegi, skammt frá Garði, vegna mannlausrar bifreiðar sem var illa staðsett í vegarkanti. Lögreglumenn urðu þá varir við skothvelli sem virtust koma frá fiskihjöllum þar skammt frá.Sérsveit ríkislögreglustjóra var stödd á æfingarsvæði lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli og var óskað eftir aðkomu hennar. Í ljós kom að um var að ræða hvellbyssur, sem settar höfðu verið upp við fiskihjallana, í því skyni að fæla burtu vargfugl. Lokanir lögreglu á Garðvegi stóðu yfir í um eina klukkustund.“ Uppfært 11.05:Vísir sagði frá því að útgöngubanni hefði verið lýst yfir í leikskólanum og grunnskólanum í Garði. Samkvæmt upplýsingum frá leikskólanum var ákveðið að hleypa börnunum ekki út þegar fregnir bárust af málinu. Jóhann Geirdal, skólastjóri grunnskólans í Garði, segir að ákveðið hafi verið innan skólans að hleypa nemendum ekki út þegar fregnir bárust af málinu en útgöngubanni hafi aldrei verið lýst yfir.Uppfært 11.01:Eftir því sem Vísir kemst næst var verið að skjóta af gasbyssum við fiskihjalla í Garði. Eru þær notaðar til að hræða fugla frá skreið sem þar er verið að þurrka. Uppfært 10:54:Samkvæmt heimildum er lögregluaðgerðinni lokið og von á tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum innan skamms. Uppfært 10:49:Búið er að opna Garðskagaveg frá Helguvík að Garði. Útgöngubann er í leikskólanum og grunnskólanum Garði vegna þess að byssumaður er talinn ganga laus á svæðinu en hann á að hafa sést við golfskálann í Leiru við Hólmsvöll.Fréttastofa Ríkisútvarpsins segir skothvelli hafa heyrst nærri Garði. Fréttin verður uppfærð eftir því sem málinu framvindur. Bíll sérsveitar ríkislögreglustjóra við golfskálann í Leiru við Hólmsvöll. Vísir/VilhelmVísir/Vilhelm
Tengdar fréttir Heyrðu hvellinn úr fuglafælunni sem olli útkalli sérsveitarinnar Lögreglan á Suðurnesjum var með mikinn viðbúnað á Garðvegi fyrr í dag vegna skothvella sem heyrðust frá skreiðarhjöllum. 15. mars 2016 17:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Heyrðu hvellinn úr fuglafælunni sem olli útkalli sérsveitarinnar Lögreglan á Suðurnesjum var með mikinn viðbúnað á Garðvegi fyrr í dag vegna skothvella sem heyrðust frá skreiðarhjöllum. 15. mars 2016 17:00