Telur sig svikinn af hollenska fjárfestinum Ingvar Haraldsson skrifar 28. júlí 2016 07:00 Grettir segir Henri Middeldorp hafa borið við sífelldum afsökunum þegar komið hafi að því að greiða fyrir fjárfestingu sína í uppyggingu við skíðaskálann í Hveradölum, til að mynda veikindum og sjálfsvígi innan fjárfestahópsins. Henri Middeldorp, stjórnarformaður MCPB, sem hefur fengið úthlutað lóð undir einkarekinn spítala og hótel í Mosfellsbæ, hefur sett sig í samband við fjölda aðila hér á landi á síðustu árum og sagst vera með fjársterka aðila á bak við sig sem séu tilbúnir að fjárfesta hér á landi. Engin þessara fjárfestingaráforma virðast þó hafa orðið að veruleika hingað til. Grettir Rúnarsson, stjórnarformaður Hveradala ehf., sem stefnir að því að opna hótel og baðlón við skíðaskálann í Hveradölum, segir Middeldorp hafa komið að máli við sig árið 2014 og viljað taka þátt í verkefninu í samstarfi við efnaða erlenda fjárfesta. „Hann sagðist vera með sterka fjárfesta á bak við sig sem væru að koma með fjármagn til Íslands og ætluðu að kaupa stóran hlut í Skíðaskálaverkefninu. Það voru undirritaðir samningar þess efnis. Þegar átti að fara að greiða fóru að koma sögur um sjálfsvíg meðal fjárfesta hópsins og langvarandi veikindi. Alltaf komu fleiri og fleiri sögur en aldrei kom nein greiðsla. Á tímabili heimtaði hann samt að fá þetta afhent og skildi ekkert í mér hvers lags bölvaður dóni ég væri að afhenda honum ekki hlutinn, að ég skyldi ekki gera mér grein fyrir því hvað hann væri svo stór kall,“ segir Grettir. Að lokum hafi hann gefist upp á Middeldorp og látið rifta samningnum. Middeldorp hefur gefið út að framkvæmdirnar í Mosfellsbæ, upp á um 50 milljarða króna, verði fjármagnaðar með láni frá félaginu Burbanks Capital í Hollandi. Það sé fjármagnað með fé frá fjölda fjársterkra aðila sem Middeldorp hefur þó ekki viljað gefa upp hverjir séu. Á heimasíðu Burbanks Capital er fullyrt að félagið sé í samstarfi við Silicor Materials, sem hyggst reisa sólarkísilver við Grundartanga. Davíð Stefánsson, fulltrúi Silicor Materials á Íslandi, segir ekkert hæft í því, félagið hafi engin tengsl við Burbanks Capital. Middeldorp hafi fyrir um einu og hálfu ári sýnt áhuga á að fjárfesta í kísilverinu. „En svo varð ekkert úr því,“ segir Davíð. Þá var greint frá því í fréttum Stöðvar 2 á þriðjudag að Middeldorp hefði komið á fund bæjaryfirvalda í Hafnarfirði og óskað eftir að gera samning um kaup á ríflega fjórfaldri vatnsnotkun bæjarins. Bæjaryfirvöld urðu ekki við beiðninni en Middledorp er ekki talinn hafa sýnt nein gögn, til að mynda með hvaða hætti fjármagna ætti verkefnið. Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir "Læknisfræðitúrismi hefur reynst vera erfiður bissness“ Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 26. júlí 2016 10:30 Mosfellsbær úthlutar lóð fyrir einkaspítala Áætlað er að kostnaður við verkefnið nemi 54 milljörðum króna. 21. júlí 2016 09:59 Segir heilbrigðiskerfið sjálft grafa undan sér Stjórnarformaður félags sem hyggst reisa einkaspítala í Mosfellsbæ segir ekkert heilbrigðiskerfi hér á landi til að rústa líkt og Kári Stefánsson hélt fram að spítalinn myndi gera. 26. júlí 2016 07:00 Lofa fjárfestum í einkaspítala sex prósenta ávöxtun Fjárfestum sem leggja fé í nýtt einkarekið sjúkrahús og hótel er lofað árlegum arðgreiðslum upp á sex prósent af fjárfestingu sinni. 22. júlí 2016 07:00 Vildi kaupa fjórfalda vatnsnotkun Hafnarfjarðarbæjar Hollenski fjárfestirinn sem vill byggja einkasjúkrahús í Mosfellsbæ vildi í sumar gera samning við Hafnarfjarðarbæ um aðgang að vatnskerfi sveitarfélagsins sem hljóðaði upp á rúmlega fjórfalda vatnsnotkun Hafnarfjarðar. 26. júlí 2016 19:02 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Henri Middeldorp, stjórnarformaður MCPB, sem hefur fengið úthlutað lóð undir einkarekinn spítala og hótel í Mosfellsbæ, hefur sett sig í samband við fjölda aðila hér á landi á síðustu árum og sagst vera með fjársterka aðila á bak við sig sem séu tilbúnir að fjárfesta hér á landi. Engin þessara fjárfestingaráforma virðast þó hafa orðið að veruleika hingað til. Grettir Rúnarsson, stjórnarformaður Hveradala ehf., sem stefnir að því að opna hótel og baðlón við skíðaskálann í Hveradölum, segir Middeldorp hafa komið að máli við sig árið 2014 og viljað taka þátt í verkefninu í samstarfi við efnaða erlenda fjárfesta. „Hann sagðist vera með sterka fjárfesta á bak við sig sem væru að koma með fjármagn til Íslands og ætluðu að kaupa stóran hlut í Skíðaskálaverkefninu. Það voru undirritaðir samningar þess efnis. Þegar átti að fara að greiða fóru að koma sögur um sjálfsvíg meðal fjárfesta hópsins og langvarandi veikindi. Alltaf komu fleiri og fleiri sögur en aldrei kom nein greiðsla. Á tímabili heimtaði hann samt að fá þetta afhent og skildi ekkert í mér hvers lags bölvaður dóni ég væri að afhenda honum ekki hlutinn, að ég skyldi ekki gera mér grein fyrir því hvað hann væri svo stór kall,“ segir Grettir. Að lokum hafi hann gefist upp á Middeldorp og látið rifta samningnum. Middeldorp hefur gefið út að framkvæmdirnar í Mosfellsbæ, upp á um 50 milljarða króna, verði fjármagnaðar með láni frá félaginu Burbanks Capital í Hollandi. Það sé fjármagnað með fé frá fjölda fjársterkra aðila sem Middeldorp hefur þó ekki viljað gefa upp hverjir séu. Á heimasíðu Burbanks Capital er fullyrt að félagið sé í samstarfi við Silicor Materials, sem hyggst reisa sólarkísilver við Grundartanga. Davíð Stefánsson, fulltrúi Silicor Materials á Íslandi, segir ekkert hæft í því, félagið hafi engin tengsl við Burbanks Capital. Middeldorp hafi fyrir um einu og hálfu ári sýnt áhuga á að fjárfesta í kísilverinu. „En svo varð ekkert úr því,“ segir Davíð. Þá var greint frá því í fréttum Stöðvar 2 á þriðjudag að Middeldorp hefði komið á fund bæjaryfirvalda í Hafnarfirði og óskað eftir að gera samning um kaup á ríflega fjórfaldri vatnsnotkun bæjarins. Bæjaryfirvöld urðu ekki við beiðninni en Middledorp er ekki talinn hafa sýnt nein gögn, til að mynda með hvaða hætti fjármagna ætti verkefnið. Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir "Læknisfræðitúrismi hefur reynst vera erfiður bissness“ Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 26. júlí 2016 10:30 Mosfellsbær úthlutar lóð fyrir einkaspítala Áætlað er að kostnaður við verkefnið nemi 54 milljörðum króna. 21. júlí 2016 09:59 Segir heilbrigðiskerfið sjálft grafa undan sér Stjórnarformaður félags sem hyggst reisa einkaspítala í Mosfellsbæ segir ekkert heilbrigðiskerfi hér á landi til að rústa líkt og Kári Stefánsson hélt fram að spítalinn myndi gera. 26. júlí 2016 07:00 Lofa fjárfestum í einkaspítala sex prósenta ávöxtun Fjárfestum sem leggja fé í nýtt einkarekið sjúkrahús og hótel er lofað árlegum arðgreiðslum upp á sex prósent af fjárfestingu sinni. 22. júlí 2016 07:00 Vildi kaupa fjórfalda vatnsnotkun Hafnarfjarðarbæjar Hollenski fjárfestirinn sem vill byggja einkasjúkrahús í Mosfellsbæ vildi í sumar gera samning við Hafnarfjarðarbæ um aðgang að vatnskerfi sveitarfélagsins sem hljóðaði upp á rúmlega fjórfalda vatnsnotkun Hafnarfjarðar. 26. júlí 2016 19:02 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
"Læknisfræðitúrismi hefur reynst vera erfiður bissness“ Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 26. júlí 2016 10:30
Mosfellsbær úthlutar lóð fyrir einkaspítala Áætlað er að kostnaður við verkefnið nemi 54 milljörðum króna. 21. júlí 2016 09:59
Segir heilbrigðiskerfið sjálft grafa undan sér Stjórnarformaður félags sem hyggst reisa einkaspítala í Mosfellsbæ segir ekkert heilbrigðiskerfi hér á landi til að rústa líkt og Kári Stefánsson hélt fram að spítalinn myndi gera. 26. júlí 2016 07:00
Lofa fjárfestum í einkaspítala sex prósenta ávöxtun Fjárfestum sem leggja fé í nýtt einkarekið sjúkrahús og hótel er lofað árlegum arðgreiðslum upp á sex prósent af fjárfestingu sinni. 22. júlí 2016 07:00
Vildi kaupa fjórfalda vatnsnotkun Hafnarfjarðarbæjar Hollenski fjárfestirinn sem vill byggja einkasjúkrahús í Mosfellsbæ vildi í sumar gera samning við Hafnarfjarðarbæ um aðgang að vatnskerfi sveitarfélagsins sem hljóðaði upp á rúmlega fjórfalda vatnsnotkun Hafnarfjarðar. 26. júlí 2016 19:02