Segir heilbrigðiskerfið sjálft grafa undan sér Ingvar Haraldsson skrifar 26. júlí 2016 07:00 Henri Middeldorp og Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, handsala samkomulag um lóð undir spítalann og hótelið. „Ummælin hryggja mig því það er ekkert til að rústa,“ segir Henri Middeldorp, stjórnarformaður félagsins MCPB ehf. sem hyggst byggja einkarekinn spítala og sjúkrahótel í Mosfellsbæ, um grein Kára Stefánssonar í Fréttablaðinu í gær. Kári sagði að starfsemi spítalans myndi rústa íslensku heilbrigðiskerfi. „Hvernig getur þú grafið undan heilbrigðiskerfi ef kerfið er sjálft að grafa undir sér?“ spyr Middeldorp. „Ef fólk kvartar undan því að við séum að rústa einhverju þá þarf að vera eitthvað til þess að rústa, ef svo má segja.“ Middeldorp nefnir sem dæmi að fjölskyldumeðlimir íslenskrar eiginkonu sinnar hafa þurft að bíða í fjölmörg ár eftir að komast í skurðaðgerðir hér á landi. „Fólk fær ekki lyfin sín, það þarf að bíða í mörg ár eftir aðgerðum, það eru endalausir biðlistar, hvað er þá til að grafa undan?“ Middeldorp segist vilja vinna að uppbyggingu spítalans í góðu samstarfi við Íslendinga og íslensk stjórnvöld. Því verði boðað til blaðamannafundar eftir að Alþingi komi saman í ágúst til að útskýra allar hliðar málsins. Auk þess vinni Capacent nú að fýsileikakönnun á verkefninu. Middeldorp segir að hann muni setja sig í samband við fjárfesta í verkefninu og biðja um leyfi til að upplýsa um hverjir þeir séu en hann segist eins og sakir standa ekki mega gefa það upp. Ráðgert hefur verið að framkvæmdir við byggingu spítalans og hótelsins muni kosta um 50 milljarða króna og segir Middeldorp verkefnið fjármagnað að fullu. Þá leggur Middeldorp áherslu á að Íslendingar séu ekki markhópur spítalans og muni ekki fá aðhlynningu þar nema þeir séu tryggðir af erlendu tryggingarfélagi. Sjúklingarnir verði erlendir og erlend tryggingarfélög muni greiða fyrir meðferðina. Heilbrigðisstarfsfólkið verði erlent en fjöldi innlends starfsfólks verði einnig ráðinn í önnur störf. Hann segir að félagið muni á næstunni sækja um ívilnanir frá ríkinu til atvinnuvegaráðuneytisins vegna framkvæmdanna í samræmi við lög um ívilnanir til nýfjárfestinga. Middeldorp segir ákveðins misskilnings hafa gætt um fjármögnun verkefnisins. Það verði fjármagnað með láni frá hollenska félaginu Burbanks Holding í gegnum annað hollenskt félag, Burbanks Capital, til MCPB með veði í spítalanum. Hann eigi sjálfur 51 prósent í Burbanks Holding sem eigi svo 98 prósent í MCPB. Fjármagnið sem fara eigi í spítalann sé hins vegar ekki í hans eigu heldur í eigu fjárfesta en sé í eignastýringu hjá Burbanks Holding.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
„Ummælin hryggja mig því það er ekkert til að rústa,“ segir Henri Middeldorp, stjórnarformaður félagsins MCPB ehf. sem hyggst byggja einkarekinn spítala og sjúkrahótel í Mosfellsbæ, um grein Kára Stefánssonar í Fréttablaðinu í gær. Kári sagði að starfsemi spítalans myndi rústa íslensku heilbrigðiskerfi. „Hvernig getur þú grafið undan heilbrigðiskerfi ef kerfið er sjálft að grafa undir sér?“ spyr Middeldorp. „Ef fólk kvartar undan því að við séum að rústa einhverju þá þarf að vera eitthvað til þess að rústa, ef svo má segja.“ Middeldorp nefnir sem dæmi að fjölskyldumeðlimir íslenskrar eiginkonu sinnar hafa þurft að bíða í fjölmörg ár eftir að komast í skurðaðgerðir hér á landi. „Fólk fær ekki lyfin sín, það þarf að bíða í mörg ár eftir aðgerðum, það eru endalausir biðlistar, hvað er þá til að grafa undan?“ Middeldorp segist vilja vinna að uppbyggingu spítalans í góðu samstarfi við Íslendinga og íslensk stjórnvöld. Því verði boðað til blaðamannafundar eftir að Alþingi komi saman í ágúst til að útskýra allar hliðar málsins. Auk þess vinni Capacent nú að fýsileikakönnun á verkefninu. Middeldorp segir að hann muni setja sig í samband við fjárfesta í verkefninu og biðja um leyfi til að upplýsa um hverjir þeir séu en hann segist eins og sakir standa ekki mega gefa það upp. Ráðgert hefur verið að framkvæmdir við byggingu spítalans og hótelsins muni kosta um 50 milljarða króna og segir Middeldorp verkefnið fjármagnað að fullu. Þá leggur Middeldorp áherslu á að Íslendingar séu ekki markhópur spítalans og muni ekki fá aðhlynningu þar nema þeir séu tryggðir af erlendu tryggingarfélagi. Sjúklingarnir verði erlendir og erlend tryggingarfélög muni greiða fyrir meðferðina. Heilbrigðisstarfsfólkið verði erlent en fjöldi innlends starfsfólks verði einnig ráðinn í önnur störf. Hann segir að félagið muni á næstunni sækja um ívilnanir frá ríkinu til atvinnuvegaráðuneytisins vegna framkvæmdanna í samræmi við lög um ívilnanir til nýfjárfestinga. Middeldorp segir ákveðins misskilnings hafa gætt um fjármögnun verkefnisins. Það verði fjármagnað með láni frá hollenska félaginu Burbanks Holding í gegnum annað hollenskt félag, Burbanks Capital, til MCPB með veði í spítalanum. Hann eigi sjálfur 51 prósent í Burbanks Holding sem eigi svo 98 prósent í MCPB. Fjármagnið sem fara eigi í spítalann sé hins vegar ekki í hans eigu heldur í eigu fjárfesta en sé í eignastýringu hjá Burbanks Holding.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira