Segir heilbrigðiskerfið sjálft grafa undan sér Ingvar Haraldsson skrifar 26. júlí 2016 07:00 Henri Middeldorp og Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, handsala samkomulag um lóð undir spítalann og hótelið. „Ummælin hryggja mig því það er ekkert til að rústa,“ segir Henri Middeldorp, stjórnarformaður félagsins MCPB ehf. sem hyggst byggja einkarekinn spítala og sjúkrahótel í Mosfellsbæ, um grein Kára Stefánssonar í Fréttablaðinu í gær. Kári sagði að starfsemi spítalans myndi rústa íslensku heilbrigðiskerfi. „Hvernig getur þú grafið undan heilbrigðiskerfi ef kerfið er sjálft að grafa undir sér?“ spyr Middeldorp. „Ef fólk kvartar undan því að við séum að rústa einhverju þá þarf að vera eitthvað til þess að rústa, ef svo má segja.“ Middeldorp nefnir sem dæmi að fjölskyldumeðlimir íslenskrar eiginkonu sinnar hafa þurft að bíða í fjölmörg ár eftir að komast í skurðaðgerðir hér á landi. „Fólk fær ekki lyfin sín, það þarf að bíða í mörg ár eftir aðgerðum, það eru endalausir biðlistar, hvað er þá til að grafa undan?“ Middeldorp segist vilja vinna að uppbyggingu spítalans í góðu samstarfi við Íslendinga og íslensk stjórnvöld. Því verði boðað til blaðamannafundar eftir að Alþingi komi saman í ágúst til að útskýra allar hliðar málsins. Auk þess vinni Capacent nú að fýsileikakönnun á verkefninu. Middeldorp segir að hann muni setja sig í samband við fjárfesta í verkefninu og biðja um leyfi til að upplýsa um hverjir þeir séu en hann segist eins og sakir standa ekki mega gefa það upp. Ráðgert hefur verið að framkvæmdir við byggingu spítalans og hótelsins muni kosta um 50 milljarða króna og segir Middeldorp verkefnið fjármagnað að fullu. Þá leggur Middeldorp áherslu á að Íslendingar séu ekki markhópur spítalans og muni ekki fá aðhlynningu þar nema þeir séu tryggðir af erlendu tryggingarfélagi. Sjúklingarnir verði erlendir og erlend tryggingarfélög muni greiða fyrir meðferðina. Heilbrigðisstarfsfólkið verði erlent en fjöldi innlends starfsfólks verði einnig ráðinn í önnur störf. Hann segir að félagið muni á næstunni sækja um ívilnanir frá ríkinu til atvinnuvegaráðuneytisins vegna framkvæmdanna í samræmi við lög um ívilnanir til nýfjárfestinga. Middeldorp segir ákveðins misskilnings hafa gætt um fjármögnun verkefnisins. Það verði fjármagnað með láni frá hollenska félaginu Burbanks Holding í gegnum annað hollenskt félag, Burbanks Capital, til MCPB með veði í spítalanum. Hann eigi sjálfur 51 prósent í Burbanks Holding sem eigi svo 98 prósent í MCPB. Fjármagnið sem fara eigi í spítalann sé hins vegar ekki í hans eigu heldur í eigu fjárfesta en sé í eignastýringu hjá Burbanks Holding.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
„Ummælin hryggja mig því það er ekkert til að rústa,“ segir Henri Middeldorp, stjórnarformaður félagsins MCPB ehf. sem hyggst byggja einkarekinn spítala og sjúkrahótel í Mosfellsbæ, um grein Kára Stefánssonar í Fréttablaðinu í gær. Kári sagði að starfsemi spítalans myndi rústa íslensku heilbrigðiskerfi. „Hvernig getur þú grafið undan heilbrigðiskerfi ef kerfið er sjálft að grafa undir sér?“ spyr Middeldorp. „Ef fólk kvartar undan því að við séum að rústa einhverju þá þarf að vera eitthvað til þess að rústa, ef svo má segja.“ Middeldorp nefnir sem dæmi að fjölskyldumeðlimir íslenskrar eiginkonu sinnar hafa þurft að bíða í fjölmörg ár eftir að komast í skurðaðgerðir hér á landi. „Fólk fær ekki lyfin sín, það þarf að bíða í mörg ár eftir aðgerðum, það eru endalausir biðlistar, hvað er þá til að grafa undan?“ Middeldorp segist vilja vinna að uppbyggingu spítalans í góðu samstarfi við Íslendinga og íslensk stjórnvöld. Því verði boðað til blaðamannafundar eftir að Alþingi komi saman í ágúst til að útskýra allar hliðar málsins. Auk þess vinni Capacent nú að fýsileikakönnun á verkefninu. Middeldorp segir að hann muni setja sig í samband við fjárfesta í verkefninu og biðja um leyfi til að upplýsa um hverjir þeir séu en hann segist eins og sakir standa ekki mega gefa það upp. Ráðgert hefur verið að framkvæmdir við byggingu spítalans og hótelsins muni kosta um 50 milljarða króna og segir Middeldorp verkefnið fjármagnað að fullu. Þá leggur Middeldorp áherslu á að Íslendingar séu ekki markhópur spítalans og muni ekki fá aðhlynningu þar nema þeir séu tryggðir af erlendu tryggingarfélagi. Sjúklingarnir verði erlendir og erlend tryggingarfélög muni greiða fyrir meðferðina. Heilbrigðisstarfsfólkið verði erlent en fjöldi innlends starfsfólks verði einnig ráðinn í önnur störf. Hann segir að félagið muni á næstunni sækja um ívilnanir frá ríkinu til atvinnuvegaráðuneytisins vegna framkvæmdanna í samræmi við lög um ívilnanir til nýfjárfestinga. Middeldorp segir ákveðins misskilnings hafa gætt um fjármögnun verkefnisins. Það verði fjármagnað með láni frá hollenska félaginu Burbanks Holding í gegnum annað hollenskt félag, Burbanks Capital, til MCPB með veði í spítalanum. Hann eigi sjálfur 51 prósent í Burbanks Holding sem eigi svo 98 prósent í MCPB. Fjármagnið sem fara eigi í spítalann sé hins vegar ekki í hans eigu heldur í eigu fjárfesta en sé í eignastýringu hjá Burbanks Holding.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira