"Fór á móti straumnum og gerði það sem hann vildi gera“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. apríl 2016 23:38 Prince er látinn, 57 ára að aldri. Vísir/Getty „Snillingur er útjaskað orð en Prince var það svo sannarlega. Var. Það er hrikalegt að þurfa að nota þetta orð,“ segir Arnar Eggert Thoroddsen poppfræðingur um tónlistarmanninn Prince sem lést í dag öllum að óvörum.Dánarorsök eru ókunn en samkvæmt fregnum ytra fannst hann látinn í lyftu á heimili sínu og báru endurlífgunartilraunir ekki árangur. Því er einn mesti listamaður síðustu áratuga fallinn frá og skilur hann eftir sig gríðarlegt safn tónlistar og minninga. Prince fæddist árið 1958 og var 57 ára þegar hann lést. Hann byrjaði snemma að semja tónlist en sagt er að hann hafi samið sitt fyrsta lag sjö ára gamall. Hann var gríðarlega iðinn og virðist hafa verið einhverskonar tónlistarleg vél en eftir hann liggja tæplega 40 plötur, þar af fjórar á síðustu 18 mánuðum. Signs of the times, the many faces of #Prince. pic.twitter.com/CneyJuF8wV— AP Interactive (@AP_Interactive) April 21, 2016 Með útgáfu plötunnar Purple Rain sló Prince rækilega í gegn en út kom einnig samnefnd mynd sem að hluta til var byggð á ævi tónlistarmannsins. Hann hlaut m.a Óskarsverðlaunin árið 1985 fyrir tónlistina í þeirri mynd. Stjarna hans ræst á níunda áratug síðustu aldar og var hann oft á tíðum borinn saman við Michael Jackson. Arnar Eggert segir að þó líkja megi þeim saman hafi Prince ákveðna sérstöðu. „Það er merkilegt að hann er þeldökkur listamaður og vinnur úr þeim arfi sem kom fram á sjöunda og áttunda áratugnum. Hann fer með hann í meginstrauminn, ekkert ólíkt Michael Jackson og því sem hann var að gera,“ segir Arnar. „Michael Jackson var hinsvegar með lagasmiði og pródúsenta. Prince gerði þetta allt sjálfur. Hann útsetti, hann samdi, stýrði upptökum og öll hljóðfæri léku í höndum hans. Þetta var algjört undrabarn á öllum sviðum.“Arnar Eggert Thoroddsen.Ruddi brautina fyrir Kendrick Lamar og Kanye West Arnar segir að Prince hafi verið algjörlega óhræddur við að fara sína eigin leiðir en hafi samt tekist að synda í meginstraumnum og gera vinsæla tónlist. „Hann bjó yfir gríðarlegri orku. Hann byrjaði að búa til tónlist þegar hann var lítill og síðan er hann á milljón fram í rauðan dauðann. Menn eiga oft tímabil þar sem menn detta niður í tónlistarsköpun sinni, svo var aldrei um að ræða hjá Prince.“ „Hann fór á móti straumnum og gerði það sem hann vildi gera. Það gat verið tilraunakennt og öðruvísi og hann sveigði frá þegar hentaði,“ segir Arnar. „Engu að síður var hann einn vinsælasti tónlistarmaður heims á níunda áratugnum með rosalega útvarpssmelli en var líka meistari í allskonar tónlist. Hann gat gert þetta allt saman.“ Prince var áhrifamikill tónlistarmaður og telur Arnar að tónlistarmenn á borð við Kendrick Lamar og Kanye West sem báðir njóta gríðarlegra vinsælda hafi orðið fyrir miklum áhrifum af Prince. „Hann hefur verið innblástur fyrir þessa menn, sérstaklega Kanye West. Að menn geti gert það sem þeir vilja gera innan meginstraumsins þó að það sé einhver djöflasýra. Það er það sem Prince var alltaf að gera.“ „Í tónlistarsögulegu tilliti er risi fallinn frá, það er ekki spurning,“ segir Arnar Eggert en tónlistarheimurinn virðist hreinlega vera í losti yfir andláti Prince ef marka má viðbrögðin í kvöld. „Það var enginn aðdragandi þannig að þetta er algjört áfall, þetta er maður á besta aldri og fellur frá. Þetta er bara sjokk,“ segir Arnar Eggert. Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
„Snillingur er útjaskað orð en Prince var það svo sannarlega. Var. Það er hrikalegt að þurfa að nota þetta orð,“ segir Arnar Eggert Thoroddsen poppfræðingur um tónlistarmanninn Prince sem lést í dag öllum að óvörum.Dánarorsök eru ókunn en samkvæmt fregnum ytra fannst hann látinn í lyftu á heimili sínu og báru endurlífgunartilraunir ekki árangur. Því er einn mesti listamaður síðustu áratuga fallinn frá og skilur hann eftir sig gríðarlegt safn tónlistar og minninga. Prince fæddist árið 1958 og var 57 ára þegar hann lést. Hann byrjaði snemma að semja tónlist en sagt er að hann hafi samið sitt fyrsta lag sjö ára gamall. Hann var gríðarlega iðinn og virðist hafa verið einhverskonar tónlistarleg vél en eftir hann liggja tæplega 40 plötur, þar af fjórar á síðustu 18 mánuðum. Signs of the times, the many faces of #Prince. pic.twitter.com/CneyJuF8wV— AP Interactive (@AP_Interactive) April 21, 2016 Með útgáfu plötunnar Purple Rain sló Prince rækilega í gegn en út kom einnig samnefnd mynd sem að hluta til var byggð á ævi tónlistarmannsins. Hann hlaut m.a Óskarsverðlaunin árið 1985 fyrir tónlistina í þeirri mynd. Stjarna hans ræst á níunda áratug síðustu aldar og var hann oft á tíðum borinn saman við Michael Jackson. Arnar Eggert segir að þó líkja megi þeim saman hafi Prince ákveðna sérstöðu. „Það er merkilegt að hann er þeldökkur listamaður og vinnur úr þeim arfi sem kom fram á sjöunda og áttunda áratugnum. Hann fer með hann í meginstrauminn, ekkert ólíkt Michael Jackson og því sem hann var að gera,“ segir Arnar. „Michael Jackson var hinsvegar með lagasmiði og pródúsenta. Prince gerði þetta allt sjálfur. Hann útsetti, hann samdi, stýrði upptökum og öll hljóðfæri léku í höndum hans. Þetta var algjört undrabarn á öllum sviðum.“Arnar Eggert Thoroddsen.Ruddi brautina fyrir Kendrick Lamar og Kanye West Arnar segir að Prince hafi verið algjörlega óhræddur við að fara sína eigin leiðir en hafi samt tekist að synda í meginstraumnum og gera vinsæla tónlist. „Hann bjó yfir gríðarlegri orku. Hann byrjaði að búa til tónlist þegar hann var lítill og síðan er hann á milljón fram í rauðan dauðann. Menn eiga oft tímabil þar sem menn detta niður í tónlistarsköpun sinni, svo var aldrei um að ræða hjá Prince.“ „Hann fór á móti straumnum og gerði það sem hann vildi gera. Það gat verið tilraunakennt og öðruvísi og hann sveigði frá þegar hentaði,“ segir Arnar. „Engu að síður var hann einn vinsælasti tónlistarmaður heims á níunda áratugnum með rosalega útvarpssmelli en var líka meistari í allskonar tónlist. Hann gat gert þetta allt saman.“ Prince var áhrifamikill tónlistarmaður og telur Arnar að tónlistarmenn á borð við Kendrick Lamar og Kanye West sem báðir njóta gríðarlegra vinsælda hafi orðið fyrir miklum áhrifum af Prince. „Hann hefur verið innblástur fyrir þessa menn, sérstaklega Kanye West. Að menn geti gert það sem þeir vilja gera innan meginstraumsins þó að það sé einhver djöflasýra. Það er það sem Prince var alltaf að gera.“ „Í tónlistarsögulegu tilliti er risi fallinn frá, það er ekki spurning,“ segir Arnar Eggert en tónlistarheimurinn virðist hreinlega vera í losti yfir andláti Prince ef marka má viðbrögðin í kvöld. „Það var enginn aðdragandi þannig að þetta er algjört áfall, þetta er maður á besta aldri og fellur frá. Þetta er bara sjokk,“ segir Arnar Eggert.
Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira