Júníspá Siggu Kling – Sporðdreki: Elskaðu sjálfan þig aðeins meira 27. maí 2016 09:00 Elsku töffaralegi Sporðdrekinn minn. Í gegnum tíðina hefur þú fengið mörg tækifæri, þú hefur vakið athygli, breytt lífi fólks og ert eitthvað svo stútfullur af karakter. En þú verður að vita að framför er ómöguleg ef þú breytir ekki neinu. Og ef þú getur ekki skipt um skoðun og séð hlutina frá öðru sjónarhorni þá mun þér líða illa. Minnkaðu egóið þitt, talaðu fólk í kringum þig upp því það er leiðin að sigrinum í júnímánuði. Sumarið 2016 er komið til að draga þá Sporðdreka sem hafa verið í myrkrinu inn í ljósið. Það er komið til að sýna þér að það er allt undir þér komið hvort þú tekur áhættu og stendur svolítið með þér. Þú þarft að hafa orðatiltæki eins og „ég get, ég er, og allt fer vel“ hugföst og endurtaka þau svolítið í huganum. Fyrir aftan „ég get“ getur þú raða svo mörgum skemmtilegum orðum. Eins og til dæmis: „ég get látið mér líða vel“eða „ég get allt sem ég vil“ eða „ég get verið hamingjusamur“. Það sama á svo við „ég er“. Til dæmis: „Ég er sterkur“, „ég er hugrakkur“ eða „ég er æðislegur“. Með þessu hjálpar þú orkunni og almættinu í kringum þig við það að koma þér áfram. Það þýðir ekki að vera á bremsunni og bíða bara eftir stjörnuspánni, það hjálpar þér ekkert! Taktu fótinn af bremsunni og keyrðu einhverja allt aðra leið en þú ætlaðir að fara. Þannig gerist lífið. Ekki sóa þessari fínu orku sem þú hefur í áhyggjur. Þú þarft ekki að biðjast afsökunar á neinu, elskan mín. Stattu bara upp og knúsaðu fólk. Sýndu fólki meiri virðingu en þú hefur gert og ekki slúðra. Ef þér líður eitthvað illa, taktu þá eftir því að þú hefur líklega verið eitthvað að slúðra. Það er ein dauðasynd og það er það að vera leiðinlegur og það á sko ekki við um þig, elsku Sporðdrekinn minn! Þetta sumar verður bara eins og ein stór Þjóðhátíð í Eyjum og þú getur farið inn í öll partítjöld sem þig langar til þess að kíkja í! Þú þarft að fara og bjóða fólki inn í líf þitt því það er svo skemmtilegt! Þú hefur svo mikla náðargáfu til þess að skynja hvernig fólki líður svo hjálpaðu því. Þú munt læra langmest af því. Ég veit að þú ert með hjarta úr gulli og elskar með öllu þessu gullhjarta þínu og kannski ættir þú að einbeita þér aðeins að því að elska sjálfan þig aðeins meira. Ekki láta meðvirknina vera manneskjuna sem er næst þér í lífinu. Ef þér mislíkar eitthvað, segðu þá frá því, notaðu tjáninguna þá mun allt ganga vel. Knús, þín Sigga KlingFrægir sporðdrekar: Dísa í World Class, Helga Braga Jónsdóttir leikkona, Björk Guðmundsdóttir söngkona, Scarlett Johansson leikkona, Whoopie Goldberg leikkona, Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir sjónvarpskona, Emmsjé Gauti rappari. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Silja hlýtur verðlaun Jónasar Hallgrímssonar Menning Beyoncé tilkynnir næstu plötu sína Tónlist Fréttakviss vikunnar #29: Prófaðu hvort þú sért með puttann á púlsinum Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Spennandi tækifæri Lífið Fleiri fréttir Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Sjá meira
Elsku töffaralegi Sporðdrekinn minn. Í gegnum tíðina hefur þú fengið mörg tækifæri, þú hefur vakið athygli, breytt lífi fólks og ert eitthvað svo stútfullur af karakter. En þú verður að vita að framför er ómöguleg ef þú breytir ekki neinu. Og ef þú getur ekki skipt um skoðun og séð hlutina frá öðru sjónarhorni þá mun þér líða illa. Minnkaðu egóið þitt, talaðu fólk í kringum þig upp því það er leiðin að sigrinum í júnímánuði. Sumarið 2016 er komið til að draga þá Sporðdreka sem hafa verið í myrkrinu inn í ljósið. Það er komið til að sýna þér að það er allt undir þér komið hvort þú tekur áhættu og stendur svolítið með þér. Þú þarft að hafa orðatiltæki eins og „ég get, ég er, og allt fer vel“ hugföst og endurtaka þau svolítið í huganum. Fyrir aftan „ég get“ getur þú raða svo mörgum skemmtilegum orðum. Eins og til dæmis: „ég get látið mér líða vel“eða „ég get allt sem ég vil“ eða „ég get verið hamingjusamur“. Það sama á svo við „ég er“. Til dæmis: „Ég er sterkur“, „ég er hugrakkur“ eða „ég er æðislegur“. Með þessu hjálpar þú orkunni og almættinu í kringum þig við það að koma þér áfram. Það þýðir ekki að vera á bremsunni og bíða bara eftir stjörnuspánni, það hjálpar þér ekkert! Taktu fótinn af bremsunni og keyrðu einhverja allt aðra leið en þú ætlaðir að fara. Þannig gerist lífið. Ekki sóa þessari fínu orku sem þú hefur í áhyggjur. Þú þarft ekki að biðjast afsökunar á neinu, elskan mín. Stattu bara upp og knúsaðu fólk. Sýndu fólki meiri virðingu en þú hefur gert og ekki slúðra. Ef þér líður eitthvað illa, taktu þá eftir því að þú hefur líklega verið eitthvað að slúðra. Það er ein dauðasynd og það er það að vera leiðinlegur og það á sko ekki við um þig, elsku Sporðdrekinn minn! Þetta sumar verður bara eins og ein stór Þjóðhátíð í Eyjum og þú getur farið inn í öll partítjöld sem þig langar til þess að kíkja í! Þú þarft að fara og bjóða fólki inn í líf þitt því það er svo skemmtilegt! Þú hefur svo mikla náðargáfu til þess að skynja hvernig fólki líður svo hjálpaðu því. Þú munt læra langmest af því. Ég veit að þú ert með hjarta úr gulli og elskar með öllu þessu gullhjarta þínu og kannski ættir þú að einbeita þér aðeins að því að elska sjálfan þig aðeins meira. Ekki láta meðvirknina vera manneskjuna sem er næst þér í lífinu. Ef þér mislíkar eitthvað, segðu þá frá því, notaðu tjáninguna þá mun allt ganga vel. Knús, þín Sigga KlingFrægir sporðdrekar: Dísa í World Class, Helga Braga Jónsdóttir leikkona, Björk Guðmundsdóttir söngkona, Scarlett Johansson leikkona, Whoopie Goldberg leikkona, Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir sjónvarpskona, Emmsjé Gauti rappari.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Silja hlýtur verðlaun Jónasar Hallgrímssonar Menning Beyoncé tilkynnir næstu plötu sína Tónlist Fréttakviss vikunnar #29: Prófaðu hvort þú sért með puttann á púlsinum Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Spennandi tækifæri Lífið Fleiri fréttir Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Sjá meira