Kenna sultunni um sjálfsmark aldarinnar | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. júlí 2016 10:00 Sammy Ndjock var aðeins of fljótur út á völl eftir að fá sér samloku með sultu. mynd/skjáskot Kamerúnski markvörðurinn Sammy Ndjock, sem ver mark Minnesota United í NASL-deildinni í Bandaríkjunum, varð að Youtube-stjörnu í gær þegar ævintýralegt sjálfsmark hans í æfingaleik gegn enska liðinu Bournemouth fór eins og eldur í sinu um netheima. Ndjock skoraði annað mark Bournemouth af fjórum þegar honum tókst að kasta boltanum í eigið net í fyrri hálfleik, en vandræðalegt hlaup hans á eftir boltanum og senurnar þegar hann situr uppi með boltann inn í netinu eru meira en lítið fyndnar. Allir stærstu fréttamiðlar heims skrifuðu um mistök Kamerúnans sem var maður leiksins í deildarleiknum á undan þar sem hann hélt hreinu gegn Indy Eleven í NASL-deildinni. Markið má sjá eftir tvær mínútur og fimmtán sekúndur: Minnesota United er búið að gera frábærlega í að verja sinn mann en í staðinn fyrir að fara í vörn og vera með leiðindi er bandaríska félagið búið að snúa þessu sjálfsmarki aldarinnar upp í gott grín. Tekið var upp stutt atriði sem átti að hafa gerst skömmu fyrir leik þar sem Ndjock er að smyrja sér samloku með sultu og hnetusmjöri en það er þjóðarsamloka Bandaríkjamanna. Sultan á að hafa farið á hanska kamerúnska markvarðarins og var herferðin því skírð „kenndu sultunni um“. Notast er við kassamerkið #BlameItOnTheJelly. Myndbandið var birt á Twitter-síðu Minnesota United í gær þar sem félagið kom með opinberlega yfirlýsingu: „Bíðið alltaf í að minnsta kosti 30 mínútur með að fara út á völl eftir að þið eruð búin að borða samlokur með sultu.“PSA: always wait at least 30 minutes after eating jelly sandwiches before hitting the pitch... #BlameItOnTheJellypic.twitter.com/sGDKxfvLNE — Minnesota United FC (@MNUnitedFC) July 21, 2016 Minnesota-liðið bað svo stuðningsmenn sína og aðra um að segja vandræðalegar sögur af sér á Twitter með kassamerkinu #BlameItOnTheJelly og lofaði að endurtísta þeim þannig allir gætu séð. Þar komu nokkrar ansi skemmtilegar sögur eins og af einum sem kveikti í sófanum heima hjá sér eftir að eyðileggja lampa sem móðir hans var nýbúin að kaupa. Annar kýldi sig í magann með þráðlausum bor eftir að stilla hann á hæstu stillingu og annar braut míkrófóninn sinn á XBox-tölvunni eftir að missa niður tveggja marka forskot í tölvuleiknum FIFA. Allir kenndu þeir sultunni um eins og sjá má.@MNUnitedFC dropped my phone in garbage disposal while washing grapes #BlameItOnTheJelly — Devin (@Devcpfc) July 21, 2016@MNUnitedFC Snapped my Xbox Microphone because I blew a 2 goal lead in extra time #BlameItOnTheJelly — Björn Charles (@BjornCharles) July 21, 2016@MNUnitedFC cordless drill turned up to high, whipped around and punched myself in the gut. Knocked the wind out of me. #blameitonthejelly — Joe Metro (@drubysoho) July 21, 2016Mom had just bought a new lamp and couch for living room. Threw a pillow at my brother, smashed lamp, couch caught fire #BlameItOnTheJelly — Nolan (@_NolanH) July 21, 2016 Fótbolti Tengdar fréttir Sjáðu markvörð skora eitt af sjálfsmörkum aldarinnar | Myndband Kamerúnskur markvörður bandaríska fótboltaliðsins Minnesota United tókst að kasta boltanum í eigið net. 21. júlí 2016 09:30 Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Sjá meira
Kamerúnski markvörðurinn Sammy Ndjock, sem ver mark Minnesota United í NASL-deildinni í Bandaríkjunum, varð að Youtube-stjörnu í gær þegar ævintýralegt sjálfsmark hans í æfingaleik gegn enska liðinu Bournemouth fór eins og eldur í sinu um netheima. Ndjock skoraði annað mark Bournemouth af fjórum þegar honum tókst að kasta boltanum í eigið net í fyrri hálfleik, en vandræðalegt hlaup hans á eftir boltanum og senurnar þegar hann situr uppi með boltann inn í netinu eru meira en lítið fyndnar. Allir stærstu fréttamiðlar heims skrifuðu um mistök Kamerúnans sem var maður leiksins í deildarleiknum á undan þar sem hann hélt hreinu gegn Indy Eleven í NASL-deildinni. Markið má sjá eftir tvær mínútur og fimmtán sekúndur: Minnesota United er búið að gera frábærlega í að verja sinn mann en í staðinn fyrir að fara í vörn og vera með leiðindi er bandaríska félagið búið að snúa þessu sjálfsmarki aldarinnar upp í gott grín. Tekið var upp stutt atriði sem átti að hafa gerst skömmu fyrir leik þar sem Ndjock er að smyrja sér samloku með sultu og hnetusmjöri en það er þjóðarsamloka Bandaríkjamanna. Sultan á að hafa farið á hanska kamerúnska markvarðarins og var herferðin því skírð „kenndu sultunni um“. Notast er við kassamerkið #BlameItOnTheJelly. Myndbandið var birt á Twitter-síðu Minnesota United í gær þar sem félagið kom með opinberlega yfirlýsingu: „Bíðið alltaf í að minnsta kosti 30 mínútur með að fara út á völl eftir að þið eruð búin að borða samlokur með sultu.“PSA: always wait at least 30 minutes after eating jelly sandwiches before hitting the pitch... #BlameItOnTheJellypic.twitter.com/sGDKxfvLNE — Minnesota United FC (@MNUnitedFC) July 21, 2016 Minnesota-liðið bað svo stuðningsmenn sína og aðra um að segja vandræðalegar sögur af sér á Twitter með kassamerkinu #BlameItOnTheJelly og lofaði að endurtísta þeim þannig allir gætu séð. Þar komu nokkrar ansi skemmtilegar sögur eins og af einum sem kveikti í sófanum heima hjá sér eftir að eyðileggja lampa sem móðir hans var nýbúin að kaupa. Annar kýldi sig í magann með þráðlausum bor eftir að stilla hann á hæstu stillingu og annar braut míkrófóninn sinn á XBox-tölvunni eftir að missa niður tveggja marka forskot í tölvuleiknum FIFA. Allir kenndu þeir sultunni um eins og sjá má.@MNUnitedFC dropped my phone in garbage disposal while washing grapes #BlameItOnTheJelly — Devin (@Devcpfc) July 21, 2016@MNUnitedFC Snapped my Xbox Microphone because I blew a 2 goal lead in extra time #BlameItOnTheJelly — Björn Charles (@BjornCharles) July 21, 2016@MNUnitedFC cordless drill turned up to high, whipped around and punched myself in the gut. Knocked the wind out of me. #blameitonthejelly — Joe Metro (@drubysoho) July 21, 2016Mom had just bought a new lamp and couch for living room. Threw a pillow at my brother, smashed lamp, couch caught fire #BlameItOnTheJelly — Nolan (@_NolanH) July 21, 2016
Fótbolti Tengdar fréttir Sjáðu markvörð skora eitt af sjálfsmörkum aldarinnar | Myndband Kamerúnskur markvörður bandaríska fótboltaliðsins Minnesota United tókst að kasta boltanum í eigið net. 21. júlí 2016 09:30 Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Sjá meira
Sjáðu markvörð skora eitt af sjálfsmörkum aldarinnar | Myndband Kamerúnskur markvörður bandaríska fótboltaliðsins Minnesota United tókst að kasta boltanum í eigið net. 21. júlí 2016 09:30