Þetta kemur fram í færslu hjá ráðherranum á Facebook. Þar segist hann ennfremur ekki draga í efa að Kára Stefánssyni gangi gott eitt til með undirskriftarsöfnun sinni, þar sem skorað er á Alþingi að auka útgjöld til heilbrigðismála.
„Góð og öflug heilbrigðisþjónusta er einn af hornsteinum íslensks velferðarsamfélags og mikilvægur þáttur í að tryggja góð lífskjör og samkeppnishæfni Íslands í samfélagi þjóðanna,“segir ráðherrann og bætir við; „Og þetta er einmitt sú vegferð sem ríksstjórnin er á. Það má vissulega alltaf gera betur og við eigum að hafa metnað til þess.“