400 þúsund í miskabætur fyrir óþarflega langt gæsluvarðhald Bjarki Ármannsson skrifar 5. febrúar 2016 14:07 Maðurinn sætti um tíma rannsókn í tengslum við rekstur spilavítis í Skeifunni. Vísir/Anton Brink Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða manni 400 þúsund krónur í miskabætur fyrir að hafa haldið honum í gæsluvarðhaldi að ósekju dagana 18. til 21. desember 2012. Maðurinn sætti á þeim tíma rannsókn vegna gruns um að hagnast með ólögmætum hætti á rekstri spilavítisins Poker and Play í Skeifunni en rannsókn á hendur honum var síðar felld niður. Maðurinn var handtekinn þann 11. desember árið 2012 í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu. Á sama tíma var gerð húsleit í húsnæði Poker and Play. Maðurinn var einn fjögurra sem grunur beindist að á þeim tíma en hin þrjú voru síðar öll ákærð og hlutu fangelsisdóm í nóvember síðastliðnum.Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að bótakrafa mannsins byggði meðal annars á því að hann hafi orðið fyrir tjóni með því að hafa verið handtekinn og hnepptur í gæsluvarðhald og haldið þar í einangrun í tíu daga. Í kröfunni segir jafnframt að gæsluvarðhaldið hafi verið framkvæmt með „óþarflega harkalegum, særandi og móðgandi hætti.“ Maðurinn fór fram á þrjár milljónir króna í miskabætur, miðað við 300 þúsund krónur fyrir hvern dag sem hann dvaldi í einangrun.Ekki efni til gæsluvarðhalds eftir 18. desember Héraðsdómur taldi þó að maðurinn hefði sjálfur stuðlað að því að gæsluvarðhalds var krafið yfir honum á sínum tíma. Til að mynda hefðu verulegir fjármunir runnið inn á reikning hans frá áhugamannafélaginu Poker and Play, þar sem hann var meðstjórnandi, á meðan hann var án atvinnu. Þá hafi undandráttur hans á svörum við skýrslutöku gefið lögreglu fullt tilefni til að rannsaka frekar atriði er sneru að hugsanlegum refsiverðum verknaði. Héraðsdómur taldi þó einnig að það hafi ekki verið efni til að hann sætti gæsluvarðhaldi allt til 21. desember eftir yfirheyrsluna sem fram fór 18. desember. Var honum sem fyrr segir ákvarðaðar miskabætur fyrir þann tíma. Tvö þríeykisins sem ákært var fyrir rekstur spilavítisins hlutu níu mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm en það þriðja tólf mánaða skilorðsbundinn dóm. Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira
Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða manni 400 þúsund krónur í miskabætur fyrir að hafa haldið honum í gæsluvarðhaldi að ósekju dagana 18. til 21. desember 2012. Maðurinn sætti á þeim tíma rannsókn vegna gruns um að hagnast með ólögmætum hætti á rekstri spilavítisins Poker and Play í Skeifunni en rannsókn á hendur honum var síðar felld niður. Maðurinn var handtekinn þann 11. desember árið 2012 í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu. Á sama tíma var gerð húsleit í húsnæði Poker and Play. Maðurinn var einn fjögurra sem grunur beindist að á þeim tíma en hin þrjú voru síðar öll ákærð og hlutu fangelsisdóm í nóvember síðastliðnum.Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að bótakrafa mannsins byggði meðal annars á því að hann hafi orðið fyrir tjóni með því að hafa verið handtekinn og hnepptur í gæsluvarðhald og haldið þar í einangrun í tíu daga. Í kröfunni segir jafnframt að gæsluvarðhaldið hafi verið framkvæmt með „óþarflega harkalegum, særandi og móðgandi hætti.“ Maðurinn fór fram á þrjár milljónir króna í miskabætur, miðað við 300 þúsund krónur fyrir hvern dag sem hann dvaldi í einangrun.Ekki efni til gæsluvarðhalds eftir 18. desember Héraðsdómur taldi þó að maðurinn hefði sjálfur stuðlað að því að gæsluvarðhalds var krafið yfir honum á sínum tíma. Til að mynda hefðu verulegir fjármunir runnið inn á reikning hans frá áhugamannafélaginu Poker and Play, þar sem hann var meðstjórnandi, á meðan hann var án atvinnu. Þá hafi undandráttur hans á svörum við skýrslutöku gefið lögreglu fullt tilefni til að rannsaka frekar atriði er sneru að hugsanlegum refsiverðum verknaði. Héraðsdómur taldi þó einnig að það hafi ekki verið efni til að hann sætti gæsluvarðhaldi allt til 21. desember eftir yfirheyrsluna sem fram fór 18. desember. Var honum sem fyrr segir ákvarðaðar miskabætur fyrir þann tíma. Tvö þríeykisins sem ákært var fyrir rekstur spilavítisins hlutu níu mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm en það þriðja tólf mánaða skilorðsbundinn dóm.
Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira