Dæmd í fangelsi fyrir rekstur á spilavíti í Skeifunni Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 3. nóvember 2015 09:14 Þríeykið var meðal annars ákært fyrir rekstur á spilavítinu og peningaþvætti. vísir/anton Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun tvo karlmenn og eina konu til refsingar fyrir að reka spilavítið Poker and Play í Skeifunni frá árinu 2010 til 2012. Annar maðurinn var dæmdur í 12 mánaða fangelsi en þar af voru níu mánuðir á skilorði til tveggja ára. Hinn maðurinn og konan fengu níu mánaða fangelsisdóm, þar af eru sex skilorði til tveggja ára. Öll voru þau dæmd til að greiða málsvarnarlaun verjenda sinna auk þess sem peningar að upphæð 551.500 krónur voru gerðir upptækir. Þá voru jafnframt spilapeningar, spilaborð og spilastokkar gerðir upptækir. Auk rekstursins á spilavítinu var þríeykið ákært fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við, nýtt eða aflað sér ávinnings að fjárhæð 171 milljón króna, með því að hafa rekið fjárhættuspil í atvinnuskyni og sér til ávinnings komið öðrum til þátttöku í þeim. Ákærðu sögðu að um áhugamannafélag hafi verið að ræða sem ekki hefði haft hagnað af fjárhættuspilinu sem þar hafi verið stundað. Vitni sem kom að stofnun félagsins vottaði fyrir það og sagði staðinn einungis hafa verið rekinn af frjálsum framlögum félagsmanna. Þá hafi allir stundað spilið af fúsum og frjálsum vilja.Dóminn í heild sinni má lesa hér. Tengdar fréttir Fær ekki að leiða hundrað pókerspilara fyrir dóm Kröfu verjenda eins þremenninganna í Poker and play-málinu svokallaða um að leiða fram alls rúmlega hundrað vitni í málinu var í dag hafnað í Hæstarétti. 31. ágúst 2015 23:25 „Fannst eins og ég þyrfti að segja það sem lögregla vildi heyra“ Hátt í þrjátíu vitni voru leidd fyrir dóm í máli ríkissaksóknara á hendur spilavítinu Poker and Play í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 6. október 2015 08:48 "Hér var um að ræða áhugamannafélag um spil“ Spilavítið sem lögreglan lokaði í fyrradag auglýsti starfsemi sína víða á netinu og innheimti samkvæmt þeim svokallað pottagjald fyrir pókerspil. Lögmaður eins af sakborningunum í málinu segir enga ólöglega starfsemi hafa átt sér stað í húsnæðinu heldur einungis spilamennska áhugamanna fjármögnuð með frjálsum framlögum. 13. desember 2012 19:08 Ákærð fyrir póker og peningaþvætti Sögð hafa tekið við 171 milljón króna við rekstur fjárhættuspils í atvinnuskyni í Skeifunni 5. febrúar 2015 11:44 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun tvo karlmenn og eina konu til refsingar fyrir að reka spilavítið Poker and Play í Skeifunni frá árinu 2010 til 2012. Annar maðurinn var dæmdur í 12 mánaða fangelsi en þar af voru níu mánuðir á skilorði til tveggja ára. Hinn maðurinn og konan fengu níu mánaða fangelsisdóm, þar af eru sex skilorði til tveggja ára. Öll voru þau dæmd til að greiða málsvarnarlaun verjenda sinna auk þess sem peningar að upphæð 551.500 krónur voru gerðir upptækir. Þá voru jafnframt spilapeningar, spilaborð og spilastokkar gerðir upptækir. Auk rekstursins á spilavítinu var þríeykið ákært fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við, nýtt eða aflað sér ávinnings að fjárhæð 171 milljón króna, með því að hafa rekið fjárhættuspil í atvinnuskyni og sér til ávinnings komið öðrum til þátttöku í þeim. Ákærðu sögðu að um áhugamannafélag hafi verið að ræða sem ekki hefði haft hagnað af fjárhættuspilinu sem þar hafi verið stundað. Vitni sem kom að stofnun félagsins vottaði fyrir það og sagði staðinn einungis hafa verið rekinn af frjálsum framlögum félagsmanna. Þá hafi allir stundað spilið af fúsum og frjálsum vilja.Dóminn í heild sinni má lesa hér.
Tengdar fréttir Fær ekki að leiða hundrað pókerspilara fyrir dóm Kröfu verjenda eins þremenninganna í Poker and play-málinu svokallaða um að leiða fram alls rúmlega hundrað vitni í málinu var í dag hafnað í Hæstarétti. 31. ágúst 2015 23:25 „Fannst eins og ég þyrfti að segja það sem lögregla vildi heyra“ Hátt í þrjátíu vitni voru leidd fyrir dóm í máli ríkissaksóknara á hendur spilavítinu Poker and Play í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 6. október 2015 08:48 "Hér var um að ræða áhugamannafélag um spil“ Spilavítið sem lögreglan lokaði í fyrradag auglýsti starfsemi sína víða á netinu og innheimti samkvæmt þeim svokallað pottagjald fyrir pókerspil. Lögmaður eins af sakborningunum í málinu segir enga ólöglega starfsemi hafa átt sér stað í húsnæðinu heldur einungis spilamennska áhugamanna fjármögnuð með frjálsum framlögum. 13. desember 2012 19:08 Ákærð fyrir póker og peningaþvætti Sögð hafa tekið við 171 milljón króna við rekstur fjárhættuspils í atvinnuskyni í Skeifunni 5. febrúar 2015 11:44 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Fær ekki að leiða hundrað pókerspilara fyrir dóm Kröfu verjenda eins þremenninganna í Poker and play-málinu svokallaða um að leiða fram alls rúmlega hundrað vitni í málinu var í dag hafnað í Hæstarétti. 31. ágúst 2015 23:25
„Fannst eins og ég þyrfti að segja það sem lögregla vildi heyra“ Hátt í þrjátíu vitni voru leidd fyrir dóm í máli ríkissaksóknara á hendur spilavítinu Poker and Play í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 6. október 2015 08:48
"Hér var um að ræða áhugamannafélag um spil“ Spilavítið sem lögreglan lokaði í fyrradag auglýsti starfsemi sína víða á netinu og innheimti samkvæmt þeim svokallað pottagjald fyrir pókerspil. Lögmaður eins af sakborningunum í málinu segir enga ólöglega starfsemi hafa átt sér stað í húsnæðinu heldur einungis spilamennska áhugamanna fjármögnuð með frjálsum framlögum. 13. desember 2012 19:08
Ákærð fyrir póker og peningaþvætti Sögð hafa tekið við 171 milljón króna við rekstur fjárhættuspils í atvinnuskyni í Skeifunni 5. febrúar 2015 11:44