400 þúsund í miskabætur fyrir óþarflega langt gæsluvarðhald Bjarki Ármannsson skrifar 5. febrúar 2016 14:07 Maðurinn sætti um tíma rannsókn í tengslum við rekstur spilavítis í Skeifunni. Vísir/Anton Brink Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða manni 400 þúsund krónur í miskabætur fyrir að hafa haldið honum í gæsluvarðhaldi að ósekju dagana 18. til 21. desember 2012. Maðurinn sætti á þeim tíma rannsókn vegna gruns um að hagnast með ólögmætum hætti á rekstri spilavítisins Poker and Play í Skeifunni en rannsókn á hendur honum var síðar felld niður. Maðurinn var handtekinn þann 11. desember árið 2012 í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu. Á sama tíma var gerð húsleit í húsnæði Poker and Play. Maðurinn var einn fjögurra sem grunur beindist að á þeim tíma en hin þrjú voru síðar öll ákærð og hlutu fangelsisdóm í nóvember síðastliðnum.Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að bótakrafa mannsins byggði meðal annars á því að hann hafi orðið fyrir tjóni með því að hafa verið handtekinn og hnepptur í gæsluvarðhald og haldið þar í einangrun í tíu daga. Í kröfunni segir jafnframt að gæsluvarðhaldið hafi verið framkvæmt með „óþarflega harkalegum, særandi og móðgandi hætti.“ Maðurinn fór fram á þrjár milljónir króna í miskabætur, miðað við 300 þúsund krónur fyrir hvern dag sem hann dvaldi í einangrun.Ekki efni til gæsluvarðhalds eftir 18. desember Héraðsdómur taldi þó að maðurinn hefði sjálfur stuðlað að því að gæsluvarðhalds var krafið yfir honum á sínum tíma. Til að mynda hefðu verulegir fjármunir runnið inn á reikning hans frá áhugamannafélaginu Poker and Play, þar sem hann var meðstjórnandi, á meðan hann var án atvinnu. Þá hafi undandráttur hans á svörum við skýrslutöku gefið lögreglu fullt tilefni til að rannsaka frekar atriði er sneru að hugsanlegum refsiverðum verknaði. Héraðsdómur taldi þó einnig að það hafi ekki verið efni til að hann sætti gæsluvarðhaldi allt til 21. desember eftir yfirheyrsluna sem fram fór 18. desember. Var honum sem fyrr segir ákvarðaðar miskabætur fyrir þann tíma. Tvö þríeykisins sem ákært var fyrir rekstur spilavítisins hlutu níu mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm en það þriðja tólf mánaða skilorðsbundinn dóm. Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða manni 400 þúsund krónur í miskabætur fyrir að hafa haldið honum í gæsluvarðhaldi að ósekju dagana 18. til 21. desember 2012. Maðurinn sætti á þeim tíma rannsókn vegna gruns um að hagnast með ólögmætum hætti á rekstri spilavítisins Poker and Play í Skeifunni en rannsókn á hendur honum var síðar felld niður. Maðurinn var handtekinn þann 11. desember árið 2012 í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu. Á sama tíma var gerð húsleit í húsnæði Poker and Play. Maðurinn var einn fjögurra sem grunur beindist að á þeim tíma en hin þrjú voru síðar öll ákærð og hlutu fangelsisdóm í nóvember síðastliðnum.Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að bótakrafa mannsins byggði meðal annars á því að hann hafi orðið fyrir tjóni með því að hafa verið handtekinn og hnepptur í gæsluvarðhald og haldið þar í einangrun í tíu daga. Í kröfunni segir jafnframt að gæsluvarðhaldið hafi verið framkvæmt með „óþarflega harkalegum, særandi og móðgandi hætti.“ Maðurinn fór fram á þrjár milljónir króna í miskabætur, miðað við 300 þúsund krónur fyrir hvern dag sem hann dvaldi í einangrun.Ekki efni til gæsluvarðhalds eftir 18. desember Héraðsdómur taldi þó að maðurinn hefði sjálfur stuðlað að því að gæsluvarðhalds var krafið yfir honum á sínum tíma. Til að mynda hefðu verulegir fjármunir runnið inn á reikning hans frá áhugamannafélaginu Poker and Play, þar sem hann var meðstjórnandi, á meðan hann var án atvinnu. Þá hafi undandráttur hans á svörum við skýrslutöku gefið lögreglu fullt tilefni til að rannsaka frekar atriði er sneru að hugsanlegum refsiverðum verknaði. Héraðsdómur taldi þó einnig að það hafi ekki verið efni til að hann sætti gæsluvarðhaldi allt til 21. desember eftir yfirheyrsluna sem fram fór 18. desember. Var honum sem fyrr segir ákvarðaðar miskabætur fyrir þann tíma. Tvö þríeykisins sem ákært var fyrir rekstur spilavítisins hlutu níu mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm en það þriðja tólf mánaða skilorðsbundinn dóm.
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira