Innlent

„Þetta var hræðilegt“

Birgir Olgeirsson skrifar
Keflavíkurflugvöllur.
Keflavíkurflugvöllur. vísir/anton brink.
„Þetta var í fyrsta skiptið sem ég upplifði eitthvað þessu líkt. Þetta var hræðilegt. Mjög ógnvekjandi,“ segir Joanna Palczewska sem var ein af farþegum farþegaþotu frá WestJet-flugvélinu sem þurfti að nauðlenda á Keflavíkurflugvelli síðastliðinn laugardagsmorgun.

Vélin var á leið frá Gatwick-flugvelli í Lundúnum til Edmonton í Kanada en rætt er við Joanna á vef Global News. „Það var verið að bera fram drykki þegar við heyrðum í einhverjum sem hljómaði eins og sprenging í einum af hreyflunum. Áhöfnin virtist áhyggjufull og það var greinilegt að eitthvað var ekki í lagi,“ er haft eftir Joanna.

Hún var ein af hundruð farþega vélarinnar sem þurftu að gista í Reykjavík eftir nauðlendinguna. Hún segir áhöfnina hafa tekið á þessu ástandi af mikilli fagmennsku. „En ég gat séð hvernig þau horfðu á hvort annað. Þau reyndu að halda ró sinni. Það var mikill viðbúnaður þegar við lentum, slökkviliðsbílar, lögregla og áfallateymi frá Rauða krossinum.“ Hún segist hafa upplifað ókyrrð í lofti áður en hún heyrði hvellinn í einum af hreyflunum.

Um klukkutíma síðar kom flugstjórinn út úr flugstjórnarklefanum og tilkynnti farþegunum að nauðlenda þyrfti vélinni á Íslandi.

Flugfélagið sendi síðan tvær vélar til Íslands til að ná í farþegana. Önnur vélin flutti farþega sem ætluðu bara til Edmonton en hin vélin flutti farþega til Calgary sem höfðu misst af tengiflugi frá Edmonton. Ekki er vitað hvað olli vélarbiluninni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×