Líf mitt hefur snúist um þennan mann minn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. desember 2016 13:15 Birgitta stendur dyggan vörð um verk eiginmannsins, Sigurjóns Ólafssonar. Vísir/Stefán „Þetta er orðinn dálítill tími,“ segir Birgitta þegar minnst er á 85 ára afmælið í dag. Hún ólst upp á Fjóni í Danmörku en flutti til Íslands 25 ára og hefur því búið hér á landi í 60 ár. „Ég kom hingað með Sigurjóni Ólafssyni myndhöggvara 1956, þá áttum við tvö börn og settumst að á Laugarnestanga þar sem hann var með sitt heimili; ég var seinni eiginkona hans. Húsakynnin voru braggi þar sem Sigurjón var með vinnustofu og 30 fermetra áfast steinhús, allt leifar frá hernum. Fljótlega voru börnin orðin fjögur en Sigurjón orðinn sjúklingur því hann hafði fengið berkla ungur og það mein tók sig upp. Hann fékk að fara á Reykjalund því hann óttaðist að ef hann færi á Vífilsstaði ætti hann ekki afturkvæmt.“ Ragnar í Smára, sveitungi Sigurjóns, kom fjölskyldunni til hjálpar og lét reisa íbúðarhús sem var áfast eldra húsnæði, að sögn Birgittu. „Sigurjón vildi hvergi annars staðar vera en á Laugarnesinu en hér fékkst ekki byggingarleyfi svo byggt var timburhús í óleyfi sem mætti lyfta af grunni sínum ef við yrðum að flytja héðan. Húsið stóð tilbúið árið 1961 og inn flutti ég með börnin, Sigurjón kom heim af Reykjalundi ári seinna. Hann dreif í að láta reisa skála í kringum braggann 1963 – líka í óleyfi og átti að rífa, borginni að kostnaðarlausu, ef með þyrfti. Þegar Sigurjón lést 1982, var skálinn orðinn ófullkomið húsnæði sem geymsla fyrir verkin hans og þá var mér ráðlegt að stofna safn til að búa til ramma og lögfestingu utan um þau.“ Með framlögum frá bönkum og fyrirtækjum og aðstoð ríkis og Reykjavíkurborgar tókst Birgittu að koma upp fallegu húsnæði svo hægt væri að skoða verk Sigurjóns í viðeigandi umhverfi. „Líf mitt hefur snúist um þennan mann minn og gerir enn því hann lét eftir sig stórt safn listaverka sem ég hef reynt að halda utan um. En ég stóð ekki ein. Það var fullt af fólki í kringum mig sem studdi mig.“ Hlíf er sú eina fjögurra barna Birgittu sem býr á Íslandi. Dagur og Ólafur eru í Danmörku og Freyr á Spáni. Þrjú þeirra verja með henni afmælisdeginum í dag. Birgitta segir sér hafa liðið vel á Laugarnestanga þótt þar gusti stundum hressilega. Hún kveðst hafa alist upp um kílómetra frá ströndinni á Vestur-Fjóni og enn halda tengslum við það byggðarlag. „Þó að bekkjarfélagar mínir séu ekki lengur á ferðinni hér þá kemur fólk af annarri kynslóð að heilsa upp á mig.“ Lífið Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði fyrir bókaklúbb Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði fyrir bókaklúbb Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Sjá meira
„Þetta er orðinn dálítill tími,“ segir Birgitta þegar minnst er á 85 ára afmælið í dag. Hún ólst upp á Fjóni í Danmörku en flutti til Íslands 25 ára og hefur því búið hér á landi í 60 ár. „Ég kom hingað með Sigurjóni Ólafssyni myndhöggvara 1956, þá áttum við tvö börn og settumst að á Laugarnestanga þar sem hann var með sitt heimili; ég var seinni eiginkona hans. Húsakynnin voru braggi þar sem Sigurjón var með vinnustofu og 30 fermetra áfast steinhús, allt leifar frá hernum. Fljótlega voru börnin orðin fjögur en Sigurjón orðinn sjúklingur því hann hafði fengið berkla ungur og það mein tók sig upp. Hann fékk að fara á Reykjalund því hann óttaðist að ef hann færi á Vífilsstaði ætti hann ekki afturkvæmt.“ Ragnar í Smára, sveitungi Sigurjóns, kom fjölskyldunni til hjálpar og lét reisa íbúðarhús sem var áfast eldra húsnæði, að sögn Birgittu. „Sigurjón vildi hvergi annars staðar vera en á Laugarnesinu en hér fékkst ekki byggingarleyfi svo byggt var timburhús í óleyfi sem mætti lyfta af grunni sínum ef við yrðum að flytja héðan. Húsið stóð tilbúið árið 1961 og inn flutti ég með börnin, Sigurjón kom heim af Reykjalundi ári seinna. Hann dreif í að láta reisa skála í kringum braggann 1963 – líka í óleyfi og átti að rífa, borginni að kostnaðarlausu, ef með þyrfti. Þegar Sigurjón lést 1982, var skálinn orðinn ófullkomið húsnæði sem geymsla fyrir verkin hans og þá var mér ráðlegt að stofna safn til að búa til ramma og lögfestingu utan um þau.“ Með framlögum frá bönkum og fyrirtækjum og aðstoð ríkis og Reykjavíkurborgar tókst Birgittu að koma upp fallegu húsnæði svo hægt væri að skoða verk Sigurjóns í viðeigandi umhverfi. „Líf mitt hefur snúist um þennan mann minn og gerir enn því hann lét eftir sig stórt safn listaverka sem ég hef reynt að halda utan um. En ég stóð ekki ein. Það var fullt af fólki í kringum mig sem studdi mig.“ Hlíf er sú eina fjögurra barna Birgittu sem býr á Íslandi. Dagur og Ólafur eru í Danmörku og Freyr á Spáni. Þrjú þeirra verja með henni afmælisdeginum í dag. Birgitta segir sér hafa liðið vel á Laugarnestanga þótt þar gusti stundum hressilega. Hún kveðst hafa alist upp um kílómetra frá ströndinni á Vestur-Fjóni og enn halda tengslum við það byggðarlag. „Þó að bekkjarfélagar mínir séu ekki lengur á ferðinni hér þá kemur fólk af annarri kynslóð að heilsa upp á mig.“
Lífið Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði fyrir bókaklúbb Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði fyrir bókaklúbb Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Sjá meira