Þessi rokkaða útgáfa af þjóðsöngnum kemur þér í gírinn fyrir leikinn í kvöld
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Snorri Barón tekur þjóðsönginn á gítarinn.vísir
Gítarleikarinn Snorri Barón Jónsson hlóð í rafmagnaða útgáfu af þjóðsöng okkar Íslendinga í tilefni dagsins en eins og flestir vita leikur íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sinn fyrsta leik á stórmóti þegar það mætir Portúgal í St. Etienne í kvöld.
Snorri spilar Lofsöng á rafmagnsgítar og birtir myndband af flutningnum á Facebook-síðu sinni en myndbandið hefur vakið mikla athygli síðan Snorri setti það inn fyrir um klukkutíma síðan. Lagið er eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson en ljóðið er eftir Matthías Jochumsson.
Gítarleikur Snorra ætti að koma fólki í rétta gírinn fyrir kvöldið en sjá má myndbandið hér fyrir neðan.
"Ertu að fara að sjá Ronaldo spila?“ spurði Sonja Rut Aðalsteinsdóttir son sinn Aron sem er mættur til Frakklands til að sjá hetjuna sína Cristiano Ronaldo spila á móti landsliði Íslands á EM í Frakklandi.