„Við sláum upp tjaldbúðum þar sem hin ýmsu félagasamtök, stjórnmálaflokkar, stofnanir og fyrirtæki verða með fjölbreytta dagskrá og þjóðþekktir einstaklingar stjórna sjóðheitum umræðum. Á 30 mínútna fresti verða samtöl við stjórnmálamenn í Stjórnmálabúðum hátíðarinnar. Þar að auki verða pallborðsumræður, kynningar, stjórnmála speed-date og pub-quiz í bland við tónlistaratriði og aðrar uppákomur.”
Þorsteinn Guðmundsson grínisti hefur sína skoðun á skoðanaskiptum.
„Við erum búin að vera í nánu samtali við stjórnmálaflokka, alþingismenn og forseta alþingis til að vinna að því að dagskrá þingsins skarist ekki við Fund Fólksins. Það er afar áríðandi að lýðræðis- og stjórnmálahátíð sem þessi sé vel sótt af stjórnmálamönnum og því allt kapp lagt á að það verði.“
Fundur Fólksins er hátíð að norrænni fyrirmynd en slíkar hátíðir hafa verið haldnar í áratugi og er Almedalsveckan á Gotlandi í Svíþjóð þeirra þekktust.
Það er Almannaheill - samtök þriðja geirans sem er framkvæmdaaðili hátíðarinnar í samstarfi við Velferðarráðuneytið, Reykjavíkurborg og Norræna húsið.
Dagskrána má sjá hér að neðan og nánari upplýsingar eru á www.fundurfolksins.is