Phelps kvaddi með myndatöku af sér með öll Ólympíuverðlaunin sín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2016 11:00 Michael Phelps. Vísir/Getty Það er ekki létt verk að halda á öllum Ólympíuverðlaunum hans Michael Phelps í einu og það fékk kappinn að kynnast sjálfur í myndatöku á vegum Sports Illustrated. Michael Phelps tilkynnti það í forsíðuviðtali við Sports Illustrated að hann væri hættur en sögulegum sundferli hans lauk þar með á Ólympíuleikunum í Ríó. Michael Phelps vann sex verðlaun þar af fimm gull (og eitt silfur) á Ólympíuleikunum í Ríó og bætti þar með enn frekar við metið sitt. Phelps endar ferilinn með 28 verðlaun á Ólympíuleikunum sem er met alveg eins og að hann á metið yfir flest gullverðlaun (23), flest gull í einstaklingsgreinum (13) og flest verðlaun í einstaklingsgreinum (16). Næst á eftir honum á listann yfir flest heildarverðlaun er sovéska fimleikakonan Larisa Latynina sem vann samtals átján verðlaun og níu gull. Þetta er reyndar í annað skiptið sem Michael Phelps tilkynnir að hann sé hættur. Hann hætti einnig eftir Ólympíuleikana í London en ákvað að snúa aftur fyrir leikana í Ríó. Með því sá hann nánast til þess að enginn mun komast nálægt því að bæta metin hans í næstu framtíð. Hér fyrir neðan má sjá myndir af honum frá umræddri myndatöku Sports Illustrated þar sem Michael Phelps mætti með öll verðlaun sín frá Ólympíuleikunum í Aþenu 2004, Ólympíuleikunum í Peking 2008, Ólympíuleikunum í London 2012 og Ólympíuleikunum í Ríó 2016.Það er hægt að lesa kveðjuviðtal Michael Phelps hér.G.O.A.T.(via @SInow) pic.twitter.com/7uqSWAWrvQ— NBC Olympics (@NBCOlympics) December 20, 2016 ???????????????????? ??MICHAEL PHELPS?? ???????????? ??????????@SInow celebrates the GOAT https://t.co/cGkIckw0kj pic.twitter.com/VXVnVL7uM1— 120 Sports (@120Sports) December 20, 2016 Outtakes from @MichaelPhelps's @SInow cover shoot: https://t.co/0OMtuvNYE3 pic.twitter.com/vr6wcaSrmj— SI Olympics (@si_olympics) December 20, 2016 After cementing his legacy as the greatest Olympian ever, @MichaelPhelps tells @SITimLayden why he's retiring now https://t.co/CdIk0pefzL pic.twitter.com/Ey6PHGohGP— SI Olympics (@si_olympics) December 20, 2016 Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Sjá meira
Það er ekki létt verk að halda á öllum Ólympíuverðlaunum hans Michael Phelps í einu og það fékk kappinn að kynnast sjálfur í myndatöku á vegum Sports Illustrated. Michael Phelps tilkynnti það í forsíðuviðtali við Sports Illustrated að hann væri hættur en sögulegum sundferli hans lauk þar með á Ólympíuleikunum í Ríó. Michael Phelps vann sex verðlaun þar af fimm gull (og eitt silfur) á Ólympíuleikunum í Ríó og bætti þar með enn frekar við metið sitt. Phelps endar ferilinn með 28 verðlaun á Ólympíuleikunum sem er met alveg eins og að hann á metið yfir flest gullverðlaun (23), flest gull í einstaklingsgreinum (13) og flest verðlaun í einstaklingsgreinum (16). Næst á eftir honum á listann yfir flest heildarverðlaun er sovéska fimleikakonan Larisa Latynina sem vann samtals átján verðlaun og níu gull. Þetta er reyndar í annað skiptið sem Michael Phelps tilkynnir að hann sé hættur. Hann hætti einnig eftir Ólympíuleikana í London en ákvað að snúa aftur fyrir leikana í Ríó. Með því sá hann nánast til þess að enginn mun komast nálægt því að bæta metin hans í næstu framtíð. Hér fyrir neðan má sjá myndir af honum frá umræddri myndatöku Sports Illustrated þar sem Michael Phelps mætti með öll verðlaun sín frá Ólympíuleikunum í Aþenu 2004, Ólympíuleikunum í Peking 2008, Ólympíuleikunum í London 2012 og Ólympíuleikunum í Ríó 2016.Það er hægt að lesa kveðjuviðtal Michael Phelps hér.G.O.A.T.(via @SInow) pic.twitter.com/7uqSWAWrvQ— NBC Olympics (@NBCOlympics) December 20, 2016 ???????????????????? ??MICHAEL PHELPS?? ???????????? ??????????@SInow celebrates the GOAT https://t.co/cGkIckw0kj pic.twitter.com/VXVnVL7uM1— 120 Sports (@120Sports) December 20, 2016 Outtakes from @MichaelPhelps's @SInow cover shoot: https://t.co/0OMtuvNYE3 pic.twitter.com/vr6wcaSrmj— SI Olympics (@si_olympics) December 20, 2016 After cementing his legacy as the greatest Olympian ever, @MichaelPhelps tells @SITimLayden why he's retiring now https://t.co/CdIk0pefzL pic.twitter.com/Ey6PHGohGP— SI Olympics (@si_olympics) December 20, 2016
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Sjá meira