Segja leikkonurnar hafa skrifað undir samning um þriðju Sex and the City-myndina Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. desember 2016 14:00 Það hefur verið mikið rætt um möguleikann á því að gera þriðju kvikmyndina byggða á sjónvarpsþáttunum Sex and the City en þeir nutu gríðarlegra vinsælda þegar þeir voru sýndir á HBO á árunum 1998 til 2004. Tvær bíómyndir hafa síðan verið gerðar eftir að þættirnir luku göngu sinni. Nú virðast líkurnar á því að þriðja myndin verði gerð vera að aukast þar sem miðillinn Radar Online greinir frá því að leikkonurnar fjórar, þær Sarah Jessica Parker, Cynthia Nixon, Kristin Davis og Kim Cattrall, hafi allar skrifað undir samning þess efnis að leika í myndinni. „Allar konurnar hafa formlega skrifað undir samning um að leika í þriðju myndinni,“ er haft eftir heimildarmanni á síðunni en þar segir jafnframt að Parker hafi næstum því ekki skrifað undir því hún hafi ekki verið sátt við handritið. Í október síðastliðnum gaf Parker það í skyn að þriðja myndin yrði mögulega framleidd. „Það er alltaf möguleiki. Ég veit ekki hvort það verður mynd eða þáttaröð. Það er enn allt opið í því og það verður rætt þar til niðurstaða fæst í málið.“ Mest lesið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Það hefur verið mikið rætt um möguleikann á því að gera þriðju kvikmyndina byggða á sjónvarpsþáttunum Sex and the City en þeir nutu gríðarlegra vinsælda þegar þeir voru sýndir á HBO á árunum 1998 til 2004. Tvær bíómyndir hafa síðan verið gerðar eftir að þættirnir luku göngu sinni. Nú virðast líkurnar á því að þriðja myndin verði gerð vera að aukast þar sem miðillinn Radar Online greinir frá því að leikkonurnar fjórar, þær Sarah Jessica Parker, Cynthia Nixon, Kristin Davis og Kim Cattrall, hafi allar skrifað undir samning þess efnis að leika í myndinni. „Allar konurnar hafa formlega skrifað undir samning um að leika í þriðju myndinni,“ er haft eftir heimildarmanni á síðunni en þar segir jafnframt að Parker hafi næstum því ekki skrifað undir því hún hafi ekki verið sátt við handritið. Í október síðastliðnum gaf Parker það í skyn að þriðja myndin yrði mögulega framleidd. „Það er alltaf möguleiki. Ég veit ekki hvort það verður mynd eða þáttaröð. Það er enn allt opið í því og það verður rætt þar til niðurstaða fæst í málið.“
Mest lesið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira