Vilja launa Færeyingum stuðninginn nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 29. desember 2016 10:31 Yfir þrjúhundruð tilkynningar um tjón hafa borist í Færeyjum í kjölfar veðursins. mynd/kringvarp Føroya Þær Rakel Sigurgeirsdóttir og Addý Steinarrs hafa hrundið af stað styrktarátaki til stuðnings frændum okkar Færeyinga en mikið óveður gekk yfir eyjarnar á jóladag.Mikið tjón varð í kjölfar fárviðrisins, til að mynda rifnuðu þök af húsum, rafmagnslaust var á stórum svæðum og hviðurnar voru svo öflugar að bílar fuku á hliðina.Færeyingar hafa margsinnis komið Íslendingum til aðstoðarRakel var viðmælandi Gulla og Heimis í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún lagði áherslu á að Færeyingar hafi alltaf staðið sína plikt og stutt Íslendinga þegar eitthvað hefur bjátað á hjá okkur. „Ég hugsa að allir hljóti að muna eftir því [að Færeyingar komu okkur til hjálpar] til dæmis í hruninu, í kringum snjóflóðin á Súðavík og á Flateyri og eins í Vestmannaeyjagosinu,“ sagði Rakel.Sjá einnig: Færeyingar takast á við afleiðingar Urðar Færeyska þjóðin lánaði Íslendingum eftirminnilega rausnarlega peningaupphæð, sem nam sex milljörðum íslenskra króna, í kjölfar efnahagshrunsins í október 2008. Þegar snjóflóðin féllu á Flateyri og í Súðavík árið 1995 söfnuðu Færeyingar ríflegu fé til stuðnings fórnarlamba, fjársöfnunin skilaði raunar meiru en söfnun Íslendinga sjálfra, ef miðað er við höfðatölu. „Okkur finnst vera tækifæri núna til þess að sýna Færeyingum sama bróður- og systurþel eins og þeir hafa alltaf sýnt okkur.“Styrkja samband frændþjóðanna á FacebookÞær Rakel og Addý halda úti síðu á Facebook sem ber heitið Færeyingar og Íslendingar eru frændur. Síðan var stofnuð árið 2014 í kjölfar þess að áhöfn færeyska makrílveiðiskipsins Næraberg hafði verið neitað um þjónustu við Reykjavíkurhöfn. Fjölmargir hafa sett „like“ við síðuna, eða hátt í 14 þúsund manns. Rakel segir að þær hafi notað síðuna reglulega síðan þá, til dæmis til þess að koma áleiðis fréttum frá Færeyjum. Nú um jólin settu þær færeyskar og íslenskar fréttir af óveðrinu í Færeyjum inn á Facebook-síðuna og viðbrögðin stóðu ekki á sér. „Það urðu strax viðbrögð frá fylgjendum síðunnar. Þeir vildu að við nýttum tækifærið og gerðum eitthvað, sýndum Færeyingum frændrækni, bróður- og systurkærleika og styddum þá.“Færeyingar hafa löngum sýnt Íslendingum stuðning í verki.vísir/gettySkrifuðu bréf til ráðamannaRakel og Addý hafa þegar skrifað erindi til stjórnvalda þar sem þær koma á framfæri beiðni um að Færeyingar verði styrktir vegna stórfellds eignatjóns sem þeir urðu fyrir í ofsaveðrinu. Að sögn Rakelar hafa stjórnvöld ekki enn brugðist við beiðninni. „Við erum að skoða það, í kjölfar þess að fylgjendur síðunnar hafa verið að stinga upp á þessu sjálfir, hvort það ætti hreinlega að stofna reikning.“ Í augnablikinu eru þær að skoða það hvort möguleiki sé á því að koma upp styrktarreikningi til stuðnings Færeyinga og munu þær birta nánari upplýsingar um hann á Facebook-síðu sinni. Tengdar fréttir Þakkaði Færeyingum fyrir aðstoðina Færeyingar sýndu Íslendingum einstakan vinarhug þegar þeir ákváðu að lána 300 milljónir danskra króna í gjaldeyrisvaraforða. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir nýtti tækifærið og þakkaði Jørgen Niclasen, utanríkisráðherra Færeyja fyrir aðstoðina, á blaðamannafundi sem þau héldu í Þjóðmenningarhúsinu í dag. 18. nóvember 2008 14:43 Mikið tjón í fárviðri sem gekk yfir Færeyjar Meðalvindhraðinn var 52,4 metrar á sekúndu og höfðu um þrjú hundruð og fimmtíu tilkynningar um tjón og skemmdir borist lögreglu í morgun. Fastlega er búist við því að sú tala kunni hækka. 26. desember 2016 12:54 Færeyingar takast á við afleiðingar Urðar Myndbönd og myndir sýna meðal annars hvernig óveðrið hrifsaði þök af byggingum. 28. desember 2016 10:24 Færeyingar samþykkja lán sitt til Íslands Færeyska lögþingið hefur samþykkt 300 milljóna danskra kr. lán til Íslendinga í dag eða sem svarar til um 6,5 milljörðum kr. 19. desember 2008 16:35 Ríkið endurgreiðir Færeyjum kreppulán Íslenska ríkið greiddi í vikunni upp lán sem Færeyingar veittu Íslendingum í kjölfar efnahagshrunsins 2008 samkvæmt tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. 21. desember 2012 17:54 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
Þær Rakel Sigurgeirsdóttir og Addý Steinarrs hafa hrundið af stað styrktarátaki til stuðnings frændum okkar Færeyinga en mikið óveður gekk yfir eyjarnar á jóladag.Mikið tjón varð í kjölfar fárviðrisins, til að mynda rifnuðu þök af húsum, rafmagnslaust var á stórum svæðum og hviðurnar voru svo öflugar að bílar fuku á hliðina.Færeyingar hafa margsinnis komið Íslendingum til aðstoðarRakel var viðmælandi Gulla og Heimis í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún lagði áherslu á að Færeyingar hafi alltaf staðið sína plikt og stutt Íslendinga þegar eitthvað hefur bjátað á hjá okkur. „Ég hugsa að allir hljóti að muna eftir því [að Færeyingar komu okkur til hjálpar] til dæmis í hruninu, í kringum snjóflóðin á Súðavík og á Flateyri og eins í Vestmannaeyjagosinu,“ sagði Rakel.Sjá einnig: Færeyingar takast á við afleiðingar Urðar Færeyska þjóðin lánaði Íslendingum eftirminnilega rausnarlega peningaupphæð, sem nam sex milljörðum íslenskra króna, í kjölfar efnahagshrunsins í október 2008. Þegar snjóflóðin féllu á Flateyri og í Súðavík árið 1995 söfnuðu Færeyingar ríflegu fé til stuðnings fórnarlamba, fjársöfnunin skilaði raunar meiru en söfnun Íslendinga sjálfra, ef miðað er við höfðatölu. „Okkur finnst vera tækifæri núna til þess að sýna Færeyingum sama bróður- og systurþel eins og þeir hafa alltaf sýnt okkur.“Styrkja samband frændþjóðanna á FacebookÞær Rakel og Addý halda úti síðu á Facebook sem ber heitið Færeyingar og Íslendingar eru frændur. Síðan var stofnuð árið 2014 í kjölfar þess að áhöfn færeyska makrílveiðiskipsins Næraberg hafði verið neitað um þjónustu við Reykjavíkurhöfn. Fjölmargir hafa sett „like“ við síðuna, eða hátt í 14 þúsund manns. Rakel segir að þær hafi notað síðuna reglulega síðan þá, til dæmis til þess að koma áleiðis fréttum frá Færeyjum. Nú um jólin settu þær færeyskar og íslenskar fréttir af óveðrinu í Færeyjum inn á Facebook-síðuna og viðbrögðin stóðu ekki á sér. „Það urðu strax viðbrögð frá fylgjendum síðunnar. Þeir vildu að við nýttum tækifærið og gerðum eitthvað, sýndum Færeyingum frændrækni, bróður- og systurkærleika og styddum þá.“Færeyingar hafa löngum sýnt Íslendingum stuðning í verki.vísir/gettySkrifuðu bréf til ráðamannaRakel og Addý hafa þegar skrifað erindi til stjórnvalda þar sem þær koma á framfæri beiðni um að Færeyingar verði styrktir vegna stórfellds eignatjóns sem þeir urðu fyrir í ofsaveðrinu. Að sögn Rakelar hafa stjórnvöld ekki enn brugðist við beiðninni. „Við erum að skoða það, í kjölfar þess að fylgjendur síðunnar hafa verið að stinga upp á þessu sjálfir, hvort það ætti hreinlega að stofna reikning.“ Í augnablikinu eru þær að skoða það hvort möguleiki sé á því að koma upp styrktarreikningi til stuðnings Færeyinga og munu þær birta nánari upplýsingar um hann á Facebook-síðu sinni.
Tengdar fréttir Þakkaði Færeyingum fyrir aðstoðina Færeyingar sýndu Íslendingum einstakan vinarhug þegar þeir ákváðu að lána 300 milljónir danskra króna í gjaldeyrisvaraforða. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir nýtti tækifærið og þakkaði Jørgen Niclasen, utanríkisráðherra Færeyja fyrir aðstoðina, á blaðamannafundi sem þau héldu í Þjóðmenningarhúsinu í dag. 18. nóvember 2008 14:43 Mikið tjón í fárviðri sem gekk yfir Færeyjar Meðalvindhraðinn var 52,4 metrar á sekúndu og höfðu um þrjú hundruð og fimmtíu tilkynningar um tjón og skemmdir borist lögreglu í morgun. Fastlega er búist við því að sú tala kunni hækka. 26. desember 2016 12:54 Færeyingar takast á við afleiðingar Urðar Myndbönd og myndir sýna meðal annars hvernig óveðrið hrifsaði þök af byggingum. 28. desember 2016 10:24 Færeyingar samþykkja lán sitt til Íslands Færeyska lögþingið hefur samþykkt 300 milljóna danskra kr. lán til Íslendinga í dag eða sem svarar til um 6,5 milljörðum kr. 19. desember 2008 16:35 Ríkið endurgreiðir Færeyjum kreppulán Íslenska ríkið greiddi í vikunni upp lán sem Færeyingar veittu Íslendingum í kjölfar efnahagshrunsins 2008 samkvæmt tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. 21. desember 2012 17:54 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
Þakkaði Færeyingum fyrir aðstoðina Færeyingar sýndu Íslendingum einstakan vinarhug þegar þeir ákváðu að lána 300 milljónir danskra króna í gjaldeyrisvaraforða. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir nýtti tækifærið og þakkaði Jørgen Niclasen, utanríkisráðherra Færeyja fyrir aðstoðina, á blaðamannafundi sem þau héldu í Þjóðmenningarhúsinu í dag. 18. nóvember 2008 14:43
Mikið tjón í fárviðri sem gekk yfir Færeyjar Meðalvindhraðinn var 52,4 metrar á sekúndu og höfðu um þrjú hundruð og fimmtíu tilkynningar um tjón og skemmdir borist lögreglu í morgun. Fastlega er búist við því að sú tala kunni hækka. 26. desember 2016 12:54
Færeyingar takast á við afleiðingar Urðar Myndbönd og myndir sýna meðal annars hvernig óveðrið hrifsaði þök af byggingum. 28. desember 2016 10:24
Færeyingar samþykkja lán sitt til Íslands Færeyska lögþingið hefur samþykkt 300 milljóna danskra kr. lán til Íslendinga í dag eða sem svarar til um 6,5 milljörðum kr. 19. desember 2008 16:35
Ríkið endurgreiðir Færeyjum kreppulán Íslenska ríkið greiddi í vikunni upp lán sem Færeyingar veittu Íslendingum í kjölfar efnahagshrunsins 2008 samkvæmt tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. 21. desember 2012 17:54
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent