Leiftursaga er gott orð Magnús Guðmundsson skrifar 10. desember 2016 11:00 Sigurbjörg Þrastardóttir, skáld og rithöfundur, segir að það hafi verið gaman að láta reyna á fjölbreytnina sem örsagan veitir. Fréttablaðið/Stefán „Það eiginlega gerðist bara ósjálfrátt,“ segir Sigurbjörg Þrastardóttir aðspurð um það hvað hafi orðið til þess að hún hefur verið að fást við örsöguna sem bókmenntaform. Nú í haust sendi hún frá sér bókina Óttaslegni trompetleikarinn og aðrar sögur, og eru allar sögurnar í þessu knappa en kjarnmikla formi örsögunnar. „Ég eiginlega bara slampaðist á þetta, hafði ekki mikið notað þetta áður, en fannst þetta bara svo skemmtilegt. Þannig að ég hreinlega sat við og skrifaði nokkra tugi af svona sögum síðasta árið. Örsagan er dáldið sérstök í forminu og þykir stundum falla aðeins á milli ljóðs og sögu en Sigurbjörg segist hallast að því að þetta séu sögur fremur en ljóð. „En ég hef hins vegar hitt lesendur sem segjast lesa þetta eins og ljóðabók og orðið svona frekar hissa á því. En ég hef þó bætt því við að það gangi alveg upp og að það væri auðvitað þeirra upplifun og auðvitað andmæli ég því alls ekki. En mér finnst vera meiri söguþráður eða kannski öllu heldur aðstæður í örsögunni heldur en í ljóðunum. En þetta er náttúrulega mjög knappt form og þess vegna er eflaust gott að vera með einhverja ljóðaæfingu í höndunum, að maður sé vanur því að þurfa að skera.“ Örsögurnar eru þó oft eins og Sigurbjörg bendir á aðstæður fremur en sögur með upphaf og endi. „Já þetta eru svona leiftur. Ég á vin í Hollandi, frísneskan höfund, sem skrifar í nokkuð svipuðu formi og hann segist kalla þetta flash-fiction og mér finnst leiftursaga vera gott orð og ná ágætlega utan um þetta. Þá ljómar eitthvað upp, hvort sem það er persónan eða aðstæðurnar.“Þetta lýsir forminu vel þar sem er rétt gægst inn í líf fólks en engu að síður inn að einhverjum kjarna. „Þakka þér fyrir. Það gleður mig ef það hefur heppnast,“ segir Sigurbjörg og hlær. Þetta eru nokkuð margar sögur og ólíkar aðstæður sem þarna verða til. En skyldi Sigurbjörgu ekki finnast neitt snúið að fara á milli svo margra radda og ólíkra sögumanna? „Nei, það kemur nú af sjálfu sér. Þetta er ólíkt því sem er í ljóðunum þar sem er oft sterkari strengur á milli ljóða í röddinni. En það er gaman að láta reyna á fjölbreytnina. En sögumennirnir eru líka þannig að það er talsvert hægt að lesa í þá og viðhorf þeirra til lífsins, víðsýni eða fordóma, svona eftir því hvernig sagan er sögð og í hvaða persónu. Þannig að þeir koma stundum upp um það hvað þeim finnst akkúrat þegar þeir eru að reyna að hylma yfir það.“ Sigurbjörg segist eiga slatta af afgangssögum sem fengu að vera með í þessu safni af ýmsum sögum. „En ég er eiginlega komin út í aðeins öðruvísi og aðeins lengri sögur þannig að maður veit eiginlega aldrei hvað verður næst.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. desember. Menning Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira
„Það eiginlega gerðist bara ósjálfrátt,“ segir Sigurbjörg Þrastardóttir aðspurð um það hvað hafi orðið til þess að hún hefur verið að fást við örsöguna sem bókmenntaform. Nú í haust sendi hún frá sér bókina Óttaslegni trompetleikarinn og aðrar sögur, og eru allar sögurnar í þessu knappa en kjarnmikla formi örsögunnar. „Ég eiginlega bara slampaðist á þetta, hafði ekki mikið notað þetta áður, en fannst þetta bara svo skemmtilegt. Þannig að ég hreinlega sat við og skrifaði nokkra tugi af svona sögum síðasta árið. Örsagan er dáldið sérstök í forminu og þykir stundum falla aðeins á milli ljóðs og sögu en Sigurbjörg segist hallast að því að þetta séu sögur fremur en ljóð. „En ég hef hins vegar hitt lesendur sem segjast lesa þetta eins og ljóðabók og orðið svona frekar hissa á því. En ég hef þó bætt því við að það gangi alveg upp og að það væri auðvitað þeirra upplifun og auðvitað andmæli ég því alls ekki. En mér finnst vera meiri söguþráður eða kannski öllu heldur aðstæður í örsögunni heldur en í ljóðunum. En þetta er náttúrulega mjög knappt form og þess vegna er eflaust gott að vera með einhverja ljóðaæfingu í höndunum, að maður sé vanur því að þurfa að skera.“ Örsögurnar eru þó oft eins og Sigurbjörg bendir á aðstæður fremur en sögur með upphaf og endi. „Já þetta eru svona leiftur. Ég á vin í Hollandi, frísneskan höfund, sem skrifar í nokkuð svipuðu formi og hann segist kalla þetta flash-fiction og mér finnst leiftursaga vera gott orð og ná ágætlega utan um þetta. Þá ljómar eitthvað upp, hvort sem það er persónan eða aðstæðurnar.“Þetta lýsir forminu vel þar sem er rétt gægst inn í líf fólks en engu að síður inn að einhverjum kjarna. „Þakka þér fyrir. Það gleður mig ef það hefur heppnast,“ segir Sigurbjörg og hlær. Þetta eru nokkuð margar sögur og ólíkar aðstæður sem þarna verða til. En skyldi Sigurbjörgu ekki finnast neitt snúið að fara á milli svo margra radda og ólíkra sögumanna? „Nei, það kemur nú af sjálfu sér. Þetta er ólíkt því sem er í ljóðunum þar sem er oft sterkari strengur á milli ljóða í röddinni. En það er gaman að láta reyna á fjölbreytnina. En sögumennirnir eru líka þannig að það er talsvert hægt að lesa í þá og viðhorf þeirra til lífsins, víðsýni eða fordóma, svona eftir því hvernig sagan er sögð og í hvaða persónu. Þannig að þeir koma stundum upp um það hvað þeim finnst akkúrat þegar þeir eru að reyna að hylma yfir það.“ Sigurbjörg segist eiga slatta af afgangssögum sem fengu að vera með í þessu safni af ýmsum sögum. „En ég er eiginlega komin út í aðeins öðruvísi og aðeins lengri sögur þannig að maður veit eiginlega aldrei hvað verður næst.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. desember.
Menning Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira