Lokaþáttur Bara geðveik: Hjónabandið þoldi ekki álagið Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 12. desember 2016 17:45 „Við vorum að skilja, ég og maðurinn minn,“ segir Bjarney Vigdís Ingimundardóttir, þegar Lóa Pind tók við hana lokaviðtal fyrir síðasta þáttinn af Bara geðveik sem fer í loftið á Stöð 2 í kvöld. „Við erum bæði sátt og þetta er gert í vinskap,“ bætir hún við en tekur fram að því fylgi sorg að slíta hjónabandi. „Maður er að syrgja framtíðina sem maður var búinn að plana. Hún kveðst ekki kenna geðhvarfasýkinni um að svona fór. Álagið hafi verið mikið og af ýmsum toga. „Ég verð strax ólétt, hann er að vinna á bát sem brennur, þannig að hann verður hálf atvinnulaus, lendir svo í því að slasa sig á hendi og ég fer snemma frá stráknum að vinna. Ég náttúrlega vinn rosalega mikið og hann er mikið heima. Ég vann frameftir kvöldi þannig að hann var sofnaður þegar ég kom heim úr vinnunni og hann var oft farinn út þegar ég vaknaði. Svo er rosalegt púsl að púsla þessu saman með öll þessi sex börn. Þetta tekur allt á og á endanum vorum við hætt að hafa tíma fyrir okkur saman.“ Bjarney flutti út úr íbúðinni sem hún og fyrrverandi eiginmaður hennar leigðu í Borgarnesi. Hún segir að þau hafi ákveðið það í sameiningu til að raska sem minnst tilveru sonarins sem þau eiga saman og stjúpsonar hennar sem einnig bjó hjá þeim. Það komi drengjunum betur, enda sé hann í dagvinnu en hún á kvöldin. Í myndbrotinu sem hér fylgir er hún að leita sér að leiguíbúð á höfuðborgarsvæðinu til að vera nær dætrum sínum sem búa þar ásamt feðrum sínum. Bjarney er ein fjórum hugrökkum Íslendingum sem ákváðu að hleypa Lóu Pind og Agli Aðalsteinssyni myndatökumanni inn í líf sitt. Þau hafa fylgst með Bjarneyju, Ágústu Ísleifsdóttur, Brynjari Orra Oddgeirssyni og Silju Björk Björnsdóttur mánuðum saman, sumum í tæplega ár til að fá djúpa innsýn í tilveru fólks með geðsjúkdóma. Lokaþátturinn í heimildaþáttaseríunni „Bara geðveik“ fer í loftið á Stöð 2 í kvöld kl. 20:05. Lóa Pind Aldísardóttir hefur umsjón með þáttunum, Egill Aðalsteinsson er myndatökumaður og Ómar Daði Kristjánsson sér um klippingu. Bara geðveik Tengdar fréttir Bara geðveik: Í draumaferð í Suður-Afríku en dreymir að tvíburinn sé dáinn Sól og hiti. Adrenalín og gleði. Davíð Arnar Oddgeirsson er í Suður-Afríku að lifa draumalífi, gera allt það sem honum finnst skemmtilegast, en á morgnana hrekkur hann upp með andfælum eftir að hafa dreymt að tvífari hans og tvíburabróðir sé dáinn. 21. nóvember 2016 16:00 Bara geðveik: Hélt hann væri að fara að giftast Rihönnu Brynjar Orri var fyrir nokkrum árum háskólanemi í fjármálaverkfræði en er í dag skapandi ungur maður að fóta sig í nýrri tilveru á geðlyfjum eftir að hann fór fyrst í maníu árið 2012. 7. nóvember 2016 17:00 Bara geðveik: Gekk skökk í tvö ár Fjórði þáttur af sex í heimildaþáttaseríunni “Bara geðveik” fer í loftið á Stöð 2 í kvöld kl. 20:00. 28. nóvember 2016 17:15 Bara geðveik: Beraði brjóstin á bensínstöð - til að sannfæra djöfulinn Ágústa Ísleifsdóttir, hláturmild og glaðlynd fjögurra barna móðir, hélt á tímabili í geðrofi að íbúðin hennar væri í maganum á djöflinum. 14. nóvember 2016 16:00 Bara geðveik: „Hún bjargaði lífi mínu“ Í 5. þætti af "Bara geðveik“ er kafað ofan í hvaða aðstæður og tilfinningar verða til þess að ung og spræk kona í blóma lífsins tekur þá ákvörðun að vilja binda endi á líf sitt. 5. desember 2016 17:52 Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
„Við vorum að skilja, ég og maðurinn minn,“ segir Bjarney Vigdís Ingimundardóttir, þegar Lóa Pind tók við hana lokaviðtal fyrir síðasta þáttinn af Bara geðveik sem fer í loftið á Stöð 2 í kvöld. „Við erum bæði sátt og þetta er gert í vinskap,“ bætir hún við en tekur fram að því fylgi sorg að slíta hjónabandi. „Maður er að syrgja framtíðina sem maður var búinn að plana. Hún kveðst ekki kenna geðhvarfasýkinni um að svona fór. Álagið hafi verið mikið og af ýmsum toga. „Ég verð strax ólétt, hann er að vinna á bát sem brennur, þannig að hann verður hálf atvinnulaus, lendir svo í því að slasa sig á hendi og ég fer snemma frá stráknum að vinna. Ég náttúrlega vinn rosalega mikið og hann er mikið heima. Ég vann frameftir kvöldi þannig að hann var sofnaður þegar ég kom heim úr vinnunni og hann var oft farinn út þegar ég vaknaði. Svo er rosalegt púsl að púsla þessu saman með öll þessi sex börn. Þetta tekur allt á og á endanum vorum við hætt að hafa tíma fyrir okkur saman.“ Bjarney flutti út úr íbúðinni sem hún og fyrrverandi eiginmaður hennar leigðu í Borgarnesi. Hún segir að þau hafi ákveðið það í sameiningu til að raska sem minnst tilveru sonarins sem þau eiga saman og stjúpsonar hennar sem einnig bjó hjá þeim. Það komi drengjunum betur, enda sé hann í dagvinnu en hún á kvöldin. Í myndbrotinu sem hér fylgir er hún að leita sér að leiguíbúð á höfuðborgarsvæðinu til að vera nær dætrum sínum sem búa þar ásamt feðrum sínum. Bjarney er ein fjórum hugrökkum Íslendingum sem ákváðu að hleypa Lóu Pind og Agli Aðalsteinssyni myndatökumanni inn í líf sitt. Þau hafa fylgst með Bjarneyju, Ágústu Ísleifsdóttur, Brynjari Orra Oddgeirssyni og Silju Björk Björnsdóttur mánuðum saman, sumum í tæplega ár til að fá djúpa innsýn í tilveru fólks með geðsjúkdóma. Lokaþátturinn í heimildaþáttaseríunni „Bara geðveik“ fer í loftið á Stöð 2 í kvöld kl. 20:05. Lóa Pind Aldísardóttir hefur umsjón með þáttunum, Egill Aðalsteinsson er myndatökumaður og Ómar Daði Kristjánsson sér um klippingu.
Bara geðveik Tengdar fréttir Bara geðveik: Í draumaferð í Suður-Afríku en dreymir að tvíburinn sé dáinn Sól og hiti. Adrenalín og gleði. Davíð Arnar Oddgeirsson er í Suður-Afríku að lifa draumalífi, gera allt það sem honum finnst skemmtilegast, en á morgnana hrekkur hann upp með andfælum eftir að hafa dreymt að tvífari hans og tvíburabróðir sé dáinn. 21. nóvember 2016 16:00 Bara geðveik: Hélt hann væri að fara að giftast Rihönnu Brynjar Orri var fyrir nokkrum árum háskólanemi í fjármálaverkfræði en er í dag skapandi ungur maður að fóta sig í nýrri tilveru á geðlyfjum eftir að hann fór fyrst í maníu árið 2012. 7. nóvember 2016 17:00 Bara geðveik: Gekk skökk í tvö ár Fjórði þáttur af sex í heimildaþáttaseríunni “Bara geðveik” fer í loftið á Stöð 2 í kvöld kl. 20:00. 28. nóvember 2016 17:15 Bara geðveik: Beraði brjóstin á bensínstöð - til að sannfæra djöfulinn Ágústa Ísleifsdóttir, hláturmild og glaðlynd fjögurra barna móðir, hélt á tímabili í geðrofi að íbúðin hennar væri í maganum á djöflinum. 14. nóvember 2016 16:00 Bara geðveik: „Hún bjargaði lífi mínu“ Í 5. þætti af "Bara geðveik“ er kafað ofan í hvaða aðstæður og tilfinningar verða til þess að ung og spræk kona í blóma lífsins tekur þá ákvörðun að vilja binda endi á líf sitt. 5. desember 2016 17:52 Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Bara geðveik: Í draumaferð í Suður-Afríku en dreymir að tvíburinn sé dáinn Sól og hiti. Adrenalín og gleði. Davíð Arnar Oddgeirsson er í Suður-Afríku að lifa draumalífi, gera allt það sem honum finnst skemmtilegast, en á morgnana hrekkur hann upp með andfælum eftir að hafa dreymt að tvífari hans og tvíburabróðir sé dáinn. 21. nóvember 2016 16:00
Bara geðveik: Hélt hann væri að fara að giftast Rihönnu Brynjar Orri var fyrir nokkrum árum háskólanemi í fjármálaverkfræði en er í dag skapandi ungur maður að fóta sig í nýrri tilveru á geðlyfjum eftir að hann fór fyrst í maníu árið 2012. 7. nóvember 2016 17:00
Bara geðveik: Gekk skökk í tvö ár Fjórði þáttur af sex í heimildaþáttaseríunni “Bara geðveik” fer í loftið á Stöð 2 í kvöld kl. 20:00. 28. nóvember 2016 17:15
Bara geðveik: Beraði brjóstin á bensínstöð - til að sannfæra djöfulinn Ágústa Ísleifsdóttir, hláturmild og glaðlynd fjögurra barna móðir, hélt á tímabili í geðrofi að íbúðin hennar væri í maganum á djöflinum. 14. nóvember 2016 16:00
Bara geðveik: „Hún bjargaði lífi mínu“ Í 5. þætti af "Bara geðveik“ er kafað ofan í hvaða aðstæður og tilfinningar verða til þess að ung og spræk kona í blóma lífsins tekur þá ákvörðun að vilja binda endi á líf sitt. 5. desember 2016 17:52