Lokaþáttur Bara geðveik: Hjónabandið þoldi ekki álagið Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 12. desember 2016 17:45 „Við vorum að skilja, ég og maðurinn minn,“ segir Bjarney Vigdís Ingimundardóttir, þegar Lóa Pind tók við hana lokaviðtal fyrir síðasta þáttinn af Bara geðveik sem fer í loftið á Stöð 2 í kvöld. „Við erum bæði sátt og þetta er gert í vinskap,“ bætir hún við en tekur fram að því fylgi sorg að slíta hjónabandi. „Maður er að syrgja framtíðina sem maður var búinn að plana. Hún kveðst ekki kenna geðhvarfasýkinni um að svona fór. Álagið hafi verið mikið og af ýmsum toga. „Ég verð strax ólétt, hann er að vinna á bát sem brennur, þannig að hann verður hálf atvinnulaus, lendir svo í því að slasa sig á hendi og ég fer snemma frá stráknum að vinna. Ég náttúrlega vinn rosalega mikið og hann er mikið heima. Ég vann frameftir kvöldi þannig að hann var sofnaður þegar ég kom heim úr vinnunni og hann var oft farinn út þegar ég vaknaði. Svo er rosalegt púsl að púsla þessu saman með öll þessi sex börn. Þetta tekur allt á og á endanum vorum við hætt að hafa tíma fyrir okkur saman.“ Bjarney flutti út úr íbúðinni sem hún og fyrrverandi eiginmaður hennar leigðu í Borgarnesi. Hún segir að þau hafi ákveðið það í sameiningu til að raska sem minnst tilveru sonarins sem þau eiga saman og stjúpsonar hennar sem einnig bjó hjá þeim. Það komi drengjunum betur, enda sé hann í dagvinnu en hún á kvöldin. Í myndbrotinu sem hér fylgir er hún að leita sér að leiguíbúð á höfuðborgarsvæðinu til að vera nær dætrum sínum sem búa þar ásamt feðrum sínum. Bjarney er ein fjórum hugrökkum Íslendingum sem ákváðu að hleypa Lóu Pind og Agli Aðalsteinssyni myndatökumanni inn í líf sitt. Þau hafa fylgst með Bjarneyju, Ágústu Ísleifsdóttur, Brynjari Orra Oddgeirssyni og Silju Björk Björnsdóttur mánuðum saman, sumum í tæplega ár til að fá djúpa innsýn í tilveru fólks með geðsjúkdóma. Lokaþátturinn í heimildaþáttaseríunni „Bara geðveik“ fer í loftið á Stöð 2 í kvöld kl. 20:05. Lóa Pind Aldísardóttir hefur umsjón með þáttunum, Egill Aðalsteinsson er myndatökumaður og Ómar Daði Kristjánsson sér um klippingu. Bara geðveik Tengdar fréttir Bara geðveik: Í draumaferð í Suður-Afríku en dreymir að tvíburinn sé dáinn Sól og hiti. Adrenalín og gleði. Davíð Arnar Oddgeirsson er í Suður-Afríku að lifa draumalífi, gera allt það sem honum finnst skemmtilegast, en á morgnana hrekkur hann upp með andfælum eftir að hafa dreymt að tvífari hans og tvíburabróðir sé dáinn. 21. nóvember 2016 16:00 Bara geðveik: Hélt hann væri að fara að giftast Rihönnu Brynjar Orri var fyrir nokkrum árum háskólanemi í fjármálaverkfræði en er í dag skapandi ungur maður að fóta sig í nýrri tilveru á geðlyfjum eftir að hann fór fyrst í maníu árið 2012. 7. nóvember 2016 17:00 Bara geðveik: Gekk skökk í tvö ár Fjórði þáttur af sex í heimildaþáttaseríunni “Bara geðveik” fer í loftið á Stöð 2 í kvöld kl. 20:00. 28. nóvember 2016 17:15 Bara geðveik: Beraði brjóstin á bensínstöð - til að sannfæra djöfulinn Ágústa Ísleifsdóttir, hláturmild og glaðlynd fjögurra barna móðir, hélt á tímabili í geðrofi að íbúðin hennar væri í maganum á djöflinum. 14. nóvember 2016 16:00 Bara geðveik: „Hún bjargaði lífi mínu“ Í 5. þætti af "Bara geðveik“ er kafað ofan í hvaða aðstæður og tilfinningar verða til þess að ung og spræk kona í blóma lífsins tekur þá ákvörðun að vilja binda endi á líf sitt. 5. desember 2016 17:52 Mest lesið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Sjá meira
„Við vorum að skilja, ég og maðurinn minn,“ segir Bjarney Vigdís Ingimundardóttir, þegar Lóa Pind tók við hana lokaviðtal fyrir síðasta þáttinn af Bara geðveik sem fer í loftið á Stöð 2 í kvöld. „Við erum bæði sátt og þetta er gert í vinskap,“ bætir hún við en tekur fram að því fylgi sorg að slíta hjónabandi. „Maður er að syrgja framtíðina sem maður var búinn að plana. Hún kveðst ekki kenna geðhvarfasýkinni um að svona fór. Álagið hafi verið mikið og af ýmsum toga. „Ég verð strax ólétt, hann er að vinna á bát sem brennur, þannig að hann verður hálf atvinnulaus, lendir svo í því að slasa sig á hendi og ég fer snemma frá stráknum að vinna. Ég náttúrlega vinn rosalega mikið og hann er mikið heima. Ég vann frameftir kvöldi þannig að hann var sofnaður þegar ég kom heim úr vinnunni og hann var oft farinn út þegar ég vaknaði. Svo er rosalegt púsl að púsla þessu saman með öll þessi sex börn. Þetta tekur allt á og á endanum vorum við hætt að hafa tíma fyrir okkur saman.“ Bjarney flutti út úr íbúðinni sem hún og fyrrverandi eiginmaður hennar leigðu í Borgarnesi. Hún segir að þau hafi ákveðið það í sameiningu til að raska sem minnst tilveru sonarins sem þau eiga saman og stjúpsonar hennar sem einnig bjó hjá þeim. Það komi drengjunum betur, enda sé hann í dagvinnu en hún á kvöldin. Í myndbrotinu sem hér fylgir er hún að leita sér að leiguíbúð á höfuðborgarsvæðinu til að vera nær dætrum sínum sem búa þar ásamt feðrum sínum. Bjarney er ein fjórum hugrökkum Íslendingum sem ákváðu að hleypa Lóu Pind og Agli Aðalsteinssyni myndatökumanni inn í líf sitt. Þau hafa fylgst með Bjarneyju, Ágústu Ísleifsdóttur, Brynjari Orra Oddgeirssyni og Silju Björk Björnsdóttur mánuðum saman, sumum í tæplega ár til að fá djúpa innsýn í tilveru fólks með geðsjúkdóma. Lokaþátturinn í heimildaþáttaseríunni „Bara geðveik“ fer í loftið á Stöð 2 í kvöld kl. 20:05. Lóa Pind Aldísardóttir hefur umsjón með þáttunum, Egill Aðalsteinsson er myndatökumaður og Ómar Daði Kristjánsson sér um klippingu.
Bara geðveik Tengdar fréttir Bara geðveik: Í draumaferð í Suður-Afríku en dreymir að tvíburinn sé dáinn Sól og hiti. Adrenalín og gleði. Davíð Arnar Oddgeirsson er í Suður-Afríku að lifa draumalífi, gera allt það sem honum finnst skemmtilegast, en á morgnana hrekkur hann upp með andfælum eftir að hafa dreymt að tvífari hans og tvíburabróðir sé dáinn. 21. nóvember 2016 16:00 Bara geðveik: Hélt hann væri að fara að giftast Rihönnu Brynjar Orri var fyrir nokkrum árum háskólanemi í fjármálaverkfræði en er í dag skapandi ungur maður að fóta sig í nýrri tilveru á geðlyfjum eftir að hann fór fyrst í maníu árið 2012. 7. nóvember 2016 17:00 Bara geðveik: Gekk skökk í tvö ár Fjórði þáttur af sex í heimildaþáttaseríunni “Bara geðveik” fer í loftið á Stöð 2 í kvöld kl. 20:00. 28. nóvember 2016 17:15 Bara geðveik: Beraði brjóstin á bensínstöð - til að sannfæra djöfulinn Ágústa Ísleifsdóttir, hláturmild og glaðlynd fjögurra barna móðir, hélt á tímabili í geðrofi að íbúðin hennar væri í maganum á djöflinum. 14. nóvember 2016 16:00 Bara geðveik: „Hún bjargaði lífi mínu“ Í 5. þætti af "Bara geðveik“ er kafað ofan í hvaða aðstæður og tilfinningar verða til þess að ung og spræk kona í blóma lífsins tekur þá ákvörðun að vilja binda endi á líf sitt. 5. desember 2016 17:52 Mest lesið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Sjá meira
Bara geðveik: Í draumaferð í Suður-Afríku en dreymir að tvíburinn sé dáinn Sól og hiti. Adrenalín og gleði. Davíð Arnar Oddgeirsson er í Suður-Afríku að lifa draumalífi, gera allt það sem honum finnst skemmtilegast, en á morgnana hrekkur hann upp með andfælum eftir að hafa dreymt að tvífari hans og tvíburabróðir sé dáinn. 21. nóvember 2016 16:00
Bara geðveik: Hélt hann væri að fara að giftast Rihönnu Brynjar Orri var fyrir nokkrum árum háskólanemi í fjármálaverkfræði en er í dag skapandi ungur maður að fóta sig í nýrri tilveru á geðlyfjum eftir að hann fór fyrst í maníu árið 2012. 7. nóvember 2016 17:00
Bara geðveik: Gekk skökk í tvö ár Fjórði þáttur af sex í heimildaþáttaseríunni “Bara geðveik” fer í loftið á Stöð 2 í kvöld kl. 20:00. 28. nóvember 2016 17:15
Bara geðveik: Beraði brjóstin á bensínstöð - til að sannfæra djöfulinn Ágústa Ísleifsdóttir, hláturmild og glaðlynd fjögurra barna móðir, hélt á tímabili í geðrofi að íbúðin hennar væri í maganum á djöflinum. 14. nóvember 2016 16:00
Bara geðveik: „Hún bjargaði lífi mínu“ Í 5. þætti af "Bara geðveik“ er kafað ofan í hvaða aðstæður og tilfinningar verða til þess að ung og spræk kona í blóma lífsins tekur þá ákvörðun að vilja binda endi á líf sitt. 5. desember 2016 17:52