Lífið

Fjölmenni í útgáfuteiti Blætis

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigrún Edda, Helga Dögg, Saga Sig og Erna Bergmann eru höfundar blaðsins.
Sigrún Edda, Helga Dögg, Saga Sig og Erna Bergmann eru höfundar blaðsins. vísir/ernir
Blæti er nýtt íslenskt tímarit um konur, karlmenn, tísku, hið ófullkoma, líkamann, vonir, væntingar, gleði, sorg, söknuð, ást, minningar, þrá og mun meira. Fyrsta tölublaðið er komið út og er það um fjögur hundruð blaðsíður.

Boðið var í rosalegt útgáfuteiti á skemmtistaðnum Pablo Discobar í gærkvöldi og mættu margir til að halda upp á útkomu Blætis.

Blæti fangar tíðarandann. Þar mætast í einni hringiðu tískustraumar, ljósmyndin og orðið. Reykjavík eins og hún birtist einmitt núna. Í tímaritinu mynda greinar, ljóð og hugleiðingar heild þar sem orðið og hið sjónræna fléttast saman.

Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari 365, og Laimonas Dom Baranauskas ljósmyndari mættu á svæðið og tóku skemmtilegar myndir sem fylgja hér í myndasafninu fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Grét yfir bréfum frá konum

Saga Sigurðardóttir og Erna Bergmann gáfu út óhefðbundið ljóðrænt tímarit á dögunum. Í því er sterkur þráður, virðing fyrir konun og list. Þær ákváðu sjálfar að ryðja sér rúms, brjóta staðalmyndir og vinna á móti einsleitni. Saga grét yfir bréfum sem hún fékk frá konum þegar hún auglýsti eftir fyrirsætum til að sitja fyrir á nektarmyndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×