Framtíð álversins í Helguvík í uppnámi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. desember 2016 12:01 Framtíð fyrirhugaðs álvers Norðuráls Helguvík er í uppnámi nú eftir að gerðardómur hefur fellt úr gildi orkusölusamning álversins við HS Orku. Dómurinn bindur enda á tæplega áratugar langar deilur á milli fyrirtækjanna tveggja. Samningurinn var undirritaður árið 2007 og hafa deilur á milli fyrirtækjanna tveggja staðið yfir meira og minna síðan þá. HS orka var bundin í orkusölusamninginn og gat því ekki nýtt virkjanakosti sína né selt raforku til orkufrekra verkefna. Þetta er í annað sinn sem málið fer fyrir gerðardóm, en það fór þangað fyrst árið 2010 þar sem HS orka beið lægri hlut. Dómurinn komst svo í gær að þeirri niðurstöðu að orkusölusamningurinn væri, sökum tiltekinna kringumstæðna, ekki lengur í gildi, en dómurinn telur yfir hundrað blaðsíður. Þá var það jafnframt niðurstaða hans að lok samningsins væru ekki af völdum HS Orku og var öllum gagnkröfum Norðuráls Helguvíkur í málinu hafnað. Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS orku, fagnar þessari niðurstöðu, og segir samkomulagið hafa haft mikil áhrif á fyrirtækið. „Samningurinn hafði fyrst og fremst þau áhrif að það ríkti ákveðin óvissa. Við lögðumst reyndar í miklar fjárfestingar við að uppfylla samninginn í fyrstu skrefum og gagnaðili okkar gerði það líka. En síðan snerist heimurinn á hvolf ef svo má segja 2008 og forsendur allar breyttust til hins verra. Okkur hefur einfaldlega ekki tekist að uppfylla forsendur samningsins af orsökum sem við getum ekki ráðið við. Á meðan hefur verið mikil óvissa um það að ef við aukum orkuframleiðslu hérna á Reykjanesskaganum hvort við hugsanlega þyrftum að selja orkuna samkvæmt samningi sem var orðinn mjög óhagstæður eða ekki,“ segir Ásgeir. Nú sé sú óvissa loks frá. Aðspurður segir hann HS orku hafa orðið fyrir miklu fjárhagstapi vegna samningsins, en vill ekki upplýsa hvert tapið er í krónum talið. „Það er mjög kostnaðarsamt að reka svona verkefni og óvissan er líka fjárhagstap. Núna einfaldast veröldin og skýrist. Það er mjög kostnaðarsamt að fara í gegnum svona ferli.“ Ásgeir segir ekki útilokað að HS orka muni selja til Norðuráls Helguvíkur raforku. „En við gerum það ekki samkvæmt þessum gamla samningi sem nú er farinn.“ Mögulega gæti það farið svo að hætta þurfi öllum framkvæmdum í Helguvík. Sólveig Kr. Bergmann, upplýsingafulltrúi Norðuráls, segir að nú þurfi að leggjast yfir málið og ákveða næstu skref, en deiluaðilar hafa þrjátíu daga til þess að gera athugasemdir við dóminn. „Það þarf að fara ítarlega yfir forsendur úrskurðarins og hvaða möguleikar eru fyrir hendi, en þetta eru vissulega vonbrigði,“ segir Sólveig. Aðspurð segir hún of snemmt að segja til um hvort Norðurál þurfi að hætta verkefnum sínum í Helguvík. „Við þurfum að sjá hvort það sé mögulegt að afla orku til verkefnisins eftir einhverjum öðrum leiðum;“ segir Sólveig. Tengdar fréttir HS Orka þarf ekki að selja Norðuráli Gerðardómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að orkusölusamningur milli HS Orku og Norðuráls Helguvíkur væri sökum tiltekinna kringumstæðna ekki lengur í gildi. 1. desember 2016 10:23 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Framtíð fyrirhugaðs álvers Norðuráls Helguvík er í uppnámi nú eftir að gerðardómur hefur fellt úr gildi orkusölusamning álversins við HS Orku. Dómurinn bindur enda á tæplega áratugar langar deilur á milli fyrirtækjanna tveggja. Samningurinn var undirritaður árið 2007 og hafa deilur á milli fyrirtækjanna tveggja staðið yfir meira og minna síðan þá. HS orka var bundin í orkusölusamninginn og gat því ekki nýtt virkjanakosti sína né selt raforku til orkufrekra verkefna. Þetta er í annað sinn sem málið fer fyrir gerðardóm, en það fór þangað fyrst árið 2010 þar sem HS orka beið lægri hlut. Dómurinn komst svo í gær að þeirri niðurstöðu að orkusölusamningurinn væri, sökum tiltekinna kringumstæðna, ekki lengur í gildi, en dómurinn telur yfir hundrað blaðsíður. Þá var það jafnframt niðurstaða hans að lok samningsins væru ekki af völdum HS Orku og var öllum gagnkröfum Norðuráls Helguvíkur í málinu hafnað. Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS orku, fagnar þessari niðurstöðu, og segir samkomulagið hafa haft mikil áhrif á fyrirtækið. „Samningurinn hafði fyrst og fremst þau áhrif að það ríkti ákveðin óvissa. Við lögðumst reyndar í miklar fjárfestingar við að uppfylla samninginn í fyrstu skrefum og gagnaðili okkar gerði það líka. En síðan snerist heimurinn á hvolf ef svo má segja 2008 og forsendur allar breyttust til hins verra. Okkur hefur einfaldlega ekki tekist að uppfylla forsendur samningsins af orsökum sem við getum ekki ráðið við. Á meðan hefur verið mikil óvissa um það að ef við aukum orkuframleiðslu hérna á Reykjanesskaganum hvort við hugsanlega þyrftum að selja orkuna samkvæmt samningi sem var orðinn mjög óhagstæður eða ekki,“ segir Ásgeir. Nú sé sú óvissa loks frá. Aðspurður segir hann HS orku hafa orðið fyrir miklu fjárhagstapi vegna samningsins, en vill ekki upplýsa hvert tapið er í krónum talið. „Það er mjög kostnaðarsamt að reka svona verkefni og óvissan er líka fjárhagstap. Núna einfaldast veröldin og skýrist. Það er mjög kostnaðarsamt að fara í gegnum svona ferli.“ Ásgeir segir ekki útilokað að HS orka muni selja til Norðuráls Helguvíkur raforku. „En við gerum það ekki samkvæmt þessum gamla samningi sem nú er farinn.“ Mögulega gæti það farið svo að hætta þurfi öllum framkvæmdum í Helguvík. Sólveig Kr. Bergmann, upplýsingafulltrúi Norðuráls, segir að nú þurfi að leggjast yfir málið og ákveða næstu skref, en deiluaðilar hafa þrjátíu daga til þess að gera athugasemdir við dóminn. „Það þarf að fara ítarlega yfir forsendur úrskurðarins og hvaða möguleikar eru fyrir hendi, en þetta eru vissulega vonbrigði,“ segir Sólveig. Aðspurð segir hún of snemmt að segja til um hvort Norðurál þurfi að hætta verkefnum sínum í Helguvík. „Við þurfum að sjá hvort það sé mögulegt að afla orku til verkefnisins eftir einhverjum öðrum leiðum;“ segir Sólveig.
Tengdar fréttir HS Orka þarf ekki að selja Norðuráli Gerðardómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að orkusölusamningur milli HS Orku og Norðuráls Helguvíkur væri sökum tiltekinna kringumstæðna ekki lengur í gildi. 1. desember 2016 10:23 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
HS Orka þarf ekki að selja Norðuráli Gerðardómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að orkusölusamningur milli HS Orku og Norðuráls Helguvíkur væri sökum tiltekinna kringumstæðna ekki lengur í gildi. 1. desember 2016 10:23