Framtíð álversins í Helguvík í uppnámi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. desember 2016 12:01 Framtíð fyrirhugaðs álvers Norðuráls Helguvík er í uppnámi nú eftir að gerðardómur hefur fellt úr gildi orkusölusamning álversins við HS Orku. Dómurinn bindur enda á tæplega áratugar langar deilur á milli fyrirtækjanna tveggja. Samningurinn var undirritaður árið 2007 og hafa deilur á milli fyrirtækjanna tveggja staðið yfir meira og minna síðan þá. HS orka var bundin í orkusölusamninginn og gat því ekki nýtt virkjanakosti sína né selt raforku til orkufrekra verkefna. Þetta er í annað sinn sem málið fer fyrir gerðardóm, en það fór þangað fyrst árið 2010 þar sem HS orka beið lægri hlut. Dómurinn komst svo í gær að þeirri niðurstöðu að orkusölusamningurinn væri, sökum tiltekinna kringumstæðna, ekki lengur í gildi, en dómurinn telur yfir hundrað blaðsíður. Þá var það jafnframt niðurstaða hans að lok samningsins væru ekki af völdum HS Orku og var öllum gagnkröfum Norðuráls Helguvíkur í málinu hafnað. Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS orku, fagnar þessari niðurstöðu, og segir samkomulagið hafa haft mikil áhrif á fyrirtækið. „Samningurinn hafði fyrst og fremst þau áhrif að það ríkti ákveðin óvissa. Við lögðumst reyndar í miklar fjárfestingar við að uppfylla samninginn í fyrstu skrefum og gagnaðili okkar gerði það líka. En síðan snerist heimurinn á hvolf ef svo má segja 2008 og forsendur allar breyttust til hins verra. Okkur hefur einfaldlega ekki tekist að uppfylla forsendur samningsins af orsökum sem við getum ekki ráðið við. Á meðan hefur verið mikil óvissa um það að ef við aukum orkuframleiðslu hérna á Reykjanesskaganum hvort við hugsanlega þyrftum að selja orkuna samkvæmt samningi sem var orðinn mjög óhagstæður eða ekki,“ segir Ásgeir. Nú sé sú óvissa loks frá. Aðspurður segir hann HS orku hafa orðið fyrir miklu fjárhagstapi vegna samningsins, en vill ekki upplýsa hvert tapið er í krónum talið. „Það er mjög kostnaðarsamt að reka svona verkefni og óvissan er líka fjárhagstap. Núna einfaldast veröldin og skýrist. Það er mjög kostnaðarsamt að fara í gegnum svona ferli.“ Ásgeir segir ekki útilokað að HS orka muni selja til Norðuráls Helguvíkur raforku. „En við gerum það ekki samkvæmt þessum gamla samningi sem nú er farinn.“ Mögulega gæti það farið svo að hætta þurfi öllum framkvæmdum í Helguvík. Sólveig Kr. Bergmann, upplýsingafulltrúi Norðuráls, segir að nú þurfi að leggjast yfir málið og ákveða næstu skref, en deiluaðilar hafa þrjátíu daga til þess að gera athugasemdir við dóminn. „Það þarf að fara ítarlega yfir forsendur úrskurðarins og hvaða möguleikar eru fyrir hendi, en þetta eru vissulega vonbrigði,“ segir Sólveig. Aðspurð segir hún of snemmt að segja til um hvort Norðurál þurfi að hætta verkefnum sínum í Helguvík. „Við þurfum að sjá hvort það sé mögulegt að afla orku til verkefnisins eftir einhverjum öðrum leiðum;“ segir Sólveig. Tengdar fréttir HS Orka þarf ekki að selja Norðuráli Gerðardómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að orkusölusamningur milli HS Orku og Norðuráls Helguvíkur væri sökum tiltekinna kringumstæðna ekki lengur í gildi. 1. desember 2016 10:23 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Framtíð fyrirhugaðs álvers Norðuráls Helguvík er í uppnámi nú eftir að gerðardómur hefur fellt úr gildi orkusölusamning álversins við HS Orku. Dómurinn bindur enda á tæplega áratugar langar deilur á milli fyrirtækjanna tveggja. Samningurinn var undirritaður árið 2007 og hafa deilur á milli fyrirtækjanna tveggja staðið yfir meira og minna síðan þá. HS orka var bundin í orkusölusamninginn og gat því ekki nýtt virkjanakosti sína né selt raforku til orkufrekra verkefna. Þetta er í annað sinn sem málið fer fyrir gerðardóm, en það fór þangað fyrst árið 2010 þar sem HS orka beið lægri hlut. Dómurinn komst svo í gær að þeirri niðurstöðu að orkusölusamningurinn væri, sökum tiltekinna kringumstæðna, ekki lengur í gildi, en dómurinn telur yfir hundrað blaðsíður. Þá var það jafnframt niðurstaða hans að lok samningsins væru ekki af völdum HS Orku og var öllum gagnkröfum Norðuráls Helguvíkur í málinu hafnað. Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS orku, fagnar þessari niðurstöðu, og segir samkomulagið hafa haft mikil áhrif á fyrirtækið. „Samningurinn hafði fyrst og fremst þau áhrif að það ríkti ákveðin óvissa. Við lögðumst reyndar í miklar fjárfestingar við að uppfylla samninginn í fyrstu skrefum og gagnaðili okkar gerði það líka. En síðan snerist heimurinn á hvolf ef svo má segja 2008 og forsendur allar breyttust til hins verra. Okkur hefur einfaldlega ekki tekist að uppfylla forsendur samningsins af orsökum sem við getum ekki ráðið við. Á meðan hefur verið mikil óvissa um það að ef við aukum orkuframleiðslu hérna á Reykjanesskaganum hvort við hugsanlega þyrftum að selja orkuna samkvæmt samningi sem var orðinn mjög óhagstæður eða ekki,“ segir Ásgeir. Nú sé sú óvissa loks frá. Aðspurður segir hann HS orku hafa orðið fyrir miklu fjárhagstapi vegna samningsins, en vill ekki upplýsa hvert tapið er í krónum talið. „Það er mjög kostnaðarsamt að reka svona verkefni og óvissan er líka fjárhagstap. Núna einfaldast veröldin og skýrist. Það er mjög kostnaðarsamt að fara í gegnum svona ferli.“ Ásgeir segir ekki útilokað að HS orka muni selja til Norðuráls Helguvíkur raforku. „En við gerum það ekki samkvæmt þessum gamla samningi sem nú er farinn.“ Mögulega gæti það farið svo að hætta þurfi öllum framkvæmdum í Helguvík. Sólveig Kr. Bergmann, upplýsingafulltrúi Norðuráls, segir að nú þurfi að leggjast yfir málið og ákveða næstu skref, en deiluaðilar hafa þrjátíu daga til þess að gera athugasemdir við dóminn. „Það þarf að fara ítarlega yfir forsendur úrskurðarins og hvaða möguleikar eru fyrir hendi, en þetta eru vissulega vonbrigði,“ segir Sólveig. Aðspurð segir hún of snemmt að segja til um hvort Norðurál þurfi að hætta verkefnum sínum í Helguvík. „Við þurfum að sjá hvort það sé mögulegt að afla orku til verkefnisins eftir einhverjum öðrum leiðum;“ segir Sólveig.
Tengdar fréttir HS Orka þarf ekki að selja Norðuráli Gerðardómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að orkusölusamningur milli HS Orku og Norðuráls Helguvíkur væri sökum tiltekinna kringumstæðna ekki lengur í gildi. 1. desember 2016 10:23 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
HS Orka þarf ekki að selja Norðuráli Gerðardómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að orkusölusamningur milli HS Orku og Norðuráls Helguvíkur væri sökum tiltekinna kringumstæðna ekki lengur í gildi. 1. desember 2016 10:23