Framtíð álversins í Helguvík í uppnámi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. desember 2016 12:01 Framtíð fyrirhugaðs álvers Norðuráls Helguvík er í uppnámi nú eftir að gerðardómur hefur fellt úr gildi orkusölusamning álversins við HS Orku. Dómurinn bindur enda á tæplega áratugar langar deilur á milli fyrirtækjanna tveggja. Samningurinn var undirritaður árið 2007 og hafa deilur á milli fyrirtækjanna tveggja staðið yfir meira og minna síðan þá. HS orka var bundin í orkusölusamninginn og gat því ekki nýtt virkjanakosti sína né selt raforku til orkufrekra verkefna. Þetta er í annað sinn sem málið fer fyrir gerðardóm, en það fór þangað fyrst árið 2010 þar sem HS orka beið lægri hlut. Dómurinn komst svo í gær að þeirri niðurstöðu að orkusölusamningurinn væri, sökum tiltekinna kringumstæðna, ekki lengur í gildi, en dómurinn telur yfir hundrað blaðsíður. Þá var það jafnframt niðurstaða hans að lok samningsins væru ekki af völdum HS Orku og var öllum gagnkröfum Norðuráls Helguvíkur í málinu hafnað. Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS orku, fagnar þessari niðurstöðu, og segir samkomulagið hafa haft mikil áhrif á fyrirtækið. „Samningurinn hafði fyrst og fremst þau áhrif að það ríkti ákveðin óvissa. Við lögðumst reyndar í miklar fjárfestingar við að uppfylla samninginn í fyrstu skrefum og gagnaðili okkar gerði það líka. En síðan snerist heimurinn á hvolf ef svo má segja 2008 og forsendur allar breyttust til hins verra. Okkur hefur einfaldlega ekki tekist að uppfylla forsendur samningsins af orsökum sem við getum ekki ráðið við. Á meðan hefur verið mikil óvissa um það að ef við aukum orkuframleiðslu hérna á Reykjanesskaganum hvort við hugsanlega þyrftum að selja orkuna samkvæmt samningi sem var orðinn mjög óhagstæður eða ekki,“ segir Ásgeir. Nú sé sú óvissa loks frá. Aðspurður segir hann HS orku hafa orðið fyrir miklu fjárhagstapi vegna samningsins, en vill ekki upplýsa hvert tapið er í krónum talið. „Það er mjög kostnaðarsamt að reka svona verkefni og óvissan er líka fjárhagstap. Núna einfaldast veröldin og skýrist. Það er mjög kostnaðarsamt að fara í gegnum svona ferli.“ Ásgeir segir ekki útilokað að HS orka muni selja til Norðuráls Helguvíkur raforku. „En við gerum það ekki samkvæmt þessum gamla samningi sem nú er farinn.“ Mögulega gæti það farið svo að hætta þurfi öllum framkvæmdum í Helguvík. Sólveig Kr. Bergmann, upplýsingafulltrúi Norðuráls, segir að nú þurfi að leggjast yfir málið og ákveða næstu skref, en deiluaðilar hafa þrjátíu daga til þess að gera athugasemdir við dóminn. „Það þarf að fara ítarlega yfir forsendur úrskurðarins og hvaða möguleikar eru fyrir hendi, en þetta eru vissulega vonbrigði,“ segir Sólveig. Aðspurð segir hún of snemmt að segja til um hvort Norðurál þurfi að hætta verkefnum sínum í Helguvík. „Við þurfum að sjá hvort það sé mögulegt að afla orku til verkefnisins eftir einhverjum öðrum leiðum;“ segir Sólveig. Tengdar fréttir HS Orka þarf ekki að selja Norðuráli Gerðardómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að orkusölusamningur milli HS Orku og Norðuráls Helguvíkur væri sökum tiltekinna kringumstæðna ekki lengur í gildi. 1. desember 2016 10:23 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Framtíð fyrirhugaðs álvers Norðuráls Helguvík er í uppnámi nú eftir að gerðardómur hefur fellt úr gildi orkusölusamning álversins við HS Orku. Dómurinn bindur enda á tæplega áratugar langar deilur á milli fyrirtækjanna tveggja. Samningurinn var undirritaður árið 2007 og hafa deilur á milli fyrirtækjanna tveggja staðið yfir meira og minna síðan þá. HS orka var bundin í orkusölusamninginn og gat því ekki nýtt virkjanakosti sína né selt raforku til orkufrekra verkefna. Þetta er í annað sinn sem málið fer fyrir gerðardóm, en það fór þangað fyrst árið 2010 þar sem HS orka beið lægri hlut. Dómurinn komst svo í gær að þeirri niðurstöðu að orkusölusamningurinn væri, sökum tiltekinna kringumstæðna, ekki lengur í gildi, en dómurinn telur yfir hundrað blaðsíður. Þá var það jafnframt niðurstaða hans að lok samningsins væru ekki af völdum HS Orku og var öllum gagnkröfum Norðuráls Helguvíkur í málinu hafnað. Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS orku, fagnar þessari niðurstöðu, og segir samkomulagið hafa haft mikil áhrif á fyrirtækið. „Samningurinn hafði fyrst og fremst þau áhrif að það ríkti ákveðin óvissa. Við lögðumst reyndar í miklar fjárfestingar við að uppfylla samninginn í fyrstu skrefum og gagnaðili okkar gerði það líka. En síðan snerist heimurinn á hvolf ef svo má segja 2008 og forsendur allar breyttust til hins verra. Okkur hefur einfaldlega ekki tekist að uppfylla forsendur samningsins af orsökum sem við getum ekki ráðið við. Á meðan hefur verið mikil óvissa um það að ef við aukum orkuframleiðslu hérna á Reykjanesskaganum hvort við hugsanlega þyrftum að selja orkuna samkvæmt samningi sem var orðinn mjög óhagstæður eða ekki,“ segir Ásgeir. Nú sé sú óvissa loks frá. Aðspurður segir hann HS orku hafa orðið fyrir miklu fjárhagstapi vegna samningsins, en vill ekki upplýsa hvert tapið er í krónum talið. „Það er mjög kostnaðarsamt að reka svona verkefni og óvissan er líka fjárhagstap. Núna einfaldast veröldin og skýrist. Það er mjög kostnaðarsamt að fara í gegnum svona ferli.“ Ásgeir segir ekki útilokað að HS orka muni selja til Norðuráls Helguvíkur raforku. „En við gerum það ekki samkvæmt þessum gamla samningi sem nú er farinn.“ Mögulega gæti það farið svo að hætta þurfi öllum framkvæmdum í Helguvík. Sólveig Kr. Bergmann, upplýsingafulltrúi Norðuráls, segir að nú þurfi að leggjast yfir málið og ákveða næstu skref, en deiluaðilar hafa þrjátíu daga til þess að gera athugasemdir við dóminn. „Það þarf að fara ítarlega yfir forsendur úrskurðarins og hvaða möguleikar eru fyrir hendi, en þetta eru vissulega vonbrigði,“ segir Sólveig. Aðspurð segir hún of snemmt að segja til um hvort Norðurál þurfi að hætta verkefnum sínum í Helguvík. „Við þurfum að sjá hvort það sé mögulegt að afla orku til verkefnisins eftir einhverjum öðrum leiðum;“ segir Sólveig.
Tengdar fréttir HS Orka þarf ekki að selja Norðuráli Gerðardómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að orkusölusamningur milli HS Orku og Norðuráls Helguvíkur væri sökum tiltekinna kringumstæðna ekki lengur í gildi. 1. desember 2016 10:23 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
HS Orka þarf ekki að selja Norðuráli Gerðardómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að orkusölusamningur milli HS Orku og Norðuráls Helguvíkur væri sökum tiltekinna kringumstæðna ekki lengur í gildi. 1. desember 2016 10:23