Framtíð álversins í Helguvík í uppnámi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. desember 2016 12:01 Framtíð fyrirhugaðs álvers Norðuráls Helguvík er í uppnámi nú eftir að gerðardómur hefur fellt úr gildi orkusölusamning álversins við HS Orku. Dómurinn bindur enda á tæplega áratugar langar deilur á milli fyrirtækjanna tveggja. Samningurinn var undirritaður árið 2007 og hafa deilur á milli fyrirtækjanna tveggja staðið yfir meira og minna síðan þá. HS orka var bundin í orkusölusamninginn og gat því ekki nýtt virkjanakosti sína né selt raforku til orkufrekra verkefna. Þetta er í annað sinn sem málið fer fyrir gerðardóm, en það fór þangað fyrst árið 2010 þar sem HS orka beið lægri hlut. Dómurinn komst svo í gær að þeirri niðurstöðu að orkusölusamningurinn væri, sökum tiltekinna kringumstæðna, ekki lengur í gildi, en dómurinn telur yfir hundrað blaðsíður. Þá var það jafnframt niðurstaða hans að lok samningsins væru ekki af völdum HS Orku og var öllum gagnkröfum Norðuráls Helguvíkur í málinu hafnað. Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS orku, fagnar þessari niðurstöðu, og segir samkomulagið hafa haft mikil áhrif á fyrirtækið. „Samningurinn hafði fyrst og fremst þau áhrif að það ríkti ákveðin óvissa. Við lögðumst reyndar í miklar fjárfestingar við að uppfylla samninginn í fyrstu skrefum og gagnaðili okkar gerði það líka. En síðan snerist heimurinn á hvolf ef svo má segja 2008 og forsendur allar breyttust til hins verra. Okkur hefur einfaldlega ekki tekist að uppfylla forsendur samningsins af orsökum sem við getum ekki ráðið við. Á meðan hefur verið mikil óvissa um það að ef við aukum orkuframleiðslu hérna á Reykjanesskaganum hvort við hugsanlega þyrftum að selja orkuna samkvæmt samningi sem var orðinn mjög óhagstæður eða ekki,“ segir Ásgeir. Nú sé sú óvissa loks frá. Aðspurður segir hann HS orku hafa orðið fyrir miklu fjárhagstapi vegna samningsins, en vill ekki upplýsa hvert tapið er í krónum talið. „Það er mjög kostnaðarsamt að reka svona verkefni og óvissan er líka fjárhagstap. Núna einfaldast veröldin og skýrist. Það er mjög kostnaðarsamt að fara í gegnum svona ferli.“ Ásgeir segir ekki útilokað að HS orka muni selja til Norðuráls Helguvíkur raforku. „En við gerum það ekki samkvæmt þessum gamla samningi sem nú er farinn.“ Mögulega gæti það farið svo að hætta þurfi öllum framkvæmdum í Helguvík. Sólveig Kr. Bergmann, upplýsingafulltrúi Norðuráls, segir að nú þurfi að leggjast yfir málið og ákveða næstu skref, en deiluaðilar hafa þrjátíu daga til þess að gera athugasemdir við dóminn. „Það þarf að fara ítarlega yfir forsendur úrskurðarins og hvaða möguleikar eru fyrir hendi, en þetta eru vissulega vonbrigði,“ segir Sólveig. Aðspurð segir hún of snemmt að segja til um hvort Norðurál þurfi að hætta verkefnum sínum í Helguvík. „Við þurfum að sjá hvort það sé mögulegt að afla orku til verkefnisins eftir einhverjum öðrum leiðum;“ segir Sólveig. Tengdar fréttir HS Orka þarf ekki að selja Norðuráli Gerðardómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að orkusölusamningur milli HS Orku og Norðuráls Helguvíkur væri sökum tiltekinna kringumstæðna ekki lengur í gildi. 1. desember 2016 10:23 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Framtíð fyrirhugaðs álvers Norðuráls Helguvík er í uppnámi nú eftir að gerðardómur hefur fellt úr gildi orkusölusamning álversins við HS Orku. Dómurinn bindur enda á tæplega áratugar langar deilur á milli fyrirtækjanna tveggja. Samningurinn var undirritaður árið 2007 og hafa deilur á milli fyrirtækjanna tveggja staðið yfir meira og minna síðan þá. HS orka var bundin í orkusölusamninginn og gat því ekki nýtt virkjanakosti sína né selt raforku til orkufrekra verkefna. Þetta er í annað sinn sem málið fer fyrir gerðardóm, en það fór þangað fyrst árið 2010 þar sem HS orka beið lægri hlut. Dómurinn komst svo í gær að þeirri niðurstöðu að orkusölusamningurinn væri, sökum tiltekinna kringumstæðna, ekki lengur í gildi, en dómurinn telur yfir hundrað blaðsíður. Þá var það jafnframt niðurstaða hans að lok samningsins væru ekki af völdum HS Orku og var öllum gagnkröfum Norðuráls Helguvíkur í málinu hafnað. Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS orku, fagnar þessari niðurstöðu, og segir samkomulagið hafa haft mikil áhrif á fyrirtækið. „Samningurinn hafði fyrst og fremst þau áhrif að það ríkti ákveðin óvissa. Við lögðumst reyndar í miklar fjárfestingar við að uppfylla samninginn í fyrstu skrefum og gagnaðili okkar gerði það líka. En síðan snerist heimurinn á hvolf ef svo má segja 2008 og forsendur allar breyttust til hins verra. Okkur hefur einfaldlega ekki tekist að uppfylla forsendur samningsins af orsökum sem við getum ekki ráðið við. Á meðan hefur verið mikil óvissa um það að ef við aukum orkuframleiðslu hérna á Reykjanesskaganum hvort við hugsanlega þyrftum að selja orkuna samkvæmt samningi sem var orðinn mjög óhagstæður eða ekki,“ segir Ásgeir. Nú sé sú óvissa loks frá. Aðspurður segir hann HS orku hafa orðið fyrir miklu fjárhagstapi vegna samningsins, en vill ekki upplýsa hvert tapið er í krónum talið. „Það er mjög kostnaðarsamt að reka svona verkefni og óvissan er líka fjárhagstap. Núna einfaldast veröldin og skýrist. Það er mjög kostnaðarsamt að fara í gegnum svona ferli.“ Ásgeir segir ekki útilokað að HS orka muni selja til Norðuráls Helguvíkur raforku. „En við gerum það ekki samkvæmt þessum gamla samningi sem nú er farinn.“ Mögulega gæti það farið svo að hætta þurfi öllum framkvæmdum í Helguvík. Sólveig Kr. Bergmann, upplýsingafulltrúi Norðuráls, segir að nú þurfi að leggjast yfir málið og ákveða næstu skref, en deiluaðilar hafa þrjátíu daga til þess að gera athugasemdir við dóminn. „Það þarf að fara ítarlega yfir forsendur úrskurðarins og hvaða möguleikar eru fyrir hendi, en þetta eru vissulega vonbrigði,“ segir Sólveig. Aðspurð segir hún of snemmt að segja til um hvort Norðurál þurfi að hætta verkefnum sínum í Helguvík. „Við þurfum að sjá hvort það sé mögulegt að afla orku til verkefnisins eftir einhverjum öðrum leiðum;“ segir Sólveig.
Tengdar fréttir HS Orka þarf ekki að selja Norðuráli Gerðardómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að orkusölusamningur milli HS Orku og Norðuráls Helguvíkur væri sökum tiltekinna kringumstæðna ekki lengur í gildi. 1. desember 2016 10:23 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
HS Orka þarf ekki að selja Norðuráli Gerðardómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að orkusölusamningur milli HS Orku og Norðuráls Helguvíkur væri sökum tiltekinna kringumstæðna ekki lengur í gildi. 1. desember 2016 10:23