Lokka fólk með ljúfum serenöðum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. desember 2016 11:30 Kvöldlokkur á jólaföstu er árviss viðburður og Einar Jóhannesson er meðal þeirra sem spilar á þeim tónleikum í kvöld í 36. sinn. Visir/GVA „Við spilum ljúfar blásaraserenöður eftir Mozart, Beethoven og Krommer sem hæfa vel á aðventunni,“ segir Einar Jóhannesson klarinettuleikari um efnisskrá tónleikanna Kvöldlokkur á jólaföstu sem verða í Fríkirkjunni í kvöld. Það er í 36. sinn sem Blásarakvintett Reykjavíkur, ásamt félögum, efnir til slíkra tónleika. „Þetta er sem sé okkar aðventuhefð og hluti af jólaklassíkinni fyrir hátíðirnar,“ segir Einar og tekur fram að þótt alltaf sé bryddað upp á einhverjum nýjungum sé farið svolítið í hringi, sérstaklega með bestu verkin sem eru eftir Mozart. „Þau eru svo mikil snilldarverk að okkur ber skylda til að flytja þau alltaf reglulega. Svo breytum við til. Núna spilum við serenöðu eftir Krommer sem telst meðal nýjunga í okkar prógrammi. Einar segir þrjá félaga af upphaflega kvintettinum spila núna, hann, Daði Kolbeinsson og Josef Ognibene. „Það er svolítið breytilegt hverjir spila, þó er það mikið til sama fólkið ár eftir ár. Það fer bara eftir verkum. Yfirleitt eru þau fyrir tvö óbó, tvö klarinett, tvö fagott og tvö horn.“ Titill tónleikanna vekur alltaf smá furðu. „Kvöldlokkur þýðir í raun að tæla fólk. Upphaflega hét það serenade og var notað um nætursöngva sem menn notuðu til að lokka konur til sín út með söng,“ útskýrir Einar. „En það var Guðmundur Finnbogason sem bjó til þetta nafn kvöldlokkur.“ Einar er líka að gefa út nýjan geisladisk, EXULTAVIT. Þar leika þeir Douglas Brotchie á klarinett og orgel. Verkin spanna allt frá eldgömlum barokkverkum eftir Tartini og Bach auk Mozarts, til okkar tíma. Þar eru til dæmis tvö frumsamin verk eftir þá John Speight og Jónas Tómasson og síðasta lagið er þakkargjörð í ljúfum dægurlagastíl eftir Áskel Másson. „Á diskinum er blanda af andlegum, trúarlegum og veraldlegum verkum,“ lýsir Einar. „En þráðurinn er fögnuður sem er viðeigandi á aðventunni svo og íhugun, sem er líka nauðsynleg.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. desember. Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Við spilum ljúfar blásaraserenöður eftir Mozart, Beethoven og Krommer sem hæfa vel á aðventunni,“ segir Einar Jóhannesson klarinettuleikari um efnisskrá tónleikanna Kvöldlokkur á jólaföstu sem verða í Fríkirkjunni í kvöld. Það er í 36. sinn sem Blásarakvintett Reykjavíkur, ásamt félögum, efnir til slíkra tónleika. „Þetta er sem sé okkar aðventuhefð og hluti af jólaklassíkinni fyrir hátíðirnar,“ segir Einar og tekur fram að þótt alltaf sé bryddað upp á einhverjum nýjungum sé farið svolítið í hringi, sérstaklega með bestu verkin sem eru eftir Mozart. „Þau eru svo mikil snilldarverk að okkur ber skylda til að flytja þau alltaf reglulega. Svo breytum við til. Núna spilum við serenöðu eftir Krommer sem telst meðal nýjunga í okkar prógrammi. Einar segir þrjá félaga af upphaflega kvintettinum spila núna, hann, Daði Kolbeinsson og Josef Ognibene. „Það er svolítið breytilegt hverjir spila, þó er það mikið til sama fólkið ár eftir ár. Það fer bara eftir verkum. Yfirleitt eru þau fyrir tvö óbó, tvö klarinett, tvö fagott og tvö horn.“ Titill tónleikanna vekur alltaf smá furðu. „Kvöldlokkur þýðir í raun að tæla fólk. Upphaflega hét það serenade og var notað um nætursöngva sem menn notuðu til að lokka konur til sín út með söng,“ útskýrir Einar. „En það var Guðmundur Finnbogason sem bjó til þetta nafn kvöldlokkur.“ Einar er líka að gefa út nýjan geisladisk, EXULTAVIT. Þar leika þeir Douglas Brotchie á klarinett og orgel. Verkin spanna allt frá eldgömlum barokkverkum eftir Tartini og Bach auk Mozarts, til okkar tíma. Þar eru til dæmis tvö frumsamin verk eftir þá John Speight og Jónas Tómasson og síðasta lagið er þakkargjörð í ljúfum dægurlagastíl eftir Áskel Másson. „Á diskinum er blanda af andlegum, trúarlegum og veraldlegum verkum,“ lýsir Einar. „En þráðurinn er fögnuður sem er viðeigandi á aðventunni svo og íhugun, sem er líka nauðsynleg.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. desember.
Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira