NFL: Enginn virðist geta stoppað Kúrekana og nýliðana þeirra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Nýliðarnir öflugu Dak Prescott og Ezekiel Elliott. Vísir/Getty Dallas Cowboys hélt áfram sigurgöngu sinni á Þakkagjörðarhátíðinni í gær en að venju fóru fram þrír leikir i NFL-deildinni þennan mikla hátíðisdag í Bandaríkjunum. Detroit Lions og Pittsburgh Steelers fögnuðu líka sigri í nótt. Nýliðarnir Dak Prescott og Ezekiel Elliott héldu áfram að skína þegar Dallas Cowboys vann 31-26 sigur á Washington Redskins á heimavelli sínum í Arlington en þetta var tíundi sigurleikur Kúrekana í röð. Leikstjórnandinn Dak Prescott átti eina snertimarkssendingu og skoraði síðan annað snertimark sjálfur. Hann sýndi ennfremur gríðarlega yfirvegun og öryggi á úrslitastundu í fjórða leikhlutanum. Hlauparinn Ezekiel Elliott skoraði tvö snertimörk í leiknum en þessi 21 árs gamli strákur hefur nú hlaupið 1199 yarda á tímabilinu og nýliðametið er í mikilli hættu. Kirk Cousins, leikstjórnandi Washington Redskins, spilaði mjög vel og sókn liðsins var í fínu formi en þegar á öllu var á botninn hvolft þá gáfu leikmenn Redskins bara ekki stoppað Kúrekana og nýliðana þeirra. Sparkarinn Matt Prater tryggði Detroit Lions 16-13 sigur á Minnesota Vikings með vallarmarki um leið og leiktíminn rann út í enn einum endurkomusigri Detroit-manna. Leikmenn Lions-liðsins hafa unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum en í þeim öllum hefur liðið verið undir í lokaleikhlutanum og komið til baka. Allir ellefu leikir Detroit Lions á tímabilinu hafa jafnframt unnist með sjö stigum eða færri. Ben Roethlisberger var duglegur að finna útherjann Antonio Brown þegar Pittsburgh Steelers vann útisigur á Indianapolis Colts 28-7. Antonio Brown skoraði alls þrjú snertimörk eftir sendingar frá Ben Roethlisberger. Pittsburgh-liðið skoraði snertimörk í fyrstu þremur sóknum sínum og komst strax í 21-7. Indianapolis Colts lék án leikstjórnandans frábæra Andrew Luck og varmaður hans, Scott Tolzien, veikti liðið mikið en hann kastaði boltanum meðal annars tvisvar frá sér. Það hjálpaði heldur ekki að í tvígang náðu varnarmenn Pittsburgh Steelers að stoppa þá við marklínuna þegar Colts-liðinu vantaði bara einn yarda í viðbót. NFL Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Sjá meira
Dallas Cowboys hélt áfram sigurgöngu sinni á Þakkagjörðarhátíðinni í gær en að venju fóru fram þrír leikir i NFL-deildinni þennan mikla hátíðisdag í Bandaríkjunum. Detroit Lions og Pittsburgh Steelers fögnuðu líka sigri í nótt. Nýliðarnir Dak Prescott og Ezekiel Elliott héldu áfram að skína þegar Dallas Cowboys vann 31-26 sigur á Washington Redskins á heimavelli sínum í Arlington en þetta var tíundi sigurleikur Kúrekana í röð. Leikstjórnandinn Dak Prescott átti eina snertimarkssendingu og skoraði síðan annað snertimark sjálfur. Hann sýndi ennfremur gríðarlega yfirvegun og öryggi á úrslitastundu í fjórða leikhlutanum. Hlauparinn Ezekiel Elliott skoraði tvö snertimörk í leiknum en þessi 21 árs gamli strákur hefur nú hlaupið 1199 yarda á tímabilinu og nýliðametið er í mikilli hættu. Kirk Cousins, leikstjórnandi Washington Redskins, spilaði mjög vel og sókn liðsins var í fínu formi en þegar á öllu var á botninn hvolft þá gáfu leikmenn Redskins bara ekki stoppað Kúrekana og nýliðana þeirra. Sparkarinn Matt Prater tryggði Detroit Lions 16-13 sigur á Minnesota Vikings með vallarmarki um leið og leiktíminn rann út í enn einum endurkomusigri Detroit-manna. Leikmenn Lions-liðsins hafa unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum en í þeim öllum hefur liðið verið undir í lokaleikhlutanum og komið til baka. Allir ellefu leikir Detroit Lions á tímabilinu hafa jafnframt unnist með sjö stigum eða færri. Ben Roethlisberger var duglegur að finna útherjann Antonio Brown þegar Pittsburgh Steelers vann útisigur á Indianapolis Colts 28-7. Antonio Brown skoraði alls þrjú snertimörk eftir sendingar frá Ben Roethlisberger. Pittsburgh-liðið skoraði snertimörk í fyrstu þremur sóknum sínum og komst strax í 21-7. Indianapolis Colts lék án leikstjórnandans frábæra Andrew Luck og varmaður hans, Scott Tolzien, veikti liðið mikið en hann kastaði boltanum meðal annars tvisvar frá sér. Það hjálpaði heldur ekki að í tvígang náðu varnarmenn Pittsburgh Steelers að stoppa þá við marklínuna þegar Colts-liðinu vantaði bara einn yarda í viðbót.
NFL Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Sjá meira