NFL: Enginn virðist geta stoppað Kúrekana og nýliðana þeirra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Nýliðarnir öflugu Dak Prescott og Ezekiel Elliott. Vísir/Getty Dallas Cowboys hélt áfram sigurgöngu sinni á Þakkagjörðarhátíðinni í gær en að venju fóru fram þrír leikir i NFL-deildinni þennan mikla hátíðisdag í Bandaríkjunum. Detroit Lions og Pittsburgh Steelers fögnuðu líka sigri í nótt. Nýliðarnir Dak Prescott og Ezekiel Elliott héldu áfram að skína þegar Dallas Cowboys vann 31-26 sigur á Washington Redskins á heimavelli sínum í Arlington en þetta var tíundi sigurleikur Kúrekana í röð. Leikstjórnandinn Dak Prescott átti eina snertimarkssendingu og skoraði síðan annað snertimark sjálfur. Hann sýndi ennfremur gríðarlega yfirvegun og öryggi á úrslitastundu í fjórða leikhlutanum. Hlauparinn Ezekiel Elliott skoraði tvö snertimörk í leiknum en þessi 21 árs gamli strákur hefur nú hlaupið 1199 yarda á tímabilinu og nýliðametið er í mikilli hættu. Kirk Cousins, leikstjórnandi Washington Redskins, spilaði mjög vel og sókn liðsins var í fínu formi en þegar á öllu var á botninn hvolft þá gáfu leikmenn Redskins bara ekki stoppað Kúrekana og nýliðana þeirra. Sparkarinn Matt Prater tryggði Detroit Lions 16-13 sigur á Minnesota Vikings með vallarmarki um leið og leiktíminn rann út í enn einum endurkomusigri Detroit-manna. Leikmenn Lions-liðsins hafa unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum en í þeim öllum hefur liðið verið undir í lokaleikhlutanum og komið til baka. Allir ellefu leikir Detroit Lions á tímabilinu hafa jafnframt unnist með sjö stigum eða færri. Ben Roethlisberger var duglegur að finna útherjann Antonio Brown þegar Pittsburgh Steelers vann útisigur á Indianapolis Colts 28-7. Antonio Brown skoraði alls þrjú snertimörk eftir sendingar frá Ben Roethlisberger. Pittsburgh-liðið skoraði snertimörk í fyrstu þremur sóknum sínum og komst strax í 21-7. Indianapolis Colts lék án leikstjórnandans frábæra Andrew Luck og varmaður hans, Scott Tolzien, veikti liðið mikið en hann kastaði boltanum meðal annars tvisvar frá sér. Það hjálpaði heldur ekki að í tvígang náðu varnarmenn Pittsburgh Steelers að stoppa þá við marklínuna þegar Colts-liðinu vantaði bara einn yarda í viðbót. NFL Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Sjá meira
Dallas Cowboys hélt áfram sigurgöngu sinni á Þakkagjörðarhátíðinni í gær en að venju fóru fram þrír leikir i NFL-deildinni þennan mikla hátíðisdag í Bandaríkjunum. Detroit Lions og Pittsburgh Steelers fögnuðu líka sigri í nótt. Nýliðarnir Dak Prescott og Ezekiel Elliott héldu áfram að skína þegar Dallas Cowboys vann 31-26 sigur á Washington Redskins á heimavelli sínum í Arlington en þetta var tíundi sigurleikur Kúrekana í röð. Leikstjórnandinn Dak Prescott átti eina snertimarkssendingu og skoraði síðan annað snertimark sjálfur. Hann sýndi ennfremur gríðarlega yfirvegun og öryggi á úrslitastundu í fjórða leikhlutanum. Hlauparinn Ezekiel Elliott skoraði tvö snertimörk í leiknum en þessi 21 árs gamli strákur hefur nú hlaupið 1199 yarda á tímabilinu og nýliðametið er í mikilli hættu. Kirk Cousins, leikstjórnandi Washington Redskins, spilaði mjög vel og sókn liðsins var í fínu formi en þegar á öllu var á botninn hvolft þá gáfu leikmenn Redskins bara ekki stoppað Kúrekana og nýliðana þeirra. Sparkarinn Matt Prater tryggði Detroit Lions 16-13 sigur á Minnesota Vikings með vallarmarki um leið og leiktíminn rann út í enn einum endurkomusigri Detroit-manna. Leikmenn Lions-liðsins hafa unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum en í þeim öllum hefur liðið verið undir í lokaleikhlutanum og komið til baka. Allir ellefu leikir Detroit Lions á tímabilinu hafa jafnframt unnist með sjö stigum eða færri. Ben Roethlisberger var duglegur að finna útherjann Antonio Brown þegar Pittsburgh Steelers vann útisigur á Indianapolis Colts 28-7. Antonio Brown skoraði alls þrjú snertimörk eftir sendingar frá Ben Roethlisberger. Pittsburgh-liðið skoraði snertimörk í fyrstu þremur sóknum sínum og komst strax í 21-7. Indianapolis Colts lék án leikstjórnandans frábæra Andrew Luck og varmaður hans, Scott Tolzien, veikti liðið mikið en hann kastaði boltanum meðal annars tvisvar frá sér. Það hjálpaði heldur ekki að í tvígang náðu varnarmenn Pittsburgh Steelers að stoppa þá við marklínuna þegar Colts-liðinu vantaði bara einn yarda í viðbót.
NFL Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Sjá meira