Listin leikur í höndum hennar Elín Albertsdóttir skrifar 11. nóvember 2016 10:30 Óttarr Proppé, Benedikt Jóhannesson og Bjarni Benediktsson komnir á blað hjá Margréti. Kannski hún eigi eftir að teikna þá oftar. MYND/MÓHH Margrét Ósk Hildur Hallgrímsdóttir hefur teiknað myndir frá unga aldri. Fyrst notaði hún hæfileikana til að teikna hesta enda mikil hestamanneskja. Smám saman hefur hún breytt yfir í myndir af fólki sem hún teiknar eftir ljósmyndum. Margrét er nemandi í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Hún á tvö ár eftir í námi og langar í framtíðinni að starfa á auglýsingastofu. Meðfram náminu hefur hún tekið að sér að teikna myndir af fólki. Hún notar ljósmyndir sem fyrirmynd. „Teikningar hafa alltaf verið áhugamálið mitt. Mér fannst kjörið að fara í nám þar sem áhugamálið gagnast vel,“ segir hún. „Ég hef mikið verið beðin að teikna myndir af börnum og gæludýrum. Einnig hefur eiginkona eða eiginmaður óskað eftir mynd af maka sínum. Fólk notar myndirnar til gjafa og ég hef til dæmis fengið mörg verkefni núna fyrir jólin. Það er vinsælt að setja myndirnar í ramma og gefa í jólagjöf. Myndirnar eru A4 eða A3 að stærð og í svarthvítu,“ segir hún en Margrét Ósk hefur verið að prófa sig áfram með akrýlmálningu. Margét er með mörg verkefni fyrir jól og greinilega margir sem ætla að gefa teikningar í ramma. MYND/ANTON BRINK„Mér finnst þetta algjör snilld, mjög skemmtilegt,“ segir hún. „Það er frábært að vinna við eitthvað sem maður elskar,“ bætir hún við. Margrét segist ekki hafa stundað nám í myndlist. „Það kom vel til greina en mér fannst praktískara að fara í grafíska hönnun þar sem atvinnutækifærin eru fleiri,“ segir Margrét Ósk sem er 24 ára tvíburi, ættuð úr Grindavík. Tvíburasystir hennar hefur ekki þetta sama áhugamál. Hún hefur nýlokið við að teikna miðbæjarkort fyrir Kvosina hótel og er til í að gera fleiri slík verkefni. „Það var mjög skemmtilegt verkefni. Einnig gerði ég mína útgáfu af íslensku landvættunum fyrir Sigló hótel á Siglufirði, kort af Íslandi með fyrirmynd frá árinu 1500 á veitingastaðnum Frederiksen Ale House í Hafnarstræti og Íslandskort fyrir Scandinavian, veitingahús á Laugavegi,“ segir Margrét.Margrét hefur nýlokið við að teikna miðbæjarkort fyrir Kvosina hótel.Um jólin fer hún með kærastanum og fjölskyldu hans í frí til Bandaríkjanna. Henni finnst það mjög spennandi þrátt fyrir nýafstaðnar forsetakosningar og segist engar áhyggjur hafa af þeim málum. Hún hefur ekki teiknað jólakort en hefur lengi gengið með þá hugmynd í maganum. Það verður þó varla tími til þess fyrir þessi jól. Margrét Ósk hefur ekki prófað að teikna skopmyndir af pólitíkusum en segist gjarnan vilja reyna sig á því sviði. Við fengum hana því til að spreyta sig á mynd af Bjarna Benediktssyni, Óttari Proppé og Benedikt Jóhannessyni með flottri útkomu, sem sjá má efst í fréttinni. Þótt þeir félagar liggi vel við höggi þessa dagana og séu myndrænir er myndin ekki gerð í pólitískum tilgangi. Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Margrét Ósk Hildur Hallgrímsdóttir hefur teiknað myndir frá unga aldri. Fyrst notaði hún hæfileikana til að teikna hesta enda mikil hestamanneskja. Smám saman hefur hún breytt yfir í myndir af fólki sem hún teiknar eftir ljósmyndum. Margrét er nemandi í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Hún á tvö ár eftir í námi og langar í framtíðinni að starfa á auglýsingastofu. Meðfram náminu hefur hún tekið að sér að teikna myndir af fólki. Hún notar ljósmyndir sem fyrirmynd. „Teikningar hafa alltaf verið áhugamálið mitt. Mér fannst kjörið að fara í nám þar sem áhugamálið gagnast vel,“ segir hún. „Ég hef mikið verið beðin að teikna myndir af börnum og gæludýrum. Einnig hefur eiginkona eða eiginmaður óskað eftir mynd af maka sínum. Fólk notar myndirnar til gjafa og ég hef til dæmis fengið mörg verkefni núna fyrir jólin. Það er vinsælt að setja myndirnar í ramma og gefa í jólagjöf. Myndirnar eru A4 eða A3 að stærð og í svarthvítu,“ segir hún en Margrét Ósk hefur verið að prófa sig áfram með akrýlmálningu. Margét er með mörg verkefni fyrir jól og greinilega margir sem ætla að gefa teikningar í ramma. MYND/ANTON BRINK„Mér finnst þetta algjör snilld, mjög skemmtilegt,“ segir hún. „Það er frábært að vinna við eitthvað sem maður elskar,“ bætir hún við. Margrét segist ekki hafa stundað nám í myndlist. „Það kom vel til greina en mér fannst praktískara að fara í grafíska hönnun þar sem atvinnutækifærin eru fleiri,“ segir Margrét Ósk sem er 24 ára tvíburi, ættuð úr Grindavík. Tvíburasystir hennar hefur ekki þetta sama áhugamál. Hún hefur nýlokið við að teikna miðbæjarkort fyrir Kvosina hótel og er til í að gera fleiri slík verkefni. „Það var mjög skemmtilegt verkefni. Einnig gerði ég mína útgáfu af íslensku landvættunum fyrir Sigló hótel á Siglufirði, kort af Íslandi með fyrirmynd frá árinu 1500 á veitingastaðnum Frederiksen Ale House í Hafnarstræti og Íslandskort fyrir Scandinavian, veitingahús á Laugavegi,“ segir Margrét.Margrét hefur nýlokið við að teikna miðbæjarkort fyrir Kvosina hótel.Um jólin fer hún með kærastanum og fjölskyldu hans í frí til Bandaríkjanna. Henni finnst það mjög spennandi þrátt fyrir nýafstaðnar forsetakosningar og segist engar áhyggjur hafa af þeim málum. Hún hefur ekki teiknað jólakort en hefur lengi gengið með þá hugmynd í maganum. Það verður þó varla tími til þess fyrir þessi jól. Margrét Ósk hefur ekki prófað að teikna skopmyndir af pólitíkusum en segist gjarnan vilja reyna sig á því sviði. Við fengum hana því til að spreyta sig á mynd af Bjarna Benediktssyni, Óttari Proppé og Benedikt Jóhannessyni með flottri útkomu, sem sjá má efst í fréttinni. Þótt þeir félagar liggi vel við höggi þessa dagana og séu myndrænir er myndin ekki gerð í pólitískum tilgangi.
Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira