Ástandið á Íslandi um 1770 Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2016 08:30 Þær Hrefna og Jóhanna eru ritstjórar útgáfu á skjölum landsnefndarinnar fyrri. Nýlega kom út 2. bindið af sex. Vísir/GVA Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, opnar ráðstefnu klukkan 13 í dag í Þjóðskjalasafninu að Laugavegi 162 um skjöl landsnefndarinnar fyrri. Að sögn Hrefnu Róbertsdóttur sagnfræðings er í þeim skjölum fjallað um allt sem snýr að íslensku samfélagi á seinni hluta 18. aldar, heilbrigðismál, vegi, hafnir, landbúnað, verslun samskipti við kaupmenn og embættismenn, handverk og allt mögulegt. „Þarna koma fram ábendingar og upplýsingar frá almenningi sem alla jafna hafði ekki rödd. Sumar eru skrifaðar í orðastað vinnufólks og lýsa lélegum aðbúnaði þess.“ segir hún. Ráðstefnan er haldin í tilefni af útkomu annars bindisins af sex í heildarútgáfu skjalanna, á vegum Sögufélags, Þjóðskjalasafnsins og Ríkisskjalasafns Danmerkur. Þær Hrefna og Jóhanna Guðmundsdóttir hjá Þjóðskjalasafninu hafa unnið að útgáfunni. Hrefna segir ekki hafa verið mikið fjallað um þessi skjöl áður en þeirra hafi verið aflað í upphafi af þriggja manna nefnd sem danski konungurinn sendi til Íslands. „Þessir menn dvöldu hér frá vorinu 1770 til haustsins 1771 og voru fyrstu íbúar tukthússins við Arnarhól sem nú hýsir Stjórnarráðið. Það sem þeir gerðu var að skrifa tilskipun sem lesa átti upp í öllum kirkjum og á öllum manntalsþingum þar sem óskað var eftir ábendingum og skrifum frá prestum og almenningi. Einnig skrifuðu þeir embættismönnum og lögðu fyrir þá spurningar. Upp úr þessu kemur 4000 síðna heimildasafn. Það er skrifað með 18. aldar skrift og hefur verið frekar óaðgengilegt fyrir aðra en nokkra sagnfræðinga sem hafa getað lesið það.“ Sýnishorn úr skjalasafninu: Bréf: Séra Jón Hannesson í Marteinstungu skrifar um húsaga og leiðir til viðreisnar landinu 11.5.1771. „Það er hryggilegt að vita hvað mikið peningatjón og heilsuspilling brennivín gjörir íslenskum auk stórrar óvirðingar oftlega þar af rísandi. Ég vildi óska brennivín flyttist ei til Íslands nema af skornasta skammti og til öngra seljast utan læknara, er framvísa kunna rigtugu atteste að vit og leyfi hafi að höndla með læknisdóma. Síðst vildi ég brennivín mætti brúkast til brúðlaupa og erfisdrykkju.“ (Landsnefndin fyrri II, Rvk. 2016, bls. 528). Greinin birtist fyrst 12. nóvember 2016. Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, opnar ráðstefnu klukkan 13 í dag í Þjóðskjalasafninu að Laugavegi 162 um skjöl landsnefndarinnar fyrri. Að sögn Hrefnu Róbertsdóttur sagnfræðings er í þeim skjölum fjallað um allt sem snýr að íslensku samfélagi á seinni hluta 18. aldar, heilbrigðismál, vegi, hafnir, landbúnað, verslun samskipti við kaupmenn og embættismenn, handverk og allt mögulegt. „Þarna koma fram ábendingar og upplýsingar frá almenningi sem alla jafna hafði ekki rödd. Sumar eru skrifaðar í orðastað vinnufólks og lýsa lélegum aðbúnaði þess.“ segir hún. Ráðstefnan er haldin í tilefni af útkomu annars bindisins af sex í heildarútgáfu skjalanna, á vegum Sögufélags, Þjóðskjalasafnsins og Ríkisskjalasafns Danmerkur. Þær Hrefna og Jóhanna Guðmundsdóttir hjá Þjóðskjalasafninu hafa unnið að útgáfunni. Hrefna segir ekki hafa verið mikið fjallað um þessi skjöl áður en þeirra hafi verið aflað í upphafi af þriggja manna nefnd sem danski konungurinn sendi til Íslands. „Þessir menn dvöldu hér frá vorinu 1770 til haustsins 1771 og voru fyrstu íbúar tukthússins við Arnarhól sem nú hýsir Stjórnarráðið. Það sem þeir gerðu var að skrifa tilskipun sem lesa átti upp í öllum kirkjum og á öllum manntalsþingum þar sem óskað var eftir ábendingum og skrifum frá prestum og almenningi. Einnig skrifuðu þeir embættismönnum og lögðu fyrir þá spurningar. Upp úr þessu kemur 4000 síðna heimildasafn. Það er skrifað með 18. aldar skrift og hefur verið frekar óaðgengilegt fyrir aðra en nokkra sagnfræðinga sem hafa getað lesið það.“ Sýnishorn úr skjalasafninu: Bréf: Séra Jón Hannesson í Marteinstungu skrifar um húsaga og leiðir til viðreisnar landinu 11.5.1771. „Það er hryggilegt að vita hvað mikið peningatjón og heilsuspilling brennivín gjörir íslenskum auk stórrar óvirðingar oftlega þar af rísandi. Ég vildi óska brennivín flyttist ei til Íslands nema af skornasta skammti og til öngra seljast utan læknara, er framvísa kunna rigtugu atteste að vit og leyfi hafi að höndla með læknisdóma. Síðst vildi ég brennivín mætti brúkast til brúðlaupa og erfisdrykkju.“ (Landsnefndin fyrri II, Rvk. 2016, bls. 528). Greinin birtist fyrst 12. nóvember 2016.
Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira