Tveir íslenskar afrekssundkonur snúa til baka í laugina um helgina þegar Íslandsmeistaramótið í stuttu lauginni fer fram í Hafnarfirði. Margt helsta sundfólk landsins mun synda á Ásvöllum um helgina.
Íslandsmeistaramótið í 25 metra laug fer fram um helgina í Ásvallalaug í Hafnarfirði en Sundsamband Íslands hefur gert samning við Sundfélag Hafnarfjarðar um að sjá um framkvæmd mótsins líkt og fyrri ár.
Eygló Ósk Gústafsdóttir er ein Ólympíufara þessa árs á mótinu en Hrafnhildur Lúthersdóttir ákvað að vera í Bandaríkjunum fram að HM í 25 metra laug í Windsor í Kanada í desember og Anton Sveinn McKee komst ekki frá skólanum í Bandaríkjunum.
Eygló Ósk er skráð til leiks í fimm greinar eða í 50 metra baksund, 100 metra baksund, 200 metra baksund, 100 metra skriðsund og 50 metra flugsund.
Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Kristinn Þórarinsson, Aron Örn Stefánsson og Viktor Máni Vilbergsson synda á mótinu en þeir hafa allir náð lágmarki á HM 25 í Windsor.
Sundkonurnar Ragnheiður Ragnarsdóttir og Eva Hannesdóttir mæta svo báðar til leiks á ný eftir pásu en þær hafa báðar farið á Ólympíuleika fyrir Íslands hönd og slegið fjölmörg Íslandsmet.
Ragnheiður Ragnarsdóttir keppir í 50 metra skriðsundi, 100 metra skriðsundi og 100 metra fjórsundi. Eva keppir í bæði 50 og 100 metra skriðsundi.
Mótið er í sex hlutum með undanrásum að morgni og úrslitum seinni partinn. Morgunhlutar hefjast klukkan 9:30 og úrslitahlutar klukkan 16:30.
Tveir Ólympíufarar snúa aftur í laugina | ÍM25 í sundi um helgina
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti


Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti

Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti


Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti

Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms
Íslenski boltinn

Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti
