Fékk óblíðar móttökur í heimkomunni í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2016 07:00 Brock Osweiler heyrði oft lítið fyrir baulinu í áhorfendum. Vísir/Getty Brock Osweiler varð NFL-meistari með Denver Broncos í fyrra. Hann leysti af Payton Manning þegar þess var þörf. Þegar Manning lagði skóna á hilluna eftir tímabilið bjuggust allir við því að Osweiler tæki við keflinu. Það fór ekki svo. Osweiler elti risasamning og fór til Houston Texans og NFL-meistarar Denver Broncos misstu því báða leikstjórnendur sína á sama bretti. Þetta var spurning um peninga en samt var ekkert rosalega mikill munur. Denver Broncos bauð 16 milljónir dollara á ári en hann fékk 18 milljón dollara á ári frá Houston Texans. Tvær milljónir dollara eru samt 229 milljónir íslenskra króna. Brock Osweiler snéri aftur til Denver í Mánudagsleik NFL-deildarinnar í nótt og það er óhætt að segja að hann hafi fengið þar óblíðar móttökur, bæði inn á vellinum sem og frá stuðningsmönnum Broncos í stúkunni. Stuðningsmenn Denver Broncos púuðu á sinn gamla leikmann við hvert tækifæri sem komst síðan lítið áleiðis inn á vellinum á móti öflugum varnarmönnum Denver. Brock Osweiler talaði um ást sína á Denver Broncos en fékk ekkert nema hatur til baka. Denver Broncos vann á endanum öruggan 27-9 sigur. Grimmir varnarmenn Denver-liðsins sóttu að Brock Osweiler úr öllum áttum og aðeins 22 af 41 sendingum hans heppnuðust. Osweiler náði ekki að kasta fyrir snertimarki og missti síðan boltann í lokaleikhlutanum sem gerði endanlega út um leikinn. Houston Texans liðið var reyndar 6-0 yfir eftir fyrsta leikhlutann þökk sé tveimur vallarmörkum en NFL-meistararnir voru komnir í 14-6 í hálfleik og unnu svo öruggan sigur. Nýliðinn Trevor Siemian fyllti í skarð þeirra Payton Manning og Brock Osweiler og hefur staðið sig mjög vel á sínu fyrsta tímabili þar sem Denver-liðið hefur unnið 5 af 7 leikjum sínum. Spekingarnir í ameríska fótboltanum munu örugglega keppast við að gagnrýna ákvörðun Osweiler í þessari viku en hann er kannski fegnastur að vera búinn með þennan leik. Það er nóg eftir af tímabilinu því Houston Texans hefur unnið 4 af 7 leikjum sínum og er efst í sínum riðli er suðurriðill Ameríkudeildarinnar.Brock Osweiler og Trevor Siemian eftir leik.Vísir/GettyBrock Osweiler's 3.2 yards per pass attempt vs @Broncos is 3rd-fewest in a single game by a player with 40+ attempts in the Super Bowl era— NFL Research (@NFLResearch) October 25, 2016 NFL Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sjá meira
Brock Osweiler varð NFL-meistari með Denver Broncos í fyrra. Hann leysti af Payton Manning þegar þess var þörf. Þegar Manning lagði skóna á hilluna eftir tímabilið bjuggust allir við því að Osweiler tæki við keflinu. Það fór ekki svo. Osweiler elti risasamning og fór til Houston Texans og NFL-meistarar Denver Broncos misstu því báða leikstjórnendur sína á sama bretti. Þetta var spurning um peninga en samt var ekkert rosalega mikill munur. Denver Broncos bauð 16 milljónir dollara á ári en hann fékk 18 milljón dollara á ári frá Houston Texans. Tvær milljónir dollara eru samt 229 milljónir íslenskra króna. Brock Osweiler snéri aftur til Denver í Mánudagsleik NFL-deildarinnar í nótt og það er óhætt að segja að hann hafi fengið þar óblíðar móttökur, bæði inn á vellinum sem og frá stuðningsmönnum Broncos í stúkunni. Stuðningsmenn Denver Broncos púuðu á sinn gamla leikmann við hvert tækifæri sem komst síðan lítið áleiðis inn á vellinum á móti öflugum varnarmönnum Denver. Brock Osweiler talaði um ást sína á Denver Broncos en fékk ekkert nema hatur til baka. Denver Broncos vann á endanum öruggan 27-9 sigur. Grimmir varnarmenn Denver-liðsins sóttu að Brock Osweiler úr öllum áttum og aðeins 22 af 41 sendingum hans heppnuðust. Osweiler náði ekki að kasta fyrir snertimarki og missti síðan boltann í lokaleikhlutanum sem gerði endanlega út um leikinn. Houston Texans liðið var reyndar 6-0 yfir eftir fyrsta leikhlutann þökk sé tveimur vallarmörkum en NFL-meistararnir voru komnir í 14-6 í hálfleik og unnu svo öruggan sigur. Nýliðinn Trevor Siemian fyllti í skarð þeirra Payton Manning og Brock Osweiler og hefur staðið sig mjög vel á sínu fyrsta tímabili þar sem Denver-liðið hefur unnið 5 af 7 leikjum sínum. Spekingarnir í ameríska fótboltanum munu örugglega keppast við að gagnrýna ákvörðun Osweiler í þessari viku en hann er kannski fegnastur að vera búinn með þennan leik. Það er nóg eftir af tímabilinu því Houston Texans hefur unnið 4 af 7 leikjum sínum og er efst í sínum riðli er suðurriðill Ameríkudeildarinnar.Brock Osweiler og Trevor Siemian eftir leik.Vísir/GettyBrock Osweiler's 3.2 yards per pass attempt vs @Broncos is 3rd-fewest in a single game by a player with 40+ attempts in the Super Bowl era— NFL Research (@NFLResearch) October 25, 2016
NFL Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn