Góður jarðvegur fyrir hrylling á Íslandi Una Sighvatsdóttir skrifar 27. október 2016 20:00 Erlingur Óttar Thoroddsen kvikmyndagerðarmaður boðar fleiri íslenskar hrollvekjur í framtíðinni. Hrollvekjan Child Eater er fyrsta íslenska kvikmyndin sem framleidd er alfarið í Bandaríkjunum. Handritshöfundur og leikstjóri er einn og sami maðurinn, Erlingur Óttar Thoroddsen. Erlingur nam kvikmyndagerð við Columbia háskóla í New York en þetta er fyrsta myndin hans í fullri lengd. „Það er mjög erfitt að gera óháða mynd, en galdurinn er að vera ákveðinn og duglegur í því að fá fólk með sér. Þetta er eitthvað sem maður gerir ekki einn,“ segir Erlingur. Að gerð hennar myndarinnar kom fjöldi Íslendinga. Þótt leikarar og tökulið séu Bandarísk rennur því íslenskt blóð um æðar myndarinnar, að sögn Erlings.Stikluna úr Child Eater má sjá hér að neðan:Endurgerði stuttmyndina í fullri lengd Child Eater var upphaflega stuttmynd sem gekk svo vel að Erlingur ákvað að endurgera hana í fullri lengd. Sama aðalleikona, Cait Bliss, er í báðum útgáfum og hún er hér á landi til að kynna myndina. Cait segir það hafa verið frábæra reynslu að fá að umbreyta stuttmynd í fulla lengd. „Það er eitthvað sem mann langar alltaf að fá að gera en fær sjaldan tækifæri til þess. Með þessu fékk ég að kafa miklu dýpra í karakterinn en í stuttmyndinni. Það var spennandi að taka það sem var í raun beinagrind og gera það að fullsköpuðu, lifandi sköpunarverki," segir Cait.Étur börn eins og Grýla Myndin var heimsfrumsýnd í New York fyrir 10 dögum og hefur fengið góðar viðtökur í hryllingsheiminum. Framundan eru kvikmyndahátíðir í Skandinavíu og Suður-Ameríku, en Erlingur, sem býr í Bandaríkjunum segir sérlega gaman að koma með myndina til Íslands. Hér sé góður jarðvegur fyrir hrylling, ekki síst í skammdeginu. „Mér hefur alltaf fundist pínu furðulegt að það sé ekki meira gert af hrollvekjum á Íslandi. Og þó þessi sé amerísk þá er barnaætan í myndinni mjög undir áhrifum frá Grýlu og öllum þessum sögum. Ég reyndi að fara aftur í þennan sagnabanka, hvað var það sem hræddi mig, þegar ég var lítill.Hræðileg skemmtun Önnur, alíslensk hrollvekja er í burðarliðnum hjá Erlingi. Sú ber heitið Rökkur og var tekin hér á landi í vor en verður frumsýnd á næsta ári. Hann hlakkar til að sjá viðbrögð íslenskra áhorfenda við Child Eater, sem er frumsýnd í Bíó Paradís á morgun, á sjálfri Hrekkjavökunni. Raunar segir hann myndina, sem er gerð í anda hinna klassísku hryllingsmynda 9. áratugarins, vera týpíska hrekkjavökumynd. „Af því að hrekkjavaka snýst ekki bara um að láta hræða sig heldur líka skemmta sér og það var það sem við höfðum bak við eyrað þegar við gerðum myndina. Hún er ognvekjandi og við vonum að fólk öskri og verði hrætt en hún er líka skemmtileg, pínu eins og rússíbanareið.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Hrollvekjan Child Eater er fyrsta íslenska kvikmyndin sem framleidd er alfarið í Bandaríkjunum. Handritshöfundur og leikstjóri er einn og sami maðurinn, Erlingur Óttar Thoroddsen. Erlingur nam kvikmyndagerð við Columbia háskóla í New York en þetta er fyrsta myndin hans í fullri lengd. „Það er mjög erfitt að gera óháða mynd, en galdurinn er að vera ákveðinn og duglegur í því að fá fólk með sér. Þetta er eitthvað sem maður gerir ekki einn,“ segir Erlingur. Að gerð hennar myndarinnar kom fjöldi Íslendinga. Þótt leikarar og tökulið séu Bandarísk rennur því íslenskt blóð um æðar myndarinnar, að sögn Erlings.Stikluna úr Child Eater má sjá hér að neðan:Endurgerði stuttmyndina í fullri lengd Child Eater var upphaflega stuttmynd sem gekk svo vel að Erlingur ákvað að endurgera hana í fullri lengd. Sama aðalleikona, Cait Bliss, er í báðum útgáfum og hún er hér á landi til að kynna myndina. Cait segir það hafa verið frábæra reynslu að fá að umbreyta stuttmynd í fulla lengd. „Það er eitthvað sem mann langar alltaf að fá að gera en fær sjaldan tækifæri til þess. Með þessu fékk ég að kafa miklu dýpra í karakterinn en í stuttmyndinni. Það var spennandi að taka það sem var í raun beinagrind og gera það að fullsköpuðu, lifandi sköpunarverki," segir Cait.Étur börn eins og Grýla Myndin var heimsfrumsýnd í New York fyrir 10 dögum og hefur fengið góðar viðtökur í hryllingsheiminum. Framundan eru kvikmyndahátíðir í Skandinavíu og Suður-Ameríku, en Erlingur, sem býr í Bandaríkjunum segir sérlega gaman að koma með myndina til Íslands. Hér sé góður jarðvegur fyrir hrylling, ekki síst í skammdeginu. „Mér hefur alltaf fundist pínu furðulegt að það sé ekki meira gert af hrollvekjum á Íslandi. Og þó þessi sé amerísk þá er barnaætan í myndinni mjög undir áhrifum frá Grýlu og öllum þessum sögum. Ég reyndi að fara aftur í þennan sagnabanka, hvað var það sem hræddi mig, þegar ég var lítill.Hræðileg skemmtun Önnur, alíslensk hrollvekja er í burðarliðnum hjá Erlingi. Sú ber heitið Rökkur og var tekin hér á landi í vor en verður frumsýnd á næsta ári. Hann hlakkar til að sjá viðbrögð íslenskra áhorfenda við Child Eater, sem er frumsýnd í Bíó Paradís á morgun, á sjálfri Hrekkjavökunni. Raunar segir hann myndina, sem er gerð í anda hinna klassísku hryllingsmynda 9. áratugarins, vera týpíska hrekkjavökumynd. „Af því að hrekkjavaka snýst ekki bara um að láta hræða sig heldur líka skemmta sér og það var það sem við höfðum bak við eyrað þegar við gerðum myndina. Hún er ognvekjandi og við vonum að fólk öskri og verði hrætt en hún er líka skemmtileg, pínu eins og rússíbanareið.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira