Vonast eftir loðnuvertíð í vor Þorgeir Helgason skrifar 13. október 2016 07:00 Útflutningsverðmæti í loðnu 1999-2016 „Þetta kom okkur í sjálfu sér ekki á óvart miðað við fyrri mælingar og fréttir. Þetta eru bara sveiflurnar sem við þurfum að lifa við í þessum bransa. Menn halda í þá von að mæling í janúar muni gefa af sér smá vertíð en við göngum ekki að neinu vísu. Það eru ekki alltaf jól í sjávarútveginum,“ segir Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri hjá Ísfélagi Vestmannaeyja, um ráðleggingar Hafrannsóknastofnunar og Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Í skýrslu þeirra er lagt til að engin loðna verði veidd á þessu ári. Ísfélag Vestmannaeyja er ein atkvæðamesta útgerðin þegar kemur að loðnuveiðum. Á síðustu vertíð veiddi útgerðin rúm tólf þúsund tonn af loðnu og ljóst er að takmörkunin á loðnuveiðum setur stórt strik í reikning útgerðarinnar.Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdarstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.Mynd/Heiðrún„Þetta kemur verst við þau fyrirtæki sem eru í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski og sýnir enn á ný hvers háttar áhættu sjávarútvegurinn býr við og getur illa varið sig gegn,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Útflutningsverðmæti loðnu hefur verið að meðaltali rúmir tuttugu milljarðar á ári síðustu átján árin. Síðasta djúpa dýfa í loðnuveiðum varð á vertíðinni 2008 til 2009 en þá var ekkert upphafsaflamark á loðnu gefið. Í febrúar 2009 fékkst kvóti fyrir fimmtán þúsund tonnum og var útflutningsverðmætið það ár því um fjórir milljarðar samkvæmt gögnum frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. „Þetta er lægsta mæling sem við höfum séð á ungloðnu síðan við breyttum mælingaraðferðum árið 2010,“ segir Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun. Þorsteinn segir samhengi vera á milli þessara ráðlegginga og mælinga á ungloðnunni í fyrra, en eins og í ár þá mældist hún líka mjög lítil þá. Bergmálsmælingar á stærð loðnustofnsins fóru fram á rannsóknaskipunum Árna Friðrikssyni og Bjarna Sæmundssyni dagana 9. september til 5. október síðastliðinn. Magn ungloðnu var víðast hvar mjög lítið, en hún verður að hrygningar- og veiðistofninum á vertíðinni 2017 til 2018. Einungis mældust 88 þúsund tonn af henni eða um níu milljarðar fiska og bendir það til að 2015 árgangurinn sé mjög lítill. Samkvæmt aflareglu þarf fjöldi fiska að vera yfir 50 milljörðum til að hægt sé að mæla með upphafsaflamarki fyrir vertíðina 2017/2018. Ákvörðunin verður endurskoðuð í byrjun nýs árs þegar veiðistofninn hefur verið mældur á ný.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
„Þetta kom okkur í sjálfu sér ekki á óvart miðað við fyrri mælingar og fréttir. Þetta eru bara sveiflurnar sem við þurfum að lifa við í þessum bransa. Menn halda í þá von að mæling í janúar muni gefa af sér smá vertíð en við göngum ekki að neinu vísu. Það eru ekki alltaf jól í sjávarútveginum,“ segir Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri hjá Ísfélagi Vestmannaeyja, um ráðleggingar Hafrannsóknastofnunar og Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Í skýrslu þeirra er lagt til að engin loðna verði veidd á þessu ári. Ísfélag Vestmannaeyja er ein atkvæðamesta útgerðin þegar kemur að loðnuveiðum. Á síðustu vertíð veiddi útgerðin rúm tólf þúsund tonn af loðnu og ljóst er að takmörkunin á loðnuveiðum setur stórt strik í reikning útgerðarinnar.Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdarstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.Mynd/Heiðrún„Þetta kemur verst við þau fyrirtæki sem eru í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski og sýnir enn á ný hvers háttar áhættu sjávarútvegurinn býr við og getur illa varið sig gegn,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Útflutningsverðmæti loðnu hefur verið að meðaltali rúmir tuttugu milljarðar á ári síðustu átján árin. Síðasta djúpa dýfa í loðnuveiðum varð á vertíðinni 2008 til 2009 en þá var ekkert upphafsaflamark á loðnu gefið. Í febrúar 2009 fékkst kvóti fyrir fimmtán þúsund tonnum og var útflutningsverðmætið það ár því um fjórir milljarðar samkvæmt gögnum frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. „Þetta er lægsta mæling sem við höfum séð á ungloðnu síðan við breyttum mælingaraðferðum árið 2010,“ segir Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun. Þorsteinn segir samhengi vera á milli þessara ráðlegginga og mælinga á ungloðnunni í fyrra, en eins og í ár þá mældist hún líka mjög lítil þá. Bergmálsmælingar á stærð loðnustofnsins fóru fram á rannsóknaskipunum Árna Friðrikssyni og Bjarna Sæmundssyni dagana 9. september til 5. október síðastliðinn. Magn ungloðnu var víðast hvar mjög lítið, en hún verður að hrygningar- og veiðistofninum á vertíðinni 2017 til 2018. Einungis mældust 88 þúsund tonn af henni eða um níu milljarðar fiska og bendir það til að 2015 árgangurinn sé mjög lítill. Samkvæmt aflareglu þarf fjöldi fiska að vera yfir 50 milljörðum til að hægt sé að mæla með upphafsaflamarki fyrir vertíðina 2017/2018. Ákvörðunin verður endurskoðuð í byrjun nýs árs þegar veiðistofninn hefur verið mældur á ný.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira