Vonast eftir loðnuvertíð í vor Þorgeir Helgason skrifar 13. október 2016 07:00 Útflutningsverðmæti í loðnu 1999-2016 „Þetta kom okkur í sjálfu sér ekki á óvart miðað við fyrri mælingar og fréttir. Þetta eru bara sveiflurnar sem við þurfum að lifa við í þessum bransa. Menn halda í þá von að mæling í janúar muni gefa af sér smá vertíð en við göngum ekki að neinu vísu. Það eru ekki alltaf jól í sjávarútveginum,“ segir Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri hjá Ísfélagi Vestmannaeyja, um ráðleggingar Hafrannsóknastofnunar og Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Í skýrslu þeirra er lagt til að engin loðna verði veidd á þessu ári. Ísfélag Vestmannaeyja er ein atkvæðamesta útgerðin þegar kemur að loðnuveiðum. Á síðustu vertíð veiddi útgerðin rúm tólf þúsund tonn af loðnu og ljóst er að takmörkunin á loðnuveiðum setur stórt strik í reikning útgerðarinnar.Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdarstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.Mynd/Heiðrún„Þetta kemur verst við þau fyrirtæki sem eru í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski og sýnir enn á ný hvers háttar áhættu sjávarútvegurinn býr við og getur illa varið sig gegn,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Útflutningsverðmæti loðnu hefur verið að meðaltali rúmir tuttugu milljarðar á ári síðustu átján árin. Síðasta djúpa dýfa í loðnuveiðum varð á vertíðinni 2008 til 2009 en þá var ekkert upphafsaflamark á loðnu gefið. Í febrúar 2009 fékkst kvóti fyrir fimmtán þúsund tonnum og var útflutningsverðmætið það ár því um fjórir milljarðar samkvæmt gögnum frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. „Þetta er lægsta mæling sem við höfum séð á ungloðnu síðan við breyttum mælingaraðferðum árið 2010,“ segir Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun. Þorsteinn segir samhengi vera á milli þessara ráðlegginga og mælinga á ungloðnunni í fyrra, en eins og í ár þá mældist hún líka mjög lítil þá. Bergmálsmælingar á stærð loðnustofnsins fóru fram á rannsóknaskipunum Árna Friðrikssyni og Bjarna Sæmundssyni dagana 9. september til 5. október síðastliðinn. Magn ungloðnu var víðast hvar mjög lítið, en hún verður að hrygningar- og veiðistofninum á vertíðinni 2017 til 2018. Einungis mældust 88 þúsund tonn af henni eða um níu milljarðar fiska og bendir það til að 2015 árgangurinn sé mjög lítill. Samkvæmt aflareglu þarf fjöldi fiska að vera yfir 50 milljörðum til að hægt sé að mæla með upphafsaflamarki fyrir vertíðina 2017/2018. Ákvörðunin verður endurskoðuð í byrjun nýs árs þegar veiðistofninn hefur verið mældur á ný.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Erlent Fleiri fréttir Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Sjá meira
„Þetta kom okkur í sjálfu sér ekki á óvart miðað við fyrri mælingar og fréttir. Þetta eru bara sveiflurnar sem við þurfum að lifa við í þessum bransa. Menn halda í þá von að mæling í janúar muni gefa af sér smá vertíð en við göngum ekki að neinu vísu. Það eru ekki alltaf jól í sjávarútveginum,“ segir Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri hjá Ísfélagi Vestmannaeyja, um ráðleggingar Hafrannsóknastofnunar og Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Í skýrslu þeirra er lagt til að engin loðna verði veidd á þessu ári. Ísfélag Vestmannaeyja er ein atkvæðamesta útgerðin þegar kemur að loðnuveiðum. Á síðustu vertíð veiddi útgerðin rúm tólf þúsund tonn af loðnu og ljóst er að takmörkunin á loðnuveiðum setur stórt strik í reikning útgerðarinnar.Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdarstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.Mynd/Heiðrún„Þetta kemur verst við þau fyrirtæki sem eru í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski og sýnir enn á ný hvers háttar áhættu sjávarútvegurinn býr við og getur illa varið sig gegn,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Útflutningsverðmæti loðnu hefur verið að meðaltali rúmir tuttugu milljarðar á ári síðustu átján árin. Síðasta djúpa dýfa í loðnuveiðum varð á vertíðinni 2008 til 2009 en þá var ekkert upphafsaflamark á loðnu gefið. Í febrúar 2009 fékkst kvóti fyrir fimmtán þúsund tonnum og var útflutningsverðmætið það ár því um fjórir milljarðar samkvæmt gögnum frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. „Þetta er lægsta mæling sem við höfum séð á ungloðnu síðan við breyttum mælingaraðferðum árið 2010,“ segir Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun. Þorsteinn segir samhengi vera á milli þessara ráðlegginga og mælinga á ungloðnunni í fyrra, en eins og í ár þá mældist hún líka mjög lítil þá. Bergmálsmælingar á stærð loðnustofnsins fóru fram á rannsóknaskipunum Árna Friðrikssyni og Bjarna Sæmundssyni dagana 9. september til 5. október síðastliðinn. Magn ungloðnu var víðast hvar mjög lítið, en hún verður að hrygningar- og veiðistofninum á vertíðinni 2017 til 2018. Einungis mældust 88 þúsund tonn af henni eða um níu milljarðar fiska og bendir það til að 2015 árgangurinn sé mjög lítill. Samkvæmt aflareglu þarf fjöldi fiska að vera yfir 50 milljörðum til að hægt sé að mæla með upphafsaflamarki fyrir vertíðina 2017/2018. Ákvörðunin verður endurskoðuð í byrjun nýs árs þegar veiðistofninn hefur verið mældur á ný.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Erlent Fleiri fréttir Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Sjá meira