Stjórnarflokkarnir eiga litla möguleika á stjórnarmyndun eftir kosningar Heimir Már Pétursson skrifar 19. október 2016 19:15 Engir flokkar gætu myndað tveggja flokka ríkisstjórn að afloknum kosningum miðað nýjustu könnun Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis. Stjórnarflokkarnir gætu átt erfitt með að komast í stjórn vegna andstöðu við þá innan Pírata og Vinstri grænna sem yrðu stærstu flokkarnir á þingi ásamt Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðistflokkurinn nýtur mest fylgis með 23,7 prósent og fengi 17 þingmenn samkvæmt könnun fréttastofunnar sem birt er í Fréttablaðinu í dag. Píratar fylgja þar á eftir með 20,7 prósent og 14 þingmenn og Vinstri græn mælast nú með 19,2 prósent og fengju 13 þingmenn. Það má því telja líklegt að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands myndi fela forystumanni einhverra þessara þriggja flokka stjórnarmyndunarumboðið ef þetta yrði niðurstaða kosninga.Þá kæmu einungis þriggja eða fjögurra flokka ríkisstjórnir til greina til að mynda meirihluta á Alþingi, þar af eru sex stjórnarmynstur með Sjálfstæðisflokknum innanborðs. Ríkisstjórn núverandi stjórnarflokka auk Pírata hefði mikinn meirihluta á þingi eða 37 þingmenn. En þessi stjórn telst varla líkleg eftir yfirlýsingar Pírata sem vilja ekki vinna með stjórnarflokkunum. Þá myndu stjórnarflokkarnir í stjórn með Vinstri grænum hafa 36 þingmenn en þessi stjórn er heldur ekki mjög líkleg pólitískt séð.Þá gæti Sjálfstæðisflokkurinn myndað þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Bjartri framtíð með samanlagt 35 þingmönnum eða skipt út Bjartri framtíð fyrir Samfylkinguna eða Viðreisn en slíkar stjórnir hefðu 34 þingmenn á bakvið sig. Og fjögurra flokka stjórn Sjálfstæðisflokks og allra flokka nema Pírata og Framsóknarflokks hefði 43 þingmenn en þetta stjórnarmynstur verður að teljast mjög ólíklegt.Fimm möguleikar stjórnarandstöðuflokkannaFimm möguleikar eru á ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokks, tvær þriggja flokka stjórnir og þrjár fjögurra flokka stjórnir. Píratar, Vinstri græn og Framsóknarflokkur gætu myndað stjórn með 33 þingmönnum en ef Framsóknarmönnum yrði skipt út fyrir Bjarta framtíð hefði sú þriggja flokka stjórn 32 þingmenn, sem er minnsti mögulegi meirihlutinn á Alþingi. Ríkisstjórn núverandi fjögurra stjórnarandstöðuflokka á Alþingi hefði ríflegan meirihluta eða 36 þingmenn. Ef Samfylkingin væri ekki með í stjórn væri einnig hægt að mynda 36 þingmanna stjórn ef Viðreisn kæmi í stað Samfylkingarinnar en báðir flokkarnir fengju fjóra þingmenn kjörna samkvæmt könnuninni. Ef Björt framtíð yrði hins vegar einn stjórnarandstöðuflokka utan stjórnar en Viðreisn gengi til liðs við hina þrjá stjórnarandstöðuflokkana, hefði slík fjögurra flokka stjórn 35 þingmenn. Kosningar 2016 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Engir flokkar gætu myndað tveggja flokka ríkisstjórn að afloknum kosningum miðað nýjustu könnun Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis. Stjórnarflokkarnir gætu átt erfitt með að komast í stjórn vegna andstöðu við þá innan Pírata og Vinstri grænna sem yrðu stærstu flokkarnir á þingi ásamt Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðistflokkurinn nýtur mest fylgis með 23,7 prósent og fengi 17 þingmenn samkvæmt könnun fréttastofunnar sem birt er í Fréttablaðinu í dag. Píratar fylgja þar á eftir með 20,7 prósent og 14 þingmenn og Vinstri græn mælast nú með 19,2 prósent og fengju 13 þingmenn. Það má því telja líklegt að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands myndi fela forystumanni einhverra þessara þriggja flokka stjórnarmyndunarumboðið ef þetta yrði niðurstaða kosninga.Þá kæmu einungis þriggja eða fjögurra flokka ríkisstjórnir til greina til að mynda meirihluta á Alþingi, þar af eru sex stjórnarmynstur með Sjálfstæðisflokknum innanborðs. Ríkisstjórn núverandi stjórnarflokka auk Pírata hefði mikinn meirihluta á þingi eða 37 þingmenn. En þessi stjórn telst varla líkleg eftir yfirlýsingar Pírata sem vilja ekki vinna með stjórnarflokkunum. Þá myndu stjórnarflokkarnir í stjórn með Vinstri grænum hafa 36 þingmenn en þessi stjórn er heldur ekki mjög líkleg pólitískt séð.Þá gæti Sjálfstæðisflokkurinn myndað þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Bjartri framtíð með samanlagt 35 þingmönnum eða skipt út Bjartri framtíð fyrir Samfylkinguna eða Viðreisn en slíkar stjórnir hefðu 34 þingmenn á bakvið sig. Og fjögurra flokka stjórn Sjálfstæðisflokks og allra flokka nema Pírata og Framsóknarflokks hefði 43 þingmenn en þetta stjórnarmynstur verður að teljast mjög ólíklegt.Fimm möguleikar stjórnarandstöðuflokkannaFimm möguleikar eru á ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokks, tvær þriggja flokka stjórnir og þrjár fjögurra flokka stjórnir. Píratar, Vinstri græn og Framsóknarflokkur gætu myndað stjórn með 33 þingmönnum en ef Framsóknarmönnum yrði skipt út fyrir Bjarta framtíð hefði sú þriggja flokka stjórn 32 þingmenn, sem er minnsti mögulegi meirihlutinn á Alþingi. Ríkisstjórn núverandi fjögurra stjórnarandstöðuflokka á Alþingi hefði ríflegan meirihluta eða 36 þingmenn. Ef Samfylkingin væri ekki með í stjórn væri einnig hægt að mynda 36 þingmanna stjórn ef Viðreisn kæmi í stað Samfylkingarinnar en báðir flokkarnir fengju fjóra þingmenn kjörna samkvæmt könnuninni. Ef Björt framtíð yrði hins vegar einn stjórnarandstöðuflokka utan stjórnar en Viðreisn gengi til liðs við hina þrjá stjórnarandstöðuflokkana, hefði slík fjögurra flokka stjórn 35 þingmenn.
Kosningar 2016 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira