Kosningavitinn: Ein leið til að finna sinn flokk Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. október 2016 11:00 Kosningavitinn er gagnvirk vefkönnun þar sem kjósendur geta athugað hversu sammála þeir eru þeim stjórnmálaflokkum sem eru í framboði til Alþingis. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, Samband íslenskra framhaldsskólanema og Landssamband æskulýðsfélaga hafa hrint af stað Kosningavitanum. Kosningavitinn er gagnvirk vefkönnun þar sem kjósendur geta athugað hversu sammála þeir eru þeim stjórnmálaflokkum sem eru í framboði til alþingis, bæði um einstök málefni og í hugmyndafræði. Samkvæmt upplýsingum frá Félagsvísindastofnun er kosningavitinn hannaður til að leggja mat á mun á stefnu stjórnmálaflokkanna sem eru í framboði fyrir komandi alþingiskosningar. Við val á spurningum var leitast við að nota spurningar sem mæla raunverulegan mun á íslenskum stjórnmálaflokkum. Svör frambjóðenda flokkanna voru notuð til að staðsetja þeirra flokk og voru þau borin saman við svör sérfræðinga. Þegar búið er að svara spurningunum birtast tvenns konar samanburður á afstöðu kjósanda og stjórnmálaflokka, annars vegar prósentutala og hins vegar staðsetning á kosningavitanum. Prósentutalan er samanburður á milli notenda og stjórnmálaflokka á öllum 30 spurningunum. Myndin þar sem afstaða kjósanda og flokka er staðsett á tveimur ásum sem hvor um sig byggir á 10 spurningum sem ætlað er að endurspegla hugmyndafræðilega afstöðu. Prósentutalan byggir því á sértækari spurningum. Myndinni er ætlað að nýtast notendum til að átta sig á hugmyndafræðilegri stöðu sinni í samanburði við stjórnmálaflokka. Ásarnir tveir byggja á fjórum hugtökum; markaðshyggju og félagshyggju annars vegar og þjóðhyggju og alþjóðahyggju hins vegar. „Afstaða í efnahagsmálum er oft kennd við hugtökin hægri og vinstri. Markaðshyggja er er kennd við hægri stefnu og felur í sér vilja til að hafa skatta lága og áherslu á einkarekstur í atvinnulífinu. Félagshyggja er kennd við vinstri stefnu og felur í sér áherslu á að ríkið reki öflugt velferðarkerfi og aukna aðkomu ríkisins að atvinnulífinu,“ segir í leiðbeiningum Félagsvísindastofnunar um Kosningavitann. Þá er einnig útskýrt hvers vegna notast er við alþjóðahyggju og þjóðhyggju. „Staða Íslands í alþjóðakerfinu er mikilvægur þáttur í vali margra á stjórnmálaflokkum. Í Kosningavitanum er kjósendum og raðað á ásinn þjóðhyggja/alþjóðahyggja. Þjóðhyggja felur meðal annars í sér áherslu á fullveldi og sjálfstæði Íslands og að íslensk menning haldi sérstöðu sinni. Alþjóðahyggja felur í sér mikla þátttöku í alþjóðastofnunum, alþjóðasamvinnu og áherslu á fjölmenningu.“ Kosningavitann og meiri upplýsingar um hann er hægt að nálgast á vefnum www.egkys.is. Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, Samband íslenskra framhaldsskólanema og Landssamband æskulýðsfélaga hafa hrint af stað Kosningavitanum. Kosningavitinn er gagnvirk vefkönnun þar sem kjósendur geta athugað hversu sammála þeir eru þeim stjórnmálaflokkum sem eru í framboði til alþingis, bæði um einstök málefni og í hugmyndafræði. Samkvæmt upplýsingum frá Félagsvísindastofnun er kosningavitinn hannaður til að leggja mat á mun á stefnu stjórnmálaflokkanna sem eru í framboði fyrir komandi alþingiskosningar. Við val á spurningum var leitast við að nota spurningar sem mæla raunverulegan mun á íslenskum stjórnmálaflokkum. Svör frambjóðenda flokkanna voru notuð til að staðsetja þeirra flokk og voru þau borin saman við svör sérfræðinga. Þegar búið er að svara spurningunum birtast tvenns konar samanburður á afstöðu kjósanda og stjórnmálaflokka, annars vegar prósentutala og hins vegar staðsetning á kosningavitanum. Prósentutalan er samanburður á milli notenda og stjórnmálaflokka á öllum 30 spurningunum. Myndin þar sem afstaða kjósanda og flokka er staðsett á tveimur ásum sem hvor um sig byggir á 10 spurningum sem ætlað er að endurspegla hugmyndafræðilega afstöðu. Prósentutalan byggir því á sértækari spurningum. Myndinni er ætlað að nýtast notendum til að átta sig á hugmyndafræðilegri stöðu sinni í samanburði við stjórnmálaflokka. Ásarnir tveir byggja á fjórum hugtökum; markaðshyggju og félagshyggju annars vegar og þjóðhyggju og alþjóðahyggju hins vegar. „Afstaða í efnahagsmálum er oft kennd við hugtökin hægri og vinstri. Markaðshyggja er er kennd við hægri stefnu og felur í sér vilja til að hafa skatta lága og áherslu á einkarekstur í atvinnulífinu. Félagshyggja er kennd við vinstri stefnu og felur í sér áherslu á að ríkið reki öflugt velferðarkerfi og aukna aðkomu ríkisins að atvinnulífinu,“ segir í leiðbeiningum Félagsvísindastofnunar um Kosningavitann. Þá er einnig útskýrt hvers vegna notast er við alþjóðahyggju og þjóðhyggju. „Staða Íslands í alþjóðakerfinu er mikilvægur þáttur í vali margra á stjórnmálaflokkum. Í Kosningavitanum er kjósendum og raðað á ásinn þjóðhyggja/alþjóðahyggja. Þjóðhyggja felur meðal annars í sér áherslu á fullveldi og sjálfstæði Íslands og að íslensk menning haldi sérstöðu sinni. Alþjóðahyggja felur í sér mikla þátttöku í alþjóðastofnunum, alþjóðasamvinnu og áherslu á fjölmenningu.“ Kosningavitann og meiri upplýsingar um hann er hægt að nálgast á vefnum www.egkys.is.
Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira